Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Ágúst Orri Arnarson skrifar 24. júlí 2025 08:03 Elvar Már er farinn frá Maroussi í Grikklandi og orðinn leikmaður Anwil Wloclawek í Póllandi. vísir / bjarni Körfuboltamaðurinn Elvar Már Friðriksson var orðinn þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum í Grikklandi og samdi frekar við topplið í Póllandi. Elvar hefur verið á mála hjá gríska liðinu Maroussi undanfarin tvö tímabil og staðið í ströngu en nú hefur hann kvatt grísku fallbaráttuna og samið við Anwil Wloclawek, eitt besta lið Póllands. „Ég fékk gott tilboð þaðan og leist mjög vel á bæði hlutverk og aðstæður. Svo langaði mig líka að fara í lið sem er að berjast um titla. Ég er búinn að vera við botninn síðustu tvö ár í Grikklandi að berjast í fallbaráttu. Mig langaði að komast í aðstæður þar sem ég get farið að keppa um titla og farið að vinna fleiri leiki. Það léttir manni oft lífið.“ Fjórir þjálfarar á einu tímabili Elvar segir lífið í Grikklandi hafa verið ljúft en hjá liðinu sem hann spilaði fyrir voru erfiðar aðstæður og furðulegar ákvarðanir teknar. „Eins og í vetur var þetta mjög skrítið tímabil, ég var með fjóra þjálfara og svo voru leikmenn að koma inn og út í hverjum einasta mánuði. Maður var alltaf að aðlagast einhverju nýju og náði aldrei að byggja ofan á neitt. Þannig að það var mikill óstöðugleiki. Ákvarðanatökur og hversu blóðheitir þeir eru, að taka ákvarðanir eftir tapleiki og vilja breyta til… það truflaði mig mest.“ Elvar Már í leik með Maroussi á síðasta tímabili. maroussi Þrátt fyrir þessa miklu leikmannaveltu vildi Maroussi halda Elvari en honum leist betur á að taka næsta tímabil í Póllandi, þar sem hann verður í stóru hlutverki. „Þeir voru að leitast eftir leikstjórnanda sem er meiri sendingamaður, stjórnar leiknum og spilar aðra uppi. Hlutverkið mitt í Evrópu er aðeins öðruvísi en hjá landsliðinu. Ég er meira að skora með landsliðinu en í Evrópu er ég meiri sendingamaður, gef stoðsendingar og stjórna spilinu. Þeir vildu fá mann með reynslu í það hlutverk.“ Elvar Már í leik með landsliðinu. vísir / anton Fjallað var um félagaskipti Elvars í Sportpakka Sýnar í gærkvöldi. Innslagið má sjá í spilaranum að ofan. Körfubolti Gríski boltinn Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Fleiri fréttir Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Sjá meira
Elvar hefur verið á mála hjá gríska liðinu Maroussi undanfarin tvö tímabil og staðið í ströngu en nú hefur hann kvatt grísku fallbaráttuna og samið við Anwil Wloclawek, eitt besta lið Póllands. „Ég fékk gott tilboð þaðan og leist mjög vel á bæði hlutverk og aðstæður. Svo langaði mig líka að fara í lið sem er að berjast um titla. Ég er búinn að vera við botninn síðustu tvö ár í Grikklandi að berjast í fallbaráttu. Mig langaði að komast í aðstæður þar sem ég get farið að keppa um titla og farið að vinna fleiri leiki. Það léttir manni oft lífið.“ Fjórir þjálfarar á einu tímabili Elvar segir lífið í Grikklandi hafa verið ljúft en hjá liðinu sem hann spilaði fyrir voru erfiðar aðstæður og furðulegar ákvarðanir teknar. „Eins og í vetur var þetta mjög skrítið tímabil, ég var með fjóra þjálfara og svo voru leikmenn að koma inn og út í hverjum einasta mánuði. Maður var alltaf að aðlagast einhverju nýju og náði aldrei að byggja ofan á neitt. Þannig að það var mikill óstöðugleiki. Ákvarðanatökur og hversu blóðheitir þeir eru, að taka ákvarðanir eftir tapleiki og vilja breyta til… það truflaði mig mest.“ Elvar Már í leik með Maroussi á síðasta tímabili. maroussi Þrátt fyrir þessa miklu leikmannaveltu vildi Maroussi halda Elvari en honum leist betur á að taka næsta tímabil í Póllandi, þar sem hann verður í stóru hlutverki. „Þeir voru að leitast eftir leikstjórnanda sem er meiri sendingamaður, stjórnar leiknum og spilar aðra uppi. Hlutverkið mitt í Evrópu er aðeins öðruvísi en hjá landsliðinu. Ég er meira að skora með landsliðinu en í Evrópu er ég meiri sendingamaður, gef stoðsendingar og stjórna spilinu. Þeir vildu fá mann með reynslu í það hlutverk.“ Elvar Már í leik með landsliðinu. vísir / anton Fjallað var um félagaskipti Elvars í Sportpakka Sýnar í gærkvöldi. Innslagið má sjá í spilaranum að ofan.
Körfubolti Gríski boltinn Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Fleiri fréttir Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum