ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Jón Ísak Ragnarsson skrifar 25. júlí 2025 19:18 Frá kísilveri Elkem á Grundartanga. Hægra megin blaktir Evrópusambandsfáninn í Brussel. Vísir/Vilhelm/Getty Evrópusambandið hyggst leggja verndartolla á járnblendi og kísiljárn, meðal annars frá Íslandi og öðrum EES-ríkjum eins og Noregi. Skrifstofustjóri viðskiptaskrifstofu utanríkisráðuneytisins segir að endanleg ákvörðun hafi ekki verið tekin um þetta af hálfu Evrópusambandsins, og segir að í kjölfar tillögunnar fari formlegt samtal EES-ríkjanna í hönd við Evrópusambandið varðandi verndartollana. Evrópusambandið tilkynnti EES-ríkjunum um það í vikunni að til stæði að leggja verndartolla á kísiljárn og tengdar vörur frá þeim. Álfheiður Ágústsdóttir, forstjóri Elkem, eina framleiðanda kílisjárns hérlendis, sagði í samtali við Morgunblaðið að um væri að ræða rosalega stefnubreytingu að láta EES-ríkin ekki tilheyra innri markaði Evrópusambandsins. Tollar til skoðunar frá desember Ragnar G. Kristjánsson, skrifstofustjóri viðskiptaskrifstofu utanríkisráðuneytisins, segir að framkvæmdastjórn ESB hafi hafið rannsókn í desember síðastliðnum til að kanna hvort ástæða væri til að grípa til verndarráðstafana vegna innflutnings á járnblendi og kísils. Hann segir að utanríkisráðuneytið hafi verið í miklum samskiptum við ESB um þetta mál, sem og íslenska útflytjendur og önnur ríki í svipaðri stöðu eins og Noreg. „Við höfum komið þeim skilaboðum til skila við ESB að ef til þess kæmi að sambandið myndi grípa til verndarráðstafana ættu þær ekki að ná til íslenskra útflytjenda.“ „Við höfum lagt áherslu á það að það sé ekki rask á viðskiptum með þessar afurðir inn á markað Evrópusambandsins. Þetta eru markaðir sem eru samangrónir, við vísum til EES-samningsins í þessu samhengi,“ segir Ragnar. Ekki stefnubreyting í sjálfu sér Ragnar segir að tillagan sé komin á borðið, en ekkert hafi verið ákveðið endanlega. „Núna hefur ESB óskað eftir formlegu samtali við ríkin. Við leggjum áherslu á að það hefur ekki verið tekin endanleg ákvörðun.“ Er þetta stefnubreyting hjá Evrópusambandinu, að leggja til tolla á EES-ríkin? „Það sem ég vil segja í þeim efnum, er það sem við höfum lagt áherslu á, að þessar aðgerðir eigi ekki að ná til EFTA-ríkjanna í EES. Ég ítreka að engin endanleg ákvörðun hefur verið tekin af hálfu Evrópusambandins.“ Evrópusambandið Skattar og tollar Utanríkismál Stóriðja Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Fleiri fréttir Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Sjá meira
Evrópusambandið tilkynnti EES-ríkjunum um það í vikunni að til stæði að leggja verndartolla á kísiljárn og tengdar vörur frá þeim. Álfheiður Ágústsdóttir, forstjóri Elkem, eina framleiðanda kílisjárns hérlendis, sagði í samtali við Morgunblaðið að um væri að ræða rosalega stefnubreytingu að láta EES-ríkin ekki tilheyra innri markaði Evrópusambandsins. Tollar til skoðunar frá desember Ragnar G. Kristjánsson, skrifstofustjóri viðskiptaskrifstofu utanríkisráðuneytisins, segir að framkvæmdastjórn ESB hafi hafið rannsókn í desember síðastliðnum til að kanna hvort ástæða væri til að grípa til verndarráðstafana vegna innflutnings á járnblendi og kísils. Hann segir að utanríkisráðuneytið hafi verið í miklum samskiptum við ESB um þetta mál, sem og íslenska útflytjendur og önnur ríki í svipaðri stöðu eins og Noreg. „Við höfum komið þeim skilaboðum til skila við ESB að ef til þess kæmi að sambandið myndi grípa til verndarráðstafana ættu þær ekki að ná til íslenskra útflytjenda.“ „Við höfum lagt áherslu á það að það sé ekki rask á viðskiptum með þessar afurðir inn á markað Evrópusambandsins. Þetta eru markaðir sem eru samangrónir, við vísum til EES-samningsins í þessu samhengi,“ segir Ragnar. Ekki stefnubreyting í sjálfu sér Ragnar segir að tillagan sé komin á borðið, en ekkert hafi verið ákveðið endanlega. „Núna hefur ESB óskað eftir formlegu samtali við ríkin. Við leggjum áherslu á að það hefur ekki verið tekin endanleg ákvörðun.“ Er þetta stefnubreyting hjá Evrópusambandinu, að leggja til tolla á EES-ríkin? „Það sem ég vil segja í þeim efnum, er það sem við höfum lagt áherslu á, að þessar aðgerðir eigi ekki að ná til EFTA-ríkjanna í EES. Ég ítreka að engin endanleg ákvörðun hefur verið tekin af hálfu Evrópusambandins.“
Evrópusambandið Skattar og tollar Utanríkismál Stóriðja Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Fleiri fréttir Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Sjá meira