Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson, Elvar Örn Friðriksson og Snæbjörn Guðmundsson skrifa 12. júlí 2025 09:01 Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, skrifar blaðagrein 10. júlí, daginn eftir að fyrirtækið tapaði dómsmáli í Hæstarétti um Hvammsvirkjun. Hörður hefur borið ábyrgð á daglegum rekstri Landsvirkjunar síðan 2010. Það er því von að hann bregðist ekki vel við þegar hann horfir á eftir tugmilljarða undirbúningi falla um sjálfan sig. Hann hefur lagt allt undir, og fyrirtækið skilar sögulega lítilli ávöxtun eigin fjár um þessar mundir. Framkvæmdin Hvammsvirkjun er afar illa undirbúin, hvernig sem horft er á það. Við undirbúning hennar hunsaði Landsvirkjun löggjöf um stjórn vatnamála frá 2011 og hefur ekki látið segjast þrátt fyrir að hafa verið bent á lögin margsinnis síðustu ár. Núna hefur af þeim sökum virkjunarleyfi fyrir Hvammsvirkjun ítrekað verið fellt úr gildi, bæði fyrir úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála og dómstólum. Afleiðingarnar eru hroðalegar fyrir fyrirtækið. Ekki bara fjárhagslega heldur ekki síður fyrir orðspor þess. Fjármálaráðherra skipaði nýverið nýja stjórn Landsvirkjunar. Einn hinna nýju stjórnarmanna, lagaprófessor við Háskólann í Reykjavík, sat mestan hluta málflutnings fyrir Hæstarétti. Hún veit, líkt og við sem líka fylgdumst með málinu, að Hörður fer með fleipur. Lög um stjórn vatnamála fjalla ekki um form, heldur um efni. Lögin hafa að markmiði að vernda vatn og lífríki þess, í þessu tilviki eitt mesta fljót landsins – Þjórsá og laxfiskastofna hennar. Dómsmálið snýst um vernd náttúru fyrir komandi kynslóðir en ekki meintan orkuskort. Samkvæmt lögunum er mögulegt að veita undanþágu frá þessum bindandi ákvæðum laganna um vernd vatns, en þær undanþágur eru afar þröngar. Um þetta mögulega undanþáguákvæði var svo sannarlega deilt þótt Landsvirkjun sjálf hafi kosið að horfa aðeins á eitt einangrað atriði málsins. Dómarar Hæstaréttar í þessu mikilvæga máli tóku hins vegar undir sjónarmið landeigenda um að gildissvið laganna næði alls ekki til þess að skoða hvort hin ströngu skilyrði undanþága gætu yfir höfuð átt við. Þetta mál var svo sannarlega ekki um form, Hörður, heldur efni. Hörður skrifaði sjálfur undir umsögn um frumvarp um lög um stjórn vatnamála árið 2011 og ætti að skoða efni eigin umsagnar vel. Hæstiréttur hefur ekki gefið Hvammsvirkjum efnislega gult ljóst, hvað þá grænt, því fer víðs fjarri. Við eigum enn eftir að sjá hvort dómstólar fallist á að Landsvirkjun fái yfir höfuð undanþágu fyrir Hvammsvirkjun til að „vinna orku úr endurnýjanlegum orkugjöfum í þágu almennings og atvinnulífs“. Við eigum líka eftir að sjá hvort lagagrein um bráðabirgðavirkjunarleyfi, sem Landsvirkjun krafði löggjafann um í vor, getur nokkurn tíma staðist EES-samninginn. Við erum langt frá því sannfærðir. Höfundar eru forsvarsmenn þriggja félagasamtaka sem krefjast ógildingar framkvæmdaleyfa sveitarfélaga fyrir Hvammsvirkjun. Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands. Elvar Örn Friðriksson, framkvæmdastjóri NASF. Snæbjörn Guðmundsson, formaður Náttúrugriða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Deilur um Hvammsvirkjun Umhverfismál Árni Finnsson Snæbjörn Guðmundsson Elvar Örn Friðriksson Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun Skoðun Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Sjá meira
Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, skrifar blaðagrein 10. júlí, daginn eftir að fyrirtækið tapaði dómsmáli í Hæstarétti um Hvammsvirkjun. Hörður hefur borið ábyrgð á daglegum rekstri Landsvirkjunar síðan 2010. Það er því von að hann bregðist ekki vel við þegar hann horfir á eftir tugmilljarða undirbúningi falla um sjálfan sig. Hann hefur lagt allt undir, og fyrirtækið skilar sögulega lítilli ávöxtun eigin fjár um þessar mundir. Framkvæmdin Hvammsvirkjun er afar illa undirbúin, hvernig sem horft er á það. Við undirbúning hennar hunsaði Landsvirkjun löggjöf um stjórn vatnamála frá 2011 og hefur ekki látið segjast þrátt fyrir að hafa verið bent á lögin margsinnis síðustu ár. Núna hefur af þeim sökum virkjunarleyfi fyrir Hvammsvirkjun ítrekað verið fellt úr gildi, bæði fyrir úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála og dómstólum. Afleiðingarnar eru hroðalegar fyrir fyrirtækið. Ekki bara fjárhagslega heldur ekki síður fyrir orðspor þess. Fjármálaráðherra skipaði nýverið nýja stjórn Landsvirkjunar. Einn hinna nýju stjórnarmanna, lagaprófessor við Háskólann í Reykjavík, sat mestan hluta málflutnings fyrir Hæstarétti. Hún veit, líkt og við sem líka fylgdumst með málinu, að Hörður fer með fleipur. Lög um stjórn vatnamála fjalla ekki um form, heldur um efni. Lögin hafa að markmiði að vernda vatn og lífríki þess, í þessu tilviki eitt mesta fljót landsins – Þjórsá og laxfiskastofna hennar. Dómsmálið snýst um vernd náttúru fyrir komandi kynslóðir en ekki meintan orkuskort. Samkvæmt lögunum er mögulegt að veita undanþágu frá þessum bindandi ákvæðum laganna um vernd vatns, en þær undanþágur eru afar þröngar. Um þetta mögulega undanþáguákvæði var svo sannarlega deilt þótt Landsvirkjun sjálf hafi kosið að horfa aðeins á eitt einangrað atriði málsins. Dómarar Hæstaréttar í þessu mikilvæga máli tóku hins vegar undir sjónarmið landeigenda um að gildissvið laganna næði alls ekki til þess að skoða hvort hin ströngu skilyrði undanþága gætu yfir höfuð átt við. Þetta mál var svo sannarlega ekki um form, Hörður, heldur efni. Hörður skrifaði sjálfur undir umsögn um frumvarp um lög um stjórn vatnamála árið 2011 og ætti að skoða efni eigin umsagnar vel. Hæstiréttur hefur ekki gefið Hvammsvirkjum efnislega gult ljóst, hvað þá grænt, því fer víðs fjarri. Við eigum enn eftir að sjá hvort dómstólar fallist á að Landsvirkjun fái yfir höfuð undanþágu fyrir Hvammsvirkjun til að „vinna orku úr endurnýjanlegum orkugjöfum í þágu almennings og atvinnulífs“. Við eigum líka eftir að sjá hvort lagagrein um bráðabirgðavirkjunarleyfi, sem Landsvirkjun krafði löggjafann um í vor, getur nokkurn tíma staðist EES-samninginn. Við erum langt frá því sannfærðir. Höfundar eru forsvarsmenn þriggja félagasamtaka sem krefjast ógildingar framkvæmdaleyfa sveitarfélaga fyrir Hvammsvirkjun. Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands. Elvar Örn Friðriksson, framkvæmdastjóri NASF. Snæbjörn Guðmundsson, formaður Náttúrugriða.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun