Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Bjarki Sigurðsson skrifar 21. júlí 2025 18:30 Guðlaugur Þór Þórðarson er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi utanríkisráðherra. Vísir/Ívar Fannar Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir orð ráðherra á fundi utanríkismálanefndar staðfesta allt sem stjórnarandstaðan hafi óttast. Hann segir forsætisráðherra ganga á bak orða sinna. Utanríkismálanefnd fundaði í dag með utanríkisráðherra að beiðni nefndarmeðlima minnihlutans í kjölfar heimsóknar Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Minnihlutinn vildi meðal annars fá svör við því hvað ráðherra ræddi við forsetann. Hræðsluáróður ríkisstjórnarinnar Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sem sat fundinn, segist hafa orðið fyrir vonbrigðum. Allar áhyggjur minnihlutans hafi verið staðfestar. „Þetta leikrit er hafið. Núverandi forsætisráðherra sagði fyrir kosningar að hún vildi ekki ræða ESB-málin því það ætti ekki að kljúfa þjóðina. Það verður gert. Þetta eru engar tilviljanir þegar kemur bæði að orðræðu og framgöngu forseta framkvæmdastjórnar ESB. Þó það sé gott að fá góða gesti er það þannig að ríkisstjórnin er farin á fullt,“ segir Guðlaugur. „Þessi hræðsluáróður er hafinn og við munum sjá meira af honum núna næstu mánuði og ár. Það er mjög mikilvægt að við grípum til varna.“ Von der Leyen sagt hvað hún ætti að segja Mikið hefur verið þrætt um hvort umsókn Íslands í ESB frá 2009 sé enn í gildi eða ekki, en von der Leyen vill meina að hún sé gild, þvert á það sem minnihlutinn hér segir. „Trúðu mér. Ursula er ekki að segja að umsóknin sé enn þá gild, nema vegna þess að því hafi verið komið af af íslensku ríkisstjórninni og forystumönnum hennar,“ segir Guðlaugur. Flokkur fólksins láti allt yfir sig ganga Hann segir ljóst að Samfylking og Viðreisn standi ein að verki, en samstarfsflokkur þeirra í ríkisstjórn, Flokkur fólksins, vill ekki ganga í sambandið. Þingmaður flokksins birti færslu um helgina þar sem hann sagði umsóknarríki ESB vera púðurtunnur sem ekki sé ráð að bindast nánari böndum. „Það er mjög áhugavert að sjá þetta hjá ríkisstjórn með Flokk fólksins innanborðs. Þeir láta nú augljóslega allt yfir sig ganga og þegar þeirra málum er hent út kenna þeir stjórnarandstöðunni um eins og aðrir stjórnarliðar. Þetta eru mikil vonbrigði. Ég held að flestir, ef ekki allir, hafi trúað forsætisráðherra þegar hún sagði það ekki vera skynsamlegt að fara þessa leið. Við sjáum þau lönd sem við berum okkur saman við sem eru ekki í ESB, þau eru ekki að sækja um. Meðal annars vegna þess að þau telja það ekki skynsamlegt að kljúfa sínar þjóðir,“ segir Guðlaugur. Evrópusambandið Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Utanríkismál Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Fleiri fréttir Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sjá meira
Utanríkismálanefnd fundaði í dag með utanríkisráðherra að beiðni nefndarmeðlima minnihlutans í kjölfar heimsóknar Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Minnihlutinn vildi meðal annars fá svör við því hvað ráðherra ræddi við forsetann. Hræðsluáróður ríkisstjórnarinnar Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sem sat fundinn, segist hafa orðið fyrir vonbrigðum. Allar áhyggjur minnihlutans hafi verið staðfestar. „Þetta leikrit er hafið. Núverandi forsætisráðherra sagði fyrir kosningar að hún vildi ekki ræða ESB-málin því það ætti ekki að kljúfa þjóðina. Það verður gert. Þetta eru engar tilviljanir þegar kemur bæði að orðræðu og framgöngu forseta framkvæmdastjórnar ESB. Þó það sé gott að fá góða gesti er það þannig að ríkisstjórnin er farin á fullt,“ segir Guðlaugur. „Þessi hræðsluáróður er hafinn og við munum sjá meira af honum núna næstu mánuði og ár. Það er mjög mikilvægt að við grípum til varna.“ Von der Leyen sagt hvað hún ætti að segja Mikið hefur verið þrætt um hvort umsókn Íslands í ESB frá 2009 sé enn í gildi eða ekki, en von der Leyen vill meina að hún sé gild, þvert á það sem minnihlutinn hér segir. „Trúðu mér. Ursula er ekki að segja að umsóknin sé enn þá gild, nema vegna þess að því hafi verið komið af af íslensku ríkisstjórninni og forystumönnum hennar,“ segir Guðlaugur. Flokkur fólksins láti allt yfir sig ganga Hann segir ljóst að Samfylking og Viðreisn standi ein að verki, en samstarfsflokkur þeirra í ríkisstjórn, Flokkur fólksins, vill ekki ganga í sambandið. Þingmaður flokksins birti færslu um helgina þar sem hann sagði umsóknarríki ESB vera púðurtunnur sem ekki sé ráð að bindast nánari böndum. „Það er mjög áhugavert að sjá þetta hjá ríkisstjórn með Flokk fólksins innanborðs. Þeir láta nú augljóslega allt yfir sig ganga og þegar þeirra málum er hent út kenna þeir stjórnarandstöðunni um eins og aðrir stjórnarliðar. Þetta eru mikil vonbrigði. Ég held að flestir, ef ekki allir, hafi trúað forsætisráðherra þegar hún sagði það ekki vera skynsamlegt að fara þessa leið. Við sjáum þau lönd sem við berum okkur saman við sem eru ekki í ESB, þau eru ekki að sækja um. Meðal annars vegna þess að þau telja það ekki skynsamlegt að kljúfa sínar þjóðir,“ segir Guðlaugur.
Evrópusambandið Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Utanríkismál Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Fleiri fréttir Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sjá meira