Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 24. júlí 2025 10:09 Stjórnarandstaðan sakar Selenskí um að grafa undan lýðræðinu. Getty Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti fundaði með yfirmönnum lögreglu- og spillingarrannsóknarembættum landsins í gær eftir að umdeild lög voru samþykkt á þinginu. Hann segist ekki daufheyrast við mótmælum þjóðarinnar sem óttast um lýðræðið í stríðshrjáðu landinu. Hann heitir úrbótum á næstu tveimur vikum. Greint var frá því í gær að Selenskí forseti og ríkisstjórn hans stæði hefðu samþykkt löggjöf sem gerði í raun út af við sjálfstæði embætta sem rannsaka og sækja æðstu embættismenn landsins fyrir spillingu. Er þetta gert undir yfirskini þess að stemma stigu við rússnesk áhrif í stjórnsýslunni en stjórnarandstaðan segir lögin viðbragð við spillingarransóknum á hendur nánustu samstarfsmönnum forsetans. Áhrif á Evrópusambandsaðild Í gær og í fyrradag fylktust Úkraínumenn á götur út til að mótmæla frumvarpinu og krefjast þess að Selenskí beitti neitunarvaldi sínu til að koma í veg fyrir að það yrði að lögum. Þessu ákalli varð hann ekki við. Leiðtogar í Evrópu brugðust ókvæða við og hafa hvatt Selenskí og ríkisstjórn að endurskoða lögin. Ursula von der Leyen kvaðst vera með böggum hildar vegna málsins sem hún telur afturför. Embættismenn Evrópusambandins segja afturför í spillingu í úkraínskum stjórnmálum einnig geta aftrað því að Úkraína fái aðild að Evrópusambandinu. Eftir fund sinn með löggæslu- og ákæruvaldsembættum, sem heyra nú undir ríkissaksóknara og þar með Selenskí sjálfan, segir hann að í bígerð séu úrbætur sem ætlað er að tryggja gagnsæi og endurheimta traust þjóðarinnar. Hann hyggst þó ekki veita spillingarrannsókarembættum sjálfstæði frá framkvæmdarvaldinu. Meintir rússneskir útsendarar Téðan fund sóttu fulltrúar NABU, sérstök stofnun sem annast rannsóknir á spillingu innan embættismannastéttarinnar, embættis sérstaks saksóknara í spillingarmálum, úkraínsku leyniþjónustunnar og embættis ríkissaksóknara meðal annarra. Embættin tvö sem heyra nú undir ríkissaksóknara hafa mótmælt lagabreytingunni og segja hana grafa undan gagnsæi stjórnsýslunnar. „Við heyrum hvað samfélagið segir. Við sjáum hvað það er sem fólkið ætlast af stofnunum ríkisins - að sanngirni sé gætt og að hver stofnun starfi eins og henni er skylt,“ segir Selenskí í ávarpi í kjölfar fundarins. „Við ræddum nauðsynlegar breytingar á sviði stjórnsýslu og laga sem styrkja starf hverrar stofnunar fyrir sig, leysi úr fyrirliggjandi flækjum og geri út af við ógnir sem að steðja,“ segir hann. Hann tilkynnti jafnframt að til stæði að leggja nýtt frumvarp fyrir úkraínska þingið til að „tryggja styrk löggæslukerfisins og varðveita „allar venjur í sjálfstæðu spillingarrannsóknarvaldi.“ Selenskí hefur gert mikið úr meintum rússneskum útsendurum innan stofnananna og réðst meðal annars nýlega í víðtæka húsleit á skrifstofum embættanna. Samvkæmt umfjöllun Kyiv Independent og annarra úkraínska miðla fær ekki staðist að löggjöfin hafi neitt að gera með rússnesk áhrif. Úkraína Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Fegin að komast lífs en með stórt sár á sálinni Innlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent „Það er búið að vera steinpakkað“ Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Fleiri fréttir Skotárás nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Sjá meira
Greint var frá því í gær að Selenskí forseti og ríkisstjórn hans stæði hefðu samþykkt löggjöf sem gerði í raun út af við sjálfstæði embætta sem rannsaka og sækja æðstu embættismenn landsins fyrir spillingu. Er þetta gert undir yfirskini þess að stemma stigu við rússnesk áhrif í stjórnsýslunni en stjórnarandstaðan segir lögin viðbragð við spillingarransóknum á hendur nánustu samstarfsmönnum forsetans. Áhrif á Evrópusambandsaðild Í gær og í fyrradag fylktust Úkraínumenn á götur út til að mótmæla frumvarpinu og krefjast þess að Selenskí beitti neitunarvaldi sínu til að koma í veg fyrir að það yrði að lögum. Þessu ákalli varð hann ekki við. Leiðtogar í Evrópu brugðust ókvæða við og hafa hvatt Selenskí og ríkisstjórn að endurskoða lögin. Ursula von der Leyen kvaðst vera með böggum hildar vegna málsins sem hún telur afturför. Embættismenn Evrópusambandins segja afturför í spillingu í úkraínskum stjórnmálum einnig geta aftrað því að Úkraína fái aðild að Evrópusambandinu. Eftir fund sinn með löggæslu- og ákæruvaldsembættum, sem heyra nú undir ríkissaksóknara og þar með Selenskí sjálfan, segir hann að í bígerð séu úrbætur sem ætlað er að tryggja gagnsæi og endurheimta traust þjóðarinnar. Hann hyggst þó ekki veita spillingarrannsókarembættum sjálfstæði frá framkvæmdarvaldinu. Meintir rússneskir útsendarar Téðan fund sóttu fulltrúar NABU, sérstök stofnun sem annast rannsóknir á spillingu innan embættismannastéttarinnar, embættis sérstaks saksóknara í spillingarmálum, úkraínsku leyniþjónustunnar og embættis ríkissaksóknara meðal annarra. Embættin tvö sem heyra nú undir ríkissaksóknara hafa mótmælt lagabreytingunni og segja hana grafa undan gagnsæi stjórnsýslunnar. „Við heyrum hvað samfélagið segir. Við sjáum hvað það er sem fólkið ætlast af stofnunum ríkisins - að sanngirni sé gætt og að hver stofnun starfi eins og henni er skylt,“ segir Selenskí í ávarpi í kjölfar fundarins. „Við ræddum nauðsynlegar breytingar á sviði stjórnsýslu og laga sem styrkja starf hverrar stofnunar fyrir sig, leysi úr fyrirliggjandi flækjum og geri út af við ógnir sem að steðja,“ segir hann. Hann tilkynnti jafnframt að til stæði að leggja nýtt frumvarp fyrir úkraínska þingið til að „tryggja styrk löggæslukerfisins og varðveita „allar venjur í sjálfstæðu spillingarrannsóknarvaldi.“ Selenskí hefur gert mikið úr meintum rússneskum útsendurum innan stofnananna og réðst meðal annars nýlega í víðtæka húsleit á skrifstofum embættanna. Samvkæmt umfjöllun Kyiv Independent og annarra úkraínska miðla fær ekki staðist að löggjöfin hafi neitt að gera með rússnesk áhrif.
Úkraína Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Fegin að komast lífs en með stórt sár á sálinni Innlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent „Það er búið að vera steinpakkað“ Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Fleiri fréttir Skotárás nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Sjá meira