Hulk Hogan er látinn Magnús Jochum Pálsson skrifar 24. júlí 2025 16:04 Hulk Hogan flutti ræðu á landsfundi Repúblikanaflokksins 18. júlí 2024 og reif þar af sér skyrtuna eins og hann hafði oft gert í glímuhringnum. Getty Hulk Hogan, glímugoðsögn og leikari, er látinn 71 árs að aldri. Hogan var ein skærasta stjarna fjölbragðaglímuheimsins, átti þátt í að stórauka vinsældir hennar á heimsvísu með leikrænum tilburðum sínum og átti farsælan leiklistarferil. Dægurmiðillinn TMZ greinir frá andláti Hogan. Þar kemur fram að sjúkraliðar hafi verið kallaðir á vettvang heimilis Hogan í Clearwater í Flórída í morgun eftir að hann fékk hjartaáfall. Það virðist hafa dregið hann til dauða en að svo stöddu liggja ekki frekari upplýsingar um andlát hans. Sögusagnir um versnandi heilsu Hogan höfðu gengið síðustu vikur og neitaði eiginkona hans, Sky, því að hann væri fallinn í dá eftir hjartaaðgerð. Gjörbreytti fjölbragðaglímu Terry Gene Bollea fæddist 11. ágúst 1953 í Augusta í Georgíu, sonur byggingarverktakans Pietro „Peter“ Bollea og danskennarans Ruth V. Bollea. Eftir að hafa starfað sem tónlistarmaður fór Terry út í fjölbragðaglímu 1977 og tók þá upp glímunafnið Hulk Hogan. Hulk Hogan kallar aðdáendur sína „maniacs“.Getty/ Jerod Harris Hogan öðlaðist heimsfrægð þegar hann skrifaði undir hjá WWF (sem síðar varð WWE) í desember 1983 og átti þátt í að leiða glímusprengjuna sem varð í Bandaríkjunum á níunda áratugnum. Hogan var aðalnúmer stærsta viðburðar WWF, Wrestlemania, átta sinnum fyrstu níu árin. Þá varð hann fimm sinnum WWF-meistari og hélt meistarabeltinu í 1.474 daga, met sem stendur enn. Glíma Hulk Hogan við André the Giant þann 5. febrúar 1988 á enn áhorfsmet í bandarísku sjónvarpi en 33 milljón manns horfðu á hana. Glíma hans við Dwayne „Steina“ Johnson árið 2002 er einnig einn frægasti bardagi í sögu WWE. Hogan fór einnig út í kvikmyndaleik og lék í myndunum Rocky III (1982), No Holds Barred (1989), Suburban Commando (1991) og Mr. Nanny (1993). Glímuferill Hogan dalaði eftir að hann hætti árið 1993 en hann sneri fljótt aftur og fór í gegnum endurnýjun lífdaga 1996 þegar hann breytti sér í glímuillmennið „Hollywood“ Hulk Hogan og leiddi glímuhópinn New World Order. Rasísk ummæli, kynlífsmyndband og stuðningur við Trump Hulk Hogan var gerður að meðlimi í heiðurshöll WWE árið 2005. Hann var hins vegar fjarlægður úr höllinni árið 2015 eftir að klippa úr falinni myndavél frá 2007 kom fyrir almannasjónir þar sem Hogan notaði ítrekað n-orðið í niðrandi tilgangi. Hogan lögsótti miðilinn Gawker sem birti myndbandið, hafði betur fyrir dómstólum og fékk 14 milljarða í skaðabætur. Hulk fékk síðan aftur inngöngu inn í frægðarhöllina árið 2020 en þá sem hluti af glímuhópnum New World Order. Seinni ár ferilsins fór Hogan út í raunveruleikasjónvarp og pólitík en hann lýsti yfir stuðningi við Donald Trump og kom fram á Landsfundi Repúblikana til að flytja þar erindi. Hogan var þrígiftur. Fyrsta hjónaband hans var með Lindu Claridge árin 1983 til 2009 en átti börnin Nick og Brooke með henni. Ári eftir skilnaðinn giftist hann Jennifer McDaniel og voru þau saman í ellefu ár en skildu árið 2021. Hann giftist svo þriðju eiginkonu sinni, Sky Daily, árið 2023. Fréttin hefur verið uppfærð. Andlát Fjölbragðaglíma Bandaríkin Hollywood Tengdar fréttir Fjallið skorar á Hulk Hogan í hringinn Kraftakarlinn Hafþór Júlíus Björnsson segist ætla að brjóta Hogan eins og gulrót. 20. febrúar 2015 11:34 Hulk Hogan orðinn giftur maður Glímukappinn fyrrverandi Hulk Hogan gekk í það heilaga um helgina. Þetta er í þriðja sinn sem hann gengur í hjónaband en einungis tveir mánuðir eru síðan hann trúlofaðist. 25. september 2023 12:00 Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Fleiri fréttir Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Sjá meira
Dægurmiðillinn TMZ greinir frá andláti Hogan. Þar kemur fram að sjúkraliðar hafi verið kallaðir á vettvang heimilis Hogan í Clearwater í Flórída í morgun eftir að hann fékk hjartaáfall. Það virðist hafa dregið hann til dauða en að svo stöddu liggja ekki frekari upplýsingar um andlát hans. Sögusagnir um versnandi heilsu Hogan höfðu gengið síðustu vikur og neitaði eiginkona hans, Sky, því að hann væri fallinn í dá eftir hjartaaðgerð. Gjörbreytti fjölbragðaglímu Terry Gene Bollea fæddist 11. ágúst 1953 í Augusta í Georgíu, sonur byggingarverktakans Pietro „Peter“ Bollea og danskennarans Ruth V. Bollea. Eftir að hafa starfað sem tónlistarmaður fór Terry út í fjölbragðaglímu 1977 og tók þá upp glímunafnið Hulk Hogan. Hulk Hogan kallar aðdáendur sína „maniacs“.Getty/ Jerod Harris Hogan öðlaðist heimsfrægð þegar hann skrifaði undir hjá WWF (sem síðar varð WWE) í desember 1983 og átti þátt í að leiða glímusprengjuna sem varð í Bandaríkjunum á níunda áratugnum. Hogan var aðalnúmer stærsta viðburðar WWF, Wrestlemania, átta sinnum fyrstu níu árin. Þá varð hann fimm sinnum WWF-meistari og hélt meistarabeltinu í 1.474 daga, met sem stendur enn. Glíma Hulk Hogan við André the Giant þann 5. febrúar 1988 á enn áhorfsmet í bandarísku sjónvarpi en 33 milljón manns horfðu á hana. Glíma hans við Dwayne „Steina“ Johnson árið 2002 er einnig einn frægasti bardagi í sögu WWE. Hogan fór einnig út í kvikmyndaleik og lék í myndunum Rocky III (1982), No Holds Barred (1989), Suburban Commando (1991) og Mr. Nanny (1993). Glímuferill Hogan dalaði eftir að hann hætti árið 1993 en hann sneri fljótt aftur og fór í gegnum endurnýjun lífdaga 1996 þegar hann breytti sér í glímuillmennið „Hollywood“ Hulk Hogan og leiddi glímuhópinn New World Order. Rasísk ummæli, kynlífsmyndband og stuðningur við Trump Hulk Hogan var gerður að meðlimi í heiðurshöll WWE árið 2005. Hann var hins vegar fjarlægður úr höllinni árið 2015 eftir að klippa úr falinni myndavél frá 2007 kom fyrir almannasjónir þar sem Hogan notaði ítrekað n-orðið í niðrandi tilgangi. Hogan lögsótti miðilinn Gawker sem birti myndbandið, hafði betur fyrir dómstólum og fékk 14 milljarða í skaðabætur. Hulk fékk síðan aftur inngöngu inn í frægðarhöllina árið 2020 en þá sem hluti af glímuhópnum New World Order. Seinni ár ferilsins fór Hogan út í raunveruleikasjónvarp og pólitík en hann lýsti yfir stuðningi við Donald Trump og kom fram á Landsfundi Repúblikana til að flytja þar erindi. Hogan var þrígiftur. Fyrsta hjónaband hans var með Lindu Claridge árin 1983 til 2009 en átti börnin Nick og Brooke með henni. Ári eftir skilnaðinn giftist hann Jennifer McDaniel og voru þau saman í ellefu ár en skildu árið 2021. Hann giftist svo þriðju eiginkonu sinni, Sky Daily, árið 2023. Fréttin hefur verið uppfærð.
Andlát Fjölbragðaglíma Bandaríkin Hollywood Tengdar fréttir Fjallið skorar á Hulk Hogan í hringinn Kraftakarlinn Hafþór Júlíus Björnsson segist ætla að brjóta Hogan eins og gulrót. 20. febrúar 2015 11:34 Hulk Hogan orðinn giftur maður Glímukappinn fyrrverandi Hulk Hogan gekk í það heilaga um helgina. Þetta er í þriðja sinn sem hann gengur í hjónaband en einungis tveir mánuðir eru síðan hann trúlofaðist. 25. september 2023 12:00 Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Fleiri fréttir Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Sjá meira
Fjallið skorar á Hulk Hogan í hringinn Kraftakarlinn Hafþór Júlíus Björnsson segist ætla að brjóta Hogan eins og gulrót. 20. febrúar 2015 11:34
Hulk Hogan orðinn giftur maður Glímukappinn fyrrverandi Hulk Hogan gekk í það heilaga um helgina. Þetta er í þriðja sinn sem hann gengur í hjónaband en einungis tveir mánuðir eru síðan hann trúlofaðist. 25. september 2023 12:00
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning