Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Ágúst Orri Arnarson skrifar 24. júlí 2025 08:03 Elvar Már er farinn frá Maroussi í Grikklandi og orðinn leikmaður Anwil Wloclawek í Póllandi. vísir / bjarni Körfuboltamaðurinn Elvar Már Friðriksson var orðinn þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum í Grikklandi og samdi frekar við topplið í Póllandi. Elvar hefur verið á mála hjá gríska liðinu Maroussi undanfarin tvö tímabil og staðið í ströngu en nú hefur hann kvatt grísku fallbaráttuna og samið við Anwil Wloclawek, eitt besta lið Póllands. „Ég fékk gott tilboð þaðan og leist mjög vel á bæði hlutverk og aðstæður. Svo langaði mig líka að fara í lið sem er að berjast um titla. Ég er búinn að vera við botninn síðustu tvö ár í Grikklandi að berjast í fallbaráttu. Mig langaði að komast í aðstæður þar sem ég get farið að keppa um titla og farið að vinna fleiri leiki. Það léttir manni oft lífið.“ Fjórir þjálfarar á einu tímabili Elvar segir lífið í Grikklandi hafa verið ljúft en hjá liðinu sem hann spilaði fyrir voru erfiðar aðstæður og furðulegar ákvarðanir teknar. „Eins og í vetur var þetta mjög skrítið tímabil, ég var með fjóra þjálfara og svo voru leikmenn að koma inn og út í hverjum einasta mánuði. Maður var alltaf að aðlagast einhverju nýju og náði aldrei að byggja ofan á neitt. Þannig að það var mikill óstöðugleiki. Ákvarðanatökur og hversu blóðheitir þeir eru, að taka ákvarðanir eftir tapleiki og vilja breyta til… það truflaði mig mest.“ Elvar Már í leik með Maroussi á síðasta tímabili. maroussi Þrátt fyrir þessa miklu leikmannaveltu vildi Maroussi halda Elvari en honum leist betur á að taka næsta tímabil í Póllandi, þar sem hann verður í stóru hlutverki. „Þeir voru að leitast eftir leikstjórnanda sem er meiri sendingamaður, stjórnar leiknum og spilar aðra uppi. Hlutverkið mitt í Evrópu er aðeins öðruvísi en hjá landsliðinu. Ég er meira að skora með landsliðinu en í Evrópu er ég meiri sendingamaður, gef stoðsendingar og stjórna spilinu. Þeir vildu fá mann með reynslu í það hlutverk.“ Elvar Már í leik með landsliðinu. vísir / anton Fjallað var um félagaskipti Elvars í Sportpakka Sýnar í gærkvöldi. Innslagið má sjá í spilaranum að ofan. Körfubolti Gríski boltinn Mest lesið Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið Handbolti Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Handbolti Ísland - Slóvenía 39-31 | Strákarnir okkar eru á leið í undanúrslit Handbolti Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Fleiri fréttir Pargo snýr aftur og klárar tímabilið með Grindavík Uppgjörið: Þór Þ - Keflavík 78 - 98 | Keflavíkurhraðlestin brunaði heim með öll stigin Shabazz látinn fara frá Grindavík Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 125-87 | Meistararnir völtuðu yfir Stólana „Þetta gefur mér vonir um að við getum barist um þetta“ Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 101-96| Gríðarlega mikilvægur sigur fyrir heimamenn Uppgjör og viðtöl: ÍA - KR 98-120 | Fjórði sigur KR-inga í röð Uppgjör og viðtöl: Grindavík - Valur 78-67 | Áfram fullkomnir á heimavelli Uppgjör og viðtal: Ármann - ÍR 74-109 | Fóru létt með kanalausa Ármenninga Valur og KR styrkja sig rétt fyrir lok gluggans Uppgjörið: Valur - Haukar 90-97 | Fimm í röð hjá Haukum Umfjöllun og viðtöl: Grindavík 74-79 KR | Risastór sigur KR Doncic skoraði 46 stig en þjálfarinn segir hann reyna á þolinmæðina Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 98-81 | Keflvíkingar skelltu Stólunum „Miklu skemmtilegra að spila körfubolta þegar fólkið er í húsinu“ Martin fagnaði eftir framlengingu Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Sjá meira
Elvar hefur verið á mála hjá gríska liðinu Maroussi undanfarin tvö tímabil og staðið í ströngu en nú hefur hann kvatt grísku fallbaráttuna og samið við Anwil Wloclawek, eitt besta lið Póllands. „Ég fékk gott tilboð þaðan og leist mjög vel á bæði hlutverk og aðstæður. Svo langaði mig líka að fara í lið sem er að berjast um titla. Ég er búinn að vera við botninn síðustu tvö ár í Grikklandi að berjast í fallbaráttu. Mig langaði að komast í aðstæður þar sem ég get farið að keppa um titla og farið að vinna fleiri leiki. Það léttir manni oft lífið.“ Fjórir þjálfarar á einu tímabili Elvar segir lífið í Grikklandi hafa verið ljúft en hjá liðinu sem hann spilaði fyrir voru erfiðar aðstæður og furðulegar ákvarðanir teknar. „Eins og í vetur var þetta mjög skrítið tímabil, ég var með fjóra þjálfara og svo voru leikmenn að koma inn og út í hverjum einasta mánuði. Maður var alltaf að aðlagast einhverju nýju og náði aldrei að byggja ofan á neitt. Þannig að það var mikill óstöðugleiki. Ákvarðanatökur og hversu blóðheitir þeir eru, að taka ákvarðanir eftir tapleiki og vilja breyta til… það truflaði mig mest.“ Elvar Már í leik með Maroussi á síðasta tímabili. maroussi Þrátt fyrir þessa miklu leikmannaveltu vildi Maroussi halda Elvari en honum leist betur á að taka næsta tímabil í Póllandi, þar sem hann verður í stóru hlutverki. „Þeir voru að leitast eftir leikstjórnanda sem er meiri sendingamaður, stjórnar leiknum og spilar aðra uppi. Hlutverkið mitt í Evrópu er aðeins öðruvísi en hjá landsliðinu. Ég er meira að skora með landsliðinu en í Evrópu er ég meiri sendingamaður, gef stoðsendingar og stjórna spilinu. Þeir vildu fá mann með reynslu í það hlutverk.“ Elvar Már í leik með landsliðinu. vísir / anton Fjallað var um félagaskipti Elvars í Sportpakka Sýnar í gærkvöldi. Innslagið má sjá í spilaranum að ofan.
Körfubolti Gríski boltinn Mest lesið Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið Handbolti Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Handbolti Ísland - Slóvenía 39-31 | Strákarnir okkar eru á leið í undanúrslit Handbolti Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Fleiri fréttir Pargo snýr aftur og klárar tímabilið með Grindavík Uppgjörið: Þór Þ - Keflavík 78 - 98 | Keflavíkurhraðlestin brunaði heim með öll stigin Shabazz látinn fara frá Grindavík Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 125-87 | Meistararnir völtuðu yfir Stólana „Þetta gefur mér vonir um að við getum barist um þetta“ Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 101-96| Gríðarlega mikilvægur sigur fyrir heimamenn Uppgjör og viðtöl: ÍA - KR 98-120 | Fjórði sigur KR-inga í röð Uppgjör og viðtöl: Grindavík - Valur 78-67 | Áfram fullkomnir á heimavelli Uppgjör og viðtal: Ármann - ÍR 74-109 | Fóru létt með kanalausa Ármenninga Valur og KR styrkja sig rétt fyrir lok gluggans Uppgjörið: Valur - Haukar 90-97 | Fimm í röð hjá Haukum Umfjöllun og viðtöl: Grindavík 74-79 KR | Risastór sigur KR Doncic skoraði 46 stig en þjálfarinn segir hann reyna á þolinmæðina Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 98-81 | Keflvíkingar skelltu Stólunum „Miklu skemmtilegra að spila körfubolta þegar fólkið er í húsinu“ Martin fagnaði eftir framlengingu Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Sjá meira
Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti
Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti
Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti
Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti