Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar 10. júlí 2025 19:03 Undanfarnar vikur hefur forsætisráðherra, Kristrún Frostadóttir, ráðherrar ríkisstjórnarinnar og þingmanna stjórnarmeirihlutans skellt skuldinni af þeirri stöðu sem upp er komin á Alþingi á stjórnarandstöðuna, haldið því fram að málþóf hafi staðið í vegi fyrir framgangi mikilvægra mála og fullyrt að lýðræðislega kjörin stjórnarandstaða ógni lýðræði í landinu, jafnvel lýðveldinu öllu, með því að sinna einfaldlega sínum skyldum. Í stað þess að horfast í augu við skort á þekkingu, reynslu og pólitískum vilja innan eigin raða, hafa stjórnarliðar gripið til þess ráðs að finna öflugri stjórnarandstöðu allt til foráttu. Nú í morgun tók svo steininn úr þegar ríkisstjórnin sakaði minnihluta þingsins um valdarán og gerræðislega tilburði, nú sé háð orrusta um Ísland og ríkisstjórnin ætli sér að verja lýðveldið gegn slíkum tilburðum. Að þessu tilefni er rétt að minna á þá óumdeildu staðreynd að það er ríkisstjórnin sem fer með óskorað dagskrárvald á Alþingi. Það er alfarið á hennar ábyrgð hvaða mál eru sett á dagskrá, hvenær og í hvaða forgangi þau eru afgreidd. Sum mál stóð aldrei til að klára Frumvarp atvinnuvegaráðherra um breytingar á strandveiðum er dæmi um mál sem stjórnarliðar hafa nefnt í þessu samhengi þótt þinginu sé enn ólokið. Það mál kom ekki inn í þing fyrr en 28. maí, tveimur mánuðum eftir að lögbundnum fresti lauk og hálfum mánuði áður en áformað var að slíta þinginu samkvæmt starfsáætlun. Málið var ekki afgreitt út úr atvinnuveganefnd fyrr en 26. júní og önnur umræða um málið ekki sett á dagskrá fyrr en 8. júlí. Þessi almenni seinagangur er ekki stjórnarandstöðunni að kenna. Vinnubrögð ríkisstjórnarinnar undirstrika þá staðreynd. Engin raunveruleg samstaða er innan ríkisstjórnarflokkanna til þess að klára strandveiðimálið, a.m.k. að sinni. Hefði ráðherra ætlað sér að tryggja 48 daga strandveiðar, þá hefði málið verið lagt fram fyrr, farið hratt og vel í gegnum nefnd og verið sett á dagskrá þingsins mun fyrr. Allt stóð þetta ríkisstjórninni til boða, hafi raunverulegur vilji staðið til þess að klára málið. Slíkt hið sama gildir um öll hin stóru málin sem þeim er tíðrætt um að stjórnarandstaðan stoppi með málþófi sínu um veiðigjöld, þar á meðal samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og rammaáætlun, sem er reyndar forgangsmál Sjálfstæðisflokksins. Ef þessi mál hefðu í raun og veru verið forgangsmál ríkisstjórnarinnar hefðu þau verið lögð fram fyrr og tekin til umræðu í tæka tíð. Þingleg meðferð tekur tíma. Vönduð málsmeðferð tekur tíma. Þetta vita forsvarsmenn ríkisstjórnarinnar en aðhöfðust ekkert. Ábyrgðin er þeirra. Fjörutíu mál hlotið afgreiðslu þingsins Rétt að árétta að þrátt fyrir háværa umræðu stjórnarliða um málþóf, hafa um fjörutíu stjórnarmál þegar verið afgreidd á yfirstandandi þingi. Það staðfestir að ríkisstjórnin getur vel náð málum fram, ef vilji er fyrir hendi. Það er þeirra val að draga veigamikil og umdeild mál inn í þingsal á síðustu metrum þingvetrarins og ætlast til þess að þau séu svo afgreidd með hraði. Það liggur í augum uppi að mörg þessara mála voru vísvitandi lögð seint fram. Auðvelt hefði verið að tryggja framgang margra þessara mála sem nú er fyrirséð að munu ekki ná fram að ganga. Viljinn til þess þarf að vera til staðar og hann var það augljóslega ekki. Það er pólitísk ákvörðun sem ríkisstjórnin þarf að lifa með og ekki á ábyrgð stjórnarandstöðunnar. Þingræði byggir á þeirri grundvallarreglu að þeir sem fara með völdin bera ábyrgðina. Það er ákvörðun ríkisstjórnarinnar, Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks flólksins, að leggja þessi veigamiklu mál seint fram, böðla þeim í gegnum nefndir þingsins og setja þau ekki á dagskrá. Það er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur sem ber ábyrgð á stöðunni sem nú er uppi á Alþingi. Höfundur er ritari og þingmaður Sjálfstæðisflokks í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vilhjálmur Árnason Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sjálfstæðisflokkurinn Breytingar á veiðigjöldum Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Sjá meira
Undanfarnar vikur hefur forsætisráðherra, Kristrún Frostadóttir, ráðherrar ríkisstjórnarinnar og þingmanna stjórnarmeirihlutans skellt skuldinni af þeirri stöðu sem upp er komin á Alþingi á stjórnarandstöðuna, haldið því fram að málþóf hafi staðið í vegi fyrir framgangi mikilvægra mála og fullyrt að lýðræðislega kjörin stjórnarandstaða ógni lýðræði í landinu, jafnvel lýðveldinu öllu, með því að sinna einfaldlega sínum skyldum. Í stað þess að horfast í augu við skort á þekkingu, reynslu og pólitískum vilja innan eigin raða, hafa stjórnarliðar gripið til þess ráðs að finna öflugri stjórnarandstöðu allt til foráttu. Nú í morgun tók svo steininn úr þegar ríkisstjórnin sakaði minnihluta þingsins um valdarán og gerræðislega tilburði, nú sé háð orrusta um Ísland og ríkisstjórnin ætli sér að verja lýðveldið gegn slíkum tilburðum. Að þessu tilefni er rétt að minna á þá óumdeildu staðreynd að það er ríkisstjórnin sem fer með óskorað dagskrárvald á Alþingi. Það er alfarið á hennar ábyrgð hvaða mál eru sett á dagskrá, hvenær og í hvaða forgangi þau eru afgreidd. Sum mál stóð aldrei til að klára Frumvarp atvinnuvegaráðherra um breytingar á strandveiðum er dæmi um mál sem stjórnarliðar hafa nefnt í þessu samhengi þótt þinginu sé enn ólokið. Það mál kom ekki inn í þing fyrr en 28. maí, tveimur mánuðum eftir að lögbundnum fresti lauk og hálfum mánuði áður en áformað var að slíta þinginu samkvæmt starfsáætlun. Málið var ekki afgreitt út úr atvinnuveganefnd fyrr en 26. júní og önnur umræða um málið ekki sett á dagskrá fyrr en 8. júlí. Þessi almenni seinagangur er ekki stjórnarandstöðunni að kenna. Vinnubrögð ríkisstjórnarinnar undirstrika þá staðreynd. Engin raunveruleg samstaða er innan ríkisstjórnarflokkanna til þess að klára strandveiðimálið, a.m.k. að sinni. Hefði ráðherra ætlað sér að tryggja 48 daga strandveiðar, þá hefði málið verið lagt fram fyrr, farið hratt og vel í gegnum nefnd og verið sett á dagskrá þingsins mun fyrr. Allt stóð þetta ríkisstjórninni til boða, hafi raunverulegur vilji staðið til þess að klára málið. Slíkt hið sama gildir um öll hin stóru málin sem þeim er tíðrætt um að stjórnarandstaðan stoppi með málþófi sínu um veiðigjöld, þar á meðal samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og rammaáætlun, sem er reyndar forgangsmál Sjálfstæðisflokksins. Ef þessi mál hefðu í raun og veru verið forgangsmál ríkisstjórnarinnar hefðu þau verið lögð fram fyrr og tekin til umræðu í tæka tíð. Þingleg meðferð tekur tíma. Vönduð málsmeðferð tekur tíma. Þetta vita forsvarsmenn ríkisstjórnarinnar en aðhöfðust ekkert. Ábyrgðin er þeirra. Fjörutíu mál hlotið afgreiðslu þingsins Rétt að árétta að þrátt fyrir háværa umræðu stjórnarliða um málþóf, hafa um fjörutíu stjórnarmál þegar verið afgreidd á yfirstandandi þingi. Það staðfestir að ríkisstjórnin getur vel náð málum fram, ef vilji er fyrir hendi. Það er þeirra val að draga veigamikil og umdeild mál inn í þingsal á síðustu metrum þingvetrarins og ætlast til þess að þau séu svo afgreidd með hraði. Það liggur í augum uppi að mörg þessara mála voru vísvitandi lögð seint fram. Auðvelt hefði verið að tryggja framgang margra þessara mála sem nú er fyrirséð að munu ekki ná fram að ganga. Viljinn til þess þarf að vera til staðar og hann var það augljóslega ekki. Það er pólitísk ákvörðun sem ríkisstjórnin þarf að lifa með og ekki á ábyrgð stjórnarandstöðunnar. Þingræði byggir á þeirri grundvallarreglu að þeir sem fara með völdin bera ábyrgðina. Það er ákvörðun ríkisstjórnarinnar, Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks flólksins, að leggja þessi veigamiklu mál seint fram, böðla þeim í gegnum nefndir þingsins og setja þau ekki á dagskrá. Það er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur sem ber ábyrgð á stöðunni sem nú er uppi á Alþingi. Höfundur er ritari og þingmaður Sjálfstæðisflokks í Suðurkjördæmi.
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar