Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. júlí 2025 09:00 Andri Már Eggertsson tók viðtal við Ice Cube á gólfinu í Boston Garden. Sýn Sport Strákarnir í Bónus Körfuboltakvöldi lokuðu tímabilinu með því að skella sér saman í Play ferð til Boston í Bandaríkjunum. Þetta er annað árið í röð sem Körfuboltakvöld gerir upp tímabilið í Boston. Ferðin var að sjálfsögðu fest á filmu og nú má sjá afraksturinn hér á Vísi. Það var nóg um að tala, flensa hjá einum á fyrsta degi og þriðja stigs bruni hjá þáttarstjórnandanum var meðal þess sem kom upp á. Sumir komust í svítuna á hótelinu og aðrir eyddu tímanum í verslunum borgarinnar. Þeir ræddu lífið þessa ævintýralegu daga í Boston og völdu einnig mann ferðarinnar. Klippa: Körfuboltakvöld gerði upp tímabilið í Boston Andri Már Eggertsson, betur þekktur sem Nablinn, þekkir vel til Boston og hann fór með strákana á bestu staðina í borginni. Nablinn var líka með hljóðnemann á lofti þegar strákarnir mættu á leik í Big3 deildinni í Boston Garden. Jeremy Pargo, sem lék með Grindavík á síðasta tímabili, bauð strákunum á leikinn en hann var spila. Strákarnir í Körfuboltakvöldi ræða málin.Sýn Sport „Það voru þvílík forréttindi að fá að vera þarna á gólfinu í Boston Garden og fá að vera eins nálægt parketinu og maður gat verið. Það voru líka alvöru kóngar þarna eins og Julius Erving, George Gervin og Gary Payton,“ sagði Andri Már. Nablinn tók viðtal við Ice Cube sem er stofnandi Big3 deildarinnar þar sem þriggja manna lið keppa. Tólf lið deildarinnar eru uppfull af gömlum NBA stjörnum. Nablinn ræddi líka við gamla Boston Celtics leikmanninn Brian Scalabrine og gróf síðan stríðöxina í skemmtilegu viðtali við Jeremy Pargo en það gekk ýmislegt á hjá þeim í viðtali eftir leik í úrslitakeppninni í vor. Pargo byrjaði meira að segja viðtalið á því að faðma Nablann. Hér fyrir ofan má sjá þetta allt saman og allt um ferð Bónus Körfuboltakvölds til Boston. Jeremy Pargo faðmaður Andra Má Eggertsson.Sýn Sport Körfuboltakvöld Mest lesið Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Körfubolti Arfleifð Cool Runnings lifir áfram á Ólympíuleikunum Sport Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Körfubolti „Mig kitlar svakalega í puttana“ Handbolti „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ Körfubolti Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Körfubolti Fleiri fréttir „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Sjá meira
Þetta er annað árið í röð sem Körfuboltakvöld gerir upp tímabilið í Boston. Ferðin var að sjálfsögðu fest á filmu og nú má sjá afraksturinn hér á Vísi. Það var nóg um að tala, flensa hjá einum á fyrsta degi og þriðja stigs bruni hjá þáttarstjórnandanum var meðal þess sem kom upp á. Sumir komust í svítuna á hótelinu og aðrir eyddu tímanum í verslunum borgarinnar. Þeir ræddu lífið þessa ævintýralegu daga í Boston og völdu einnig mann ferðarinnar. Klippa: Körfuboltakvöld gerði upp tímabilið í Boston Andri Már Eggertsson, betur þekktur sem Nablinn, þekkir vel til Boston og hann fór með strákana á bestu staðina í borginni. Nablinn var líka með hljóðnemann á lofti þegar strákarnir mættu á leik í Big3 deildinni í Boston Garden. Jeremy Pargo, sem lék með Grindavík á síðasta tímabili, bauð strákunum á leikinn en hann var spila. Strákarnir í Körfuboltakvöldi ræða málin.Sýn Sport „Það voru þvílík forréttindi að fá að vera þarna á gólfinu í Boston Garden og fá að vera eins nálægt parketinu og maður gat verið. Það voru líka alvöru kóngar þarna eins og Julius Erving, George Gervin og Gary Payton,“ sagði Andri Már. Nablinn tók viðtal við Ice Cube sem er stofnandi Big3 deildarinnar þar sem þriggja manna lið keppa. Tólf lið deildarinnar eru uppfull af gömlum NBA stjörnum. Nablinn ræddi líka við gamla Boston Celtics leikmanninn Brian Scalabrine og gróf síðan stríðöxina í skemmtilegu viðtali við Jeremy Pargo en það gekk ýmislegt á hjá þeim í viðtali eftir leik í úrslitakeppninni í vor. Pargo byrjaði meira að segja viðtalið á því að faðma Nablann. Hér fyrir ofan má sjá þetta allt saman og allt um ferð Bónus Körfuboltakvölds til Boston. Jeremy Pargo faðmaður Andra Má Eggertsson.Sýn Sport
Körfuboltakvöld Mest lesið Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Körfubolti Arfleifð Cool Runnings lifir áfram á Ólympíuleikunum Sport Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Körfubolti „Mig kitlar svakalega í puttana“ Handbolti „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ Körfubolti Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Körfubolti Fleiri fréttir „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Sjá meira