Þorgerður til í fund og það strax Smári Jökull Jónsson skrifar 19. júlí 2025 12:16 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra. Vísir/Ívar Fannar Búið er að boða til fundar í utanríkismálanefnd Alþingis strax á mánudag eftir að þingmenn stjórnarandstöðu óskuðu eftir því að svo yrði gert. Utanríkisráðherra segir miður að stjórnarandstaðan reyni að gera heimsókn forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins tortyggilega. Þingmaður stjórnarandstöðunnar segir ríkisstjórnina sjálf gera heimsóknina tortryggilega. Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem hann óskaði eftir því að utanríkismálanefnd Alþingis kæmi tafarlaust saman í kjölfar heimsóknar Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokks og fulltrúi í utanríkismálanefnd, gerði slíkt hið sama. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra segist strax í morgun hafa rætt við formann utanríkismálanefndar og sagst reiðubúin að mæta á fund nefndarinnar strax á mánudag. Hún segir mikilvægt hvernig stjórn og stjórnarandstaða tjáir sig um mikilvæg málefni sem þessi. „Mér finnst miður þegar leiðtogi okkar stærsta markaðar — sjötíu prósent af okkar vörum fara á ESB-markað — og þegar leiðtogi þess markaðar kemur að efla samskipti, séu flokkar að reyna að gera þessa heimsókn tortryggilega,“ segir Þorgerður. Hún segir mikilvægt á tímum sem þessum, þegar umrót sé í heimsmálum, að líkt þenkjandi þjóðir tali saman. Ísland sé að auka breiddina í samstarfi við aðra, málið snúist ekki um ESB heldur að bæta viðskiptakjör á grundvelli EES-samningsins. „Það er stefna íslensku ríkisstjórnarinnar, en mér finnst leitt að skynja það að það sé að verða stefnubreyting hjá stjórnarandstöðu sem vill ekki slíkt samstarf hvort sem það er ESB, Bretar eða Norðmenn. Það er áhyggjuefni og þess vegna vil ég gjarnan hitta fólkið í utanríkismálanefnd,“ segir utanríkisráðherra. Diljá Mist Einarsdóttir, fulltrúi Sjálfstæðisflokks í utanríkismálanefnd, segir að samráð við nefndina sé ekki uppfyllt. „Ég fagna því að Viðreisn sé komin á bátinn með okkur Sjálfstæðismönnum að styrkja EES-samstarfið, m.a. bættan markaðgang sem er auðvitað gríðarlega mikilvægt. Ég get tekið undir það almennt að það sé mikilvægt að við séum í nánum tengslum við okkar samstarfs- og vinaþjóðir eins og við erum og höfum verið að gera,“ segir Diljá. Hún segir forsvarsmenn ríkisstjórnarinnar sjálfa gera heimsókn forseta framkvæmdastjórnar ESB tortryggilega. „Allt þetta safnast saman, viðtöl sem eru veitt meðan á heimsókn stendur, yfirlýsingar sem eru fallnar, blaðamannafundir og svo framvegis. Það eru þeir sjálfir sem bera ábyrgð á þessu leikriti sem er sett af stað sem auðvitað er sett í samhengi við markmið þessarar ríkisstjórnar um að koma Íslandi inn í ESB,“ bætir Diljá við. Evrópusambandið Utanríkismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fleiri fréttir Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem hann óskaði eftir því að utanríkismálanefnd Alþingis kæmi tafarlaust saman í kjölfar heimsóknar Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokks og fulltrúi í utanríkismálanefnd, gerði slíkt hið sama. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra segist strax í morgun hafa rætt við formann utanríkismálanefndar og sagst reiðubúin að mæta á fund nefndarinnar strax á mánudag. Hún segir mikilvægt hvernig stjórn og stjórnarandstaða tjáir sig um mikilvæg málefni sem þessi. „Mér finnst miður þegar leiðtogi okkar stærsta markaðar — sjötíu prósent af okkar vörum fara á ESB-markað — og þegar leiðtogi þess markaðar kemur að efla samskipti, séu flokkar að reyna að gera þessa heimsókn tortryggilega,“ segir Þorgerður. Hún segir mikilvægt á tímum sem þessum, þegar umrót sé í heimsmálum, að líkt þenkjandi þjóðir tali saman. Ísland sé að auka breiddina í samstarfi við aðra, málið snúist ekki um ESB heldur að bæta viðskiptakjör á grundvelli EES-samningsins. „Það er stefna íslensku ríkisstjórnarinnar, en mér finnst leitt að skynja það að það sé að verða stefnubreyting hjá stjórnarandstöðu sem vill ekki slíkt samstarf hvort sem það er ESB, Bretar eða Norðmenn. Það er áhyggjuefni og þess vegna vil ég gjarnan hitta fólkið í utanríkismálanefnd,“ segir utanríkisráðherra. Diljá Mist Einarsdóttir, fulltrúi Sjálfstæðisflokks í utanríkismálanefnd, segir að samráð við nefndina sé ekki uppfyllt. „Ég fagna því að Viðreisn sé komin á bátinn með okkur Sjálfstæðismönnum að styrkja EES-samstarfið, m.a. bættan markaðgang sem er auðvitað gríðarlega mikilvægt. Ég get tekið undir það almennt að það sé mikilvægt að við séum í nánum tengslum við okkar samstarfs- og vinaþjóðir eins og við erum og höfum verið að gera,“ segir Diljá. Hún segir forsvarsmenn ríkisstjórnarinnar sjálfa gera heimsókn forseta framkvæmdastjórnar ESB tortryggilega. „Allt þetta safnast saman, viðtöl sem eru veitt meðan á heimsókn stendur, yfirlýsingar sem eru fallnar, blaðamannafundir og svo framvegis. Það eru þeir sjálfir sem bera ábyrgð á þessu leikriti sem er sett af stað sem auðvitað er sett í samhengi við markmið þessarar ríkisstjórnar um að koma Íslandi inn í ESB,“ bætir Diljá við.
Evrópusambandið Utanríkismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fleiri fréttir Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Sjá meira