Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Siggeir Ævarsson skrifar 16. júlí 2025 19:18 Húsatóftavöllur í Grindavík. Í fjarska ofarlega hægra megin á myndinni má sjá eina af hraunbreiðunum sem runnu í kringum bæinn Facebook Golfklúbbur Grindavíkur Grindvískir kylfingar eru að sögn orðnir öllu vanir þegar kemur að glímunni við náttúruöflin. Þeir urðu að vísu að játa sig sigraða í dag og fresta fyrirhuguðu meistaramóti en ætla ekki að láta deigan síga og hefja leik á morgun. Eldgos hófst í nótt við Litla-Skógfell, töluvert langt norður af Grindavík og enn lengra frá golfvellinum á Húsatóftum, sem er suðvestan megin við bæinn. Bærinn var engu að síður rýmdur í varúðarskyni og því ekkert annað í stöðunni en að fresta byrjun meistaramóts Golfklúbbs Grindavíkur en mótið er það fjölmennasta í sögu klúbbsins. Íþróttadeild Vísis ræddi við Helga Dan Steinsson, framkvæmdastjóri GG í morgun sem var bjartsýnn þrátt fyrir allt: „Þetta setur smá strik í reikninginn hjá okkur, en þó ekki meira en það að við spilum þrjá daga í staðinn fyrir fjóra. Það er ef við fáum leyfi til þess að fara inn seinni partinn í dag eða á morgun. Þetta er ekki stærra mál en það.“ Nú er orðið ljóst að Grindvíkingar munu hefja leik í fyrramálið og halda ótrauðir sínu striki. Töluverð loftmengun hefur verið á Reykjanesi í dag af völdum gossins en vindáttin er hagstæð fyrir Grindvíkinga og feykir hún allri mengun frá Grindavík og yfir nágranna þeirra í Reykjanesbæ. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Golf Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? Enski boltinn Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Enski boltinn „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Enski boltinn Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Fótbolti Fleiri fréttir Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira
Eldgos hófst í nótt við Litla-Skógfell, töluvert langt norður af Grindavík og enn lengra frá golfvellinum á Húsatóftum, sem er suðvestan megin við bæinn. Bærinn var engu að síður rýmdur í varúðarskyni og því ekkert annað í stöðunni en að fresta byrjun meistaramóts Golfklúbbs Grindavíkur en mótið er það fjölmennasta í sögu klúbbsins. Íþróttadeild Vísis ræddi við Helga Dan Steinsson, framkvæmdastjóri GG í morgun sem var bjartsýnn þrátt fyrir allt: „Þetta setur smá strik í reikninginn hjá okkur, en þó ekki meira en það að við spilum þrjá daga í staðinn fyrir fjóra. Það er ef við fáum leyfi til þess að fara inn seinni partinn í dag eða á morgun. Þetta er ekki stærra mál en það.“ Nú er orðið ljóst að Grindvíkingar munu hefja leik í fyrramálið og halda ótrauðir sínu striki. Töluverð loftmengun hefur verið á Reykjanesi í dag af völdum gossins en vindáttin er hagstæð fyrir Grindvíkinga og feykir hún allri mengun frá Grindavík og yfir nágranna þeirra í Reykjanesbæ.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Golf Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? Enski boltinn Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Enski boltinn „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Enski boltinn Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Fótbolti Fleiri fréttir Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira