Bíó og sjónvarp

Ó­þekkjan­leg stjarna

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Sydney Sweeney leikur boxarann Christy Martin sem er einn sigursælasti kvenkyns boxari Bandaríkjanna.
Sydney Sweeney leikur boxarann Christy Martin sem er einn sigursælasti kvenkyns boxari Bandaríkjanna.

Hollywood-stjarnan Sydney Sweeney mun leika Christy Martin í nýrri ævisögumynd um bandaríska boxarann. Fyrsta opinbera ljósmyndin úr kvikmyndinni sýnir óþekkjanlega dökkhærða Sweeney.

Kvikmyndafyrirtækið Black Bear Studios birti ljósmyndina fyrr í vikunni um leið og tilkynnt var að ævisögumyndin Christy yrði frumsýnd á kvikmyndahátíðinni TIFF í september.

Á myndinni má sjá Sweeney, sem er þekkt fyrir sína ljósu lokku, umbreytta í miðjum boxhringnum með stutt dökkt krullað hár, góm og stælta handleggi í hvítum hlírabol, síðum stuttbuxum og boxhönskum. 

Þó um sé að ræða fyrstu opinberu myndina úr Christy hefur Sweeney áður sýnt baksviðs úr tökum myndarinnar á Instagram.

Dóttir kolanámumannsins úr Vestur-Virginíu

Sweeney tjáði sig um reynsluna af tökunum við W Magazine í júní þar sem hún lýsti því hver krefjandi það var að umbreyta sér fyrir ævisögumyndina. Leikkonan þyngdist um þrettán kíló og var í ströngu þriggja mánaða prógrammi til að fanga líkamsbyggingu Martin.

Sweeney flexar byssurnar.

„Ég byrjaði að borða. Ég lyfti í klukkutíma á morgnana, fór í kickbox um miðjan dag í tvo tíma og fór svo aftur á klukkutíma lyftingaræfingu um kvöldið,“ sagði Sweeney. 

„Líkaminn minn var gjörólíkur. En það var magnað, ég var svo sterk, alveg klikkað sterk.“

Christy Martin var einn sigursælasti kvenkyns boxarinn á tíunda áratugnum, gekk undir viðurnefninu „Dóttir kolanámumannsins“ og var um tíma heimsmeistari í sínum þyngdarflokki. Christy var fyrsti kvenkyns boxarinn til að fá inngöngu í frægðarhöll boxins í Nevada árið 2016. 

Christy giftist umboðsmanni sínum Jim V. Martin þegar hún var 22 ára en hann 47 og lýsti hún því síðar að Jim hefði beitt hana andlegu og líkamlegu ofbeldi um margra ára bil. Þegar Christy óskaði eftir skilnaði frá Jim árið 2010 þá stakk hann hana ítrekað, skaut hana með skammbyssu og skildi eftir illa særða. Christy lifði af árásina en Jim var handtekinn og hlaut 25 ára dóm.


Tengdar fréttir

Sydney Sweeney selur sápu úr skítugu baðvatni sínu

Súperstjarnan Sydney Sweeney hefur bráðlega sölu á sápunni Baðvatnssæla Sydneyar sem er framleidd úr baðvatni leikkonunnar. Sweeney segir sápuna tilkomna vegna reglulegra beiðna aðdáenda um að fá sýni af baðvatni hennar.

Hætt við brúðkaupið og allt í baklás

Bandaríska leikkonan Sydney Sweeney og unnusti hennar framleiðandinn Jonathan Davino eru hætt við að gifta sig. Sambandið hangir á bláþræði og þau standa frammi fyrir miklum erfiðleikum. Þetta fullyrða nú bandarískir slúðurmiðlar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.