Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Agnar Már Másson skrifar 20. júlí 2025 11:39 „Þetta var auðvitað rosalega mikil truflun, partí og mikil læti. Þess vegna ætlum við ekki að gera þetta aftur. En í raun og veru voru engin vandræði, engin slagsmál og ekki neitt,“ segir eigandi tjaldsvæðisins Hraunborgir við Hestvatn norðaustur af Selfossi. Hraunborgir Útilega nemenda úr Verzlunarskóla Íslands er sögð hafa farið úr böndunum og hyggst tjaldsvæðið ekki taka aftur á móti menntaskólahópum. Mikið fyllerí og partístand var á ungmennunum, öðrum tjaldgestum til mikilla ama. „Þetta var bara rosa mikil gleði,“ útskýrir Gunnar Björn Gunnarsson, eigandi tjaldsvæðisins að Hraunborgum, í samtali við blaðamann en tjaldsvæðið vakti athygli á málinu á Facebook. Hann segir að engin vandræði hafi komið upp. Menntskælingarnir voru um 400 talsins — „eins og á útihátíð,“ segir Gunnar — og sjaldgæft sem hópar af þeirri stærðargráðu heimsæki tjaldsvæðið. Svæði menntskælinganna var afmarkað við suðurenda tjaldsvæðisins og höfðu þau ekki leyfi til að fara inn í þjónustumiðstöð eða á barnasvæðið við hinn enda tjaldsvæðisins. Gunnar segir að verzlingarnir hafi allir verið merktir armböndum. Aðrir gestir hafi verið látnir vita í gærkvöldi að í næsta reit væru menntskælingar. Þá hafi einnig verið 10 manna gæsluteymi ásamt lögreglu á svæðinu í gærkvöldi. „Þetta var auðvitað rosalega mikil truflun, partí og mikil læti. Þess vegna ætlum við ekki að gera þetta aftur. En í raun og veru voru engin vandræði, engin slagsmál og ekki neitt,“ bætir Gunnar. Þegar blaðamaður ræddi við Gunnar horfði hann upp á eftirmála gærkvöldisins; Verzlingarnir voru að taka saman tjöldin sín, ábyrgðarmenn útilegunnar gengu um svæðið að tína upp rusl og lögreglumenn buðu gestum að blása í áfengismæli er þeir óku af tjaldsvæðinu út í þokuna og blámóðuna á veginum. Þorsteinn M. Kristinsson, aðalvarðstjóri Lögreglunnar á Suðurlandi, vildi lítið segja um málið annað en að þetta væru minni háttar afskipti af hálfu lögreglunnar. „Á tjaldsvæðunum í uppsveitum er fullt af fólki. Það gengur á ýmsu, sem gerist alltaf — allur gangur á því — og þetta eru svona minniháttar afskipti af ýmsum hlutum,“ segir aðalvarðstjórinn. „Það gengur stundum á ýmsu á þessum tjaldsvæðum og sumir verða ósáttir og ýmislegt annað.“ Áfengi Árborg Tjaldsvæði Skóla- og menntamál Framhaldsskólar Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Innlent Fleiri fréttir Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Sjá meira
„Þetta var bara rosa mikil gleði,“ útskýrir Gunnar Björn Gunnarsson, eigandi tjaldsvæðisins að Hraunborgum, í samtali við blaðamann en tjaldsvæðið vakti athygli á málinu á Facebook. Hann segir að engin vandræði hafi komið upp. Menntskælingarnir voru um 400 talsins — „eins og á útihátíð,“ segir Gunnar — og sjaldgæft sem hópar af þeirri stærðargráðu heimsæki tjaldsvæðið. Svæði menntskælinganna var afmarkað við suðurenda tjaldsvæðisins og höfðu þau ekki leyfi til að fara inn í þjónustumiðstöð eða á barnasvæðið við hinn enda tjaldsvæðisins. Gunnar segir að verzlingarnir hafi allir verið merktir armböndum. Aðrir gestir hafi verið látnir vita í gærkvöldi að í næsta reit væru menntskælingar. Þá hafi einnig verið 10 manna gæsluteymi ásamt lögreglu á svæðinu í gærkvöldi. „Þetta var auðvitað rosalega mikil truflun, partí og mikil læti. Þess vegna ætlum við ekki að gera þetta aftur. En í raun og veru voru engin vandræði, engin slagsmál og ekki neitt,“ bætir Gunnar. Þegar blaðamaður ræddi við Gunnar horfði hann upp á eftirmála gærkvöldisins; Verzlingarnir voru að taka saman tjöldin sín, ábyrgðarmenn útilegunnar gengu um svæðið að tína upp rusl og lögreglumenn buðu gestum að blása í áfengismæli er þeir óku af tjaldsvæðinu út í þokuna og blámóðuna á veginum. Þorsteinn M. Kristinsson, aðalvarðstjóri Lögreglunnar á Suðurlandi, vildi lítið segja um málið annað en að þetta væru minni háttar afskipti af hálfu lögreglunnar. „Á tjaldsvæðunum í uppsveitum er fullt af fólki. Það gengur á ýmsu, sem gerist alltaf — allur gangur á því — og þetta eru svona minniháttar afskipti af ýmsum hlutum,“ segir aðalvarðstjórinn. „Það gengur stundum á ýmsu á þessum tjaldsvæðum og sumir verða ósáttir og ýmislegt annað.“
Áfengi Árborg Tjaldsvæði Skóla- og menntamál Framhaldsskólar Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Innlent Fleiri fréttir Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Sjá meira