Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar 10. júlí 2025 08:00 Það hefur verið einkenni okkar tíma að spilling og græðgi hefur fengið að vaða uppi á Íslandi án mikillar mótstöðu með stuðningi ákveðinna stjórnmálaflokka á síðustu áratugum. Afleiðingin hefur verið mjög slæm fyrir almenning á Íslandi. Iðnaðurinn í kringum fisk á Íslandi er aðeins um 20% af útflutningi á Íslandi og aðeins um 6% af landsframleiðslu á Íslandi [heimild: Sjávarútvegur á Íslandi]. Þannig að mikilvægi sjávarútvegs í málflutningi þeirra sem standa að málþóf á Alþingi er háð miklum ýkjum. Skattamál sjávarútvegs á Íslandi hafa verið þannig að fyrirtækin í þessu hafa fengið að halda eftir sem mestum hagnaði og borga sem minnsta skatta á öllum stigum, þetta er ekki bara í veiði gjöldum sem á núna að hækka með breytingum á lögum sem stjórnarandstaðan stendur gegn. Þetta veiðigjald er nauðsynlegt til þess að auka tekjur íslenska ríksins. Þar sem það hefur verið stefna síðustu ríkisstjórn að lækka skatta á Íslandi og skattalækkanir eru borgaðar í niðurskurði á þjónustu til almennings. Það er ekki hægt að lækka skatta endalaust og halda úti þjónustu til almennings svo vel sé og almenningur á Íslandi er farinn að finna fyrir því á síðustu árum óþægilega mikið hvað það er búið að skera mikið niður á Íslandi vegna skattalækkana. Vegakerfið er orðið mjög léleg á stórum hluta Íslands, ef ekki ónýtt á ákveðnum svæðum sem eru samt sem áður mjög fjölfarin. Heilsugæslan er í vandræðum vegna fjárskorts. Sama með grunnskóla, framhaldsskóla og háskóla á Íslandi. Þetta er allt vegna skattalækkana á Íslandi. Þessu hefur verið mætt með auknum lántökum [heimild 1, heimild 2] og síðan niðurskurði. Hvorugt er hægt að viðhalda til lengri tíma í fjármálum íslenska ríkisins. Með því að hækka skatta og gjöld, eins og af sjávarútvegnum þá er hægt að minnka þörfina fyrir lántökur hjá íslenska ríkinu, bæta þjónustu við almenning og auka hagsæld á Íslandi. Þar sem hærri skattar auka hagsæld almennings. Lægri skattar auka ekki hagsæld almennings. Það eina sem lægri skattar gera er að leyfa ríku fólki að vera ríkara og auka fátækt með öllum þeim vandamál sem fátækt fylgja. Það er hægt að gera þetta á margan hátt og engin ein leið réttari en önnur í þessu. Það liggur þó alveg fyrir að fyrirtæki eins og einstaklingar verða að borga sinn réttláta hluta í skatt á Íslandi. Sá skattur og gjöld sem sjávarútvegurinn hefur verið að borga á Íslandi hefur verið of lítill alltof lengi. Afleiðingin af því er mikill hagnaður sem hefur verið notaður til þess að fjárfesta í öðrum fyrirtækjum og iðnaði á Íslandi sem er ótengdur sjávarútvegi á Íslandi. Síðan hafa íslensk sjávarútvegsfyrirtæki einnig staðið í mikilli fjárfestingu innan Evrópusambandsins og þar borga þessi fyrirtæki skatta án vandamála og sá skattur hefur oft verið miklu hærri en hefur nokkurntímann verið á Íslandi. Höfundur er rithöfundur búsettur í Danmörku. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Frímann Jónsson Mest lesið 3003 Elliði Vignisson Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson Skoðun Um vændi Drífa Snædal Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon skrifar Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Sjá meira
Það hefur verið einkenni okkar tíma að spilling og græðgi hefur fengið að vaða uppi á Íslandi án mikillar mótstöðu með stuðningi ákveðinna stjórnmálaflokka á síðustu áratugum. Afleiðingin hefur verið mjög slæm fyrir almenning á Íslandi. Iðnaðurinn í kringum fisk á Íslandi er aðeins um 20% af útflutningi á Íslandi og aðeins um 6% af landsframleiðslu á Íslandi [heimild: Sjávarútvegur á Íslandi]. Þannig að mikilvægi sjávarútvegs í málflutningi þeirra sem standa að málþóf á Alþingi er háð miklum ýkjum. Skattamál sjávarútvegs á Íslandi hafa verið þannig að fyrirtækin í þessu hafa fengið að halda eftir sem mestum hagnaði og borga sem minnsta skatta á öllum stigum, þetta er ekki bara í veiði gjöldum sem á núna að hækka með breytingum á lögum sem stjórnarandstaðan stendur gegn. Þetta veiðigjald er nauðsynlegt til þess að auka tekjur íslenska ríksins. Þar sem það hefur verið stefna síðustu ríkisstjórn að lækka skatta á Íslandi og skattalækkanir eru borgaðar í niðurskurði á þjónustu til almennings. Það er ekki hægt að lækka skatta endalaust og halda úti þjónustu til almennings svo vel sé og almenningur á Íslandi er farinn að finna fyrir því á síðustu árum óþægilega mikið hvað það er búið að skera mikið niður á Íslandi vegna skattalækkana. Vegakerfið er orðið mjög léleg á stórum hluta Íslands, ef ekki ónýtt á ákveðnum svæðum sem eru samt sem áður mjög fjölfarin. Heilsugæslan er í vandræðum vegna fjárskorts. Sama með grunnskóla, framhaldsskóla og háskóla á Íslandi. Þetta er allt vegna skattalækkana á Íslandi. Þessu hefur verið mætt með auknum lántökum [heimild 1, heimild 2] og síðan niðurskurði. Hvorugt er hægt að viðhalda til lengri tíma í fjármálum íslenska ríkisins. Með því að hækka skatta og gjöld, eins og af sjávarútvegnum þá er hægt að minnka þörfina fyrir lántökur hjá íslenska ríkinu, bæta þjónustu við almenning og auka hagsæld á Íslandi. Þar sem hærri skattar auka hagsæld almennings. Lægri skattar auka ekki hagsæld almennings. Það eina sem lægri skattar gera er að leyfa ríku fólki að vera ríkara og auka fátækt með öllum þeim vandamál sem fátækt fylgja. Það er hægt að gera þetta á margan hátt og engin ein leið réttari en önnur í þessu. Það liggur þó alveg fyrir að fyrirtæki eins og einstaklingar verða að borga sinn réttláta hluta í skatt á Íslandi. Sá skattur og gjöld sem sjávarútvegurinn hefur verið að borga á Íslandi hefur verið of lítill alltof lengi. Afleiðingin af því er mikill hagnaður sem hefur verið notaður til þess að fjárfesta í öðrum fyrirtækjum og iðnaði á Íslandi sem er ótengdur sjávarútvegi á Íslandi. Síðan hafa íslensk sjávarútvegsfyrirtæki einnig staðið í mikilli fjárfestingu innan Evrópusambandsins og þar borga þessi fyrirtæki skatta án vandamála og sá skattur hefur oft verið miklu hærri en hefur nokkurntímann verið á Íslandi. Höfundur er rithöfundur búsettur í Danmörku.
Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar
Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar