Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 12. júlí 2025 13:43 Ursula von der Leyen, forseti Evrópusambandsins, og Donald Trump Bandaríkjaforseti. Samsett/EPA Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur sent bréf á fulltrúa Evrópusambandsins þar sem segir að Bandaríkin hyggjast setja þrjátíu prósenta toll á vörur þeirra. Skuli Evrópusambandið svara fyrir sig verða tollarnir einungis hækkaðir. Bréfið sem Trump sendi á Ursula von der Leyen, forseta EvrópUsambandsins, birti hann einnig á samfélagsmiðilinn sinn Truth Social. „Það er mikill heiður fyrir mig að vera senda þér þetta bréf þar sem það sýnir fram á styrk og skuldbindingu okkar við viðskiptasamband okkar, og vegna þeirrar staðreyndar að Bandaríkin hafa samþykkt að halda áfram að vinna með Evrópusambandinu, þrátt fyrir að einn mesti viðskiptahalli okkar er við ykkur,“ hefst bréfið á. Þá segir að frá 1. ágúst muni Bandaríkin setja þrjátíu prósent toll á vörur Evrópusambandsins seldar í Bandaríkjunum. Vörur sem sendar verða til annarra landa og svo til Bandaríkjanna muni hljóta enn hærri toll. Ef að Evrópusambandið ákveði að setja sjálf toll á vörur frá Bandaríkjunum muni sú prósenta bætast við þrjátíu prósentin. „Vinsamlegast skiljið að þrjátíu prósent er mun minna en það sem þarf til að útrýma viðskiptahallanum sem við erum í við ESB,“ stendur einnig. Hann minnir á að skuli evrópsk fyrirtæki ákveða að búa til eða framleiða vörurnar sínar í Bandaríkjunum þurfi ekki að greiða tollinn og munu fulltrúar vestanhafs gera allt til að útvega öll leyfi eins hratt og hægt er, innan nokkurra vikna. Í svari von der Leyen segir að þrjátíu prósenta tollar myndi hafa töluverð áhrif á fyrirtæki, neytendur og sjúklinga beggja vegna Atlatnshafsins. Hún segir Evrópusambandið þurfa að vernda sína hagsmuni, en í því gæti falist mótvægisaðgerðir ef þörf krefji. „Fá hagskerfi í heiminum jafnast á við opinskáa og sanngjarna viðskiptahætti Evrópusambandsins. ESB hefur stöðugt forgangsraðað smaningaviðræðum við Badnaríkin, sem endurspeglar skuldbindingu okkar til smaræðna, stöðugleika og uppbyggilegs samstarfs yfir Atlantshafið,“ segir í svari von der Leyen. Í umfjöllun NYT segir að fulltrúar Evrópusambandsins og Bandaríkjanna hafa átt í samningaviðræðum um tollana. Evrópusambandið hafði sætt sig við tíu prósenta toll á allar vörur en vonuðust til að geta samið um undantekningu fyrir mikilvægari vörur. Þetta er ekki fyrsta álíka bréfið sem Trump sendir, og birti svo, varðandi tolla. Til að mynda sendi hann bréf í gær á forsætisráðherra Kanada og þar áður á fulltrúa Japan, Suður-Kóreu og Srí Lanka. Fréttin var uppfærð eftir að yfirlýsing Ursual von der Leyen var birt. Bandaríkin Evrópusambandið Donald Trump Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Bréfið sem Trump sendi á Ursula von der Leyen, forseta EvrópUsambandsins, birti hann einnig á samfélagsmiðilinn sinn Truth Social. „Það er mikill heiður fyrir mig að vera senda þér þetta bréf þar sem það sýnir fram á styrk og skuldbindingu okkar við viðskiptasamband okkar, og vegna þeirrar staðreyndar að Bandaríkin hafa samþykkt að halda áfram að vinna með Evrópusambandinu, þrátt fyrir að einn mesti viðskiptahalli okkar er við ykkur,“ hefst bréfið á. Þá segir að frá 1. ágúst muni Bandaríkin setja þrjátíu prósent toll á vörur Evrópusambandsins seldar í Bandaríkjunum. Vörur sem sendar verða til annarra landa og svo til Bandaríkjanna muni hljóta enn hærri toll. Ef að Evrópusambandið ákveði að setja sjálf toll á vörur frá Bandaríkjunum muni sú prósenta bætast við þrjátíu prósentin. „Vinsamlegast skiljið að þrjátíu prósent er mun minna en það sem þarf til að útrýma viðskiptahallanum sem við erum í við ESB,“ stendur einnig. Hann minnir á að skuli evrópsk fyrirtæki ákveða að búa til eða framleiða vörurnar sínar í Bandaríkjunum þurfi ekki að greiða tollinn og munu fulltrúar vestanhafs gera allt til að útvega öll leyfi eins hratt og hægt er, innan nokkurra vikna. Í svari von der Leyen segir að þrjátíu prósenta tollar myndi hafa töluverð áhrif á fyrirtæki, neytendur og sjúklinga beggja vegna Atlatnshafsins. Hún segir Evrópusambandið þurfa að vernda sína hagsmuni, en í því gæti falist mótvægisaðgerðir ef þörf krefji. „Fá hagskerfi í heiminum jafnast á við opinskáa og sanngjarna viðskiptahætti Evrópusambandsins. ESB hefur stöðugt forgangsraðað smaningaviðræðum við Badnaríkin, sem endurspeglar skuldbindingu okkar til smaræðna, stöðugleika og uppbyggilegs samstarfs yfir Atlantshafið,“ segir í svari von der Leyen. Í umfjöllun NYT segir að fulltrúar Evrópusambandsins og Bandaríkjanna hafa átt í samningaviðræðum um tollana. Evrópusambandið hafði sætt sig við tíu prósenta toll á allar vörur en vonuðust til að geta samið um undantekningu fyrir mikilvægari vörur. Þetta er ekki fyrsta álíka bréfið sem Trump sendir, og birti svo, varðandi tolla. Til að mynda sendi hann bréf í gær á forsætisráðherra Kanada og þar áður á fulltrúa Japan, Suður-Kóreu og Srí Lanka. Fréttin var uppfærð eftir að yfirlýsing Ursual von der Leyen var birt.
Bandaríkin Evrópusambandið Donald Trump Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira