„Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. júlí 2025 11:02 Hafþór Júlíus Björnsson var vinsæll úti í Þýskalandi enda ein af stærstu stjörnunum í aflraunaheiminum. @thorbjornsson Hafþór Júlíus Björnsson mætti í Bítið á Bylgjunni í morgun og ræddi afrek sitt frá helginni þegar hann setti nýtti heimsmet í réttstöðulyftu. Hafþór lyfti 505 kílóum á kraftlyftingamóti í Þýskalandi. Hann hefur fengið hamingjuóskir alls staðar að og frá mörgum heimsþekktum mönnum eins og Elon Musk og Arnold Schwarzenegger. „Ég átti náttúrulega metið fyrir en það var svolítið umdeilt vegna þess hvernig það fór fram. Það fór fram í Covid 2020. Það var samt eitthvað sem ég gat ekkert gert við, því ég gat ekki stjórnað kórónuveirufaraldrinum. Ég setti það met heima. Ég náði síðan að slá metið mitt aftur í Þýskalandi,“ sagði Hafþór Júlíus í viðtali í Bítinu. Það þarf allt að vinna með þér „Það þarf allt að vinna með þér því smá mistök geta haft leiðinlegar afleiðingar og orðið til þess að þú getur klikkað á lyftunni,“ sagði Hafþór. Það kom upp vandamál þegar hann mætti út til Þýskalands. „Ég kem þarna út, það lítur allt vel út og flott aðstaða. Þegar við erum að hita upp þá sé ég að þeir nota grasmottu sem ég er ekki vanur. Ég hef aldrei keppt á slíku áður og þarna á miðju móti þurfti ég að aðlagast. Með svona grasmottu þá get ég ekki notað mína tækni,“ sagði Hafþór. „Þar sem að þessi grasmotta var þá átti ég erfitt með að rúlla stönginni að mér. Ég þurfti að aðlagast og toga 505 kíló án þess að nota mína tækni sem ég hef notað síðastliðinn tíu ár,“ sagði Hafþór. Hafþór hefur talað um að hann ætlaði sér að lyfta þessari þyngd en hversu lengi er hann búinn að vera með slíkar pælingar? Hætti í aflraunum árið 2020 „Ég hætti í aflraunum í smá tíma árið 2020. Ég fór að boxa og vann þar bardaga á móti Eddie Hall. Ég kem svo til baka og fer aftur að æfa af fullum krafti fyrir tveimur árum síðan,“ sagði Hafþór. „Ég létti mig ábyggilega um einhver fimmtíu kíló. Ég var 206 kíló áður en ég hætti, létti mig niður í 144 kíló á tveimur árum. Eftir það þá kem ég til baka, þyngi mig aftur um fimmtíu kíló og er núna aftur búinn að bæta metið,“ sagði Hafþór. „Mér leið miklu betur þegar ég var búinn að taka fimmtíu kíló af skrokknum en ástríðan, sem ég hef fyrir aflraunum og að vera sterkur, er það mikil að mig langaði aftur í þetta,“ sagði Hafþór. Átti erfitt með að sleppa takinu „Ég er orðinn 36 ára gamall og ég byrjaði að keppa í aflraunum þegar ég var tvítugur. Ég er búinn að eiga góðan feril en ég átti erfitt með að sleppa takinu. Mitt líf hefur snúist um þetta síðustu tvo áratugi,“ sagði Hafþór. Honum fannst tíminn vera að renna frá honum. „Ég fór að hugsa um það að ég ætti svona fimm ár eftir að hámarki í mínu sporti. Ef ég fer í þetta núna þá á ég aftur möguleika á að verða bestur. Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi,“ sagði Hafþór. Það má hlusta á allt viðtali hér fyrir neðan en þar talar hann líka um leik sinn í kvikmyndum og auglýsingum. Aflraunir Mest lesið Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sport Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Sport Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Segir að Dowman sé eins og Messi Enski boltinn Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Enski boltinn Fleiri fréttir Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Dagskráin: Bikarmeistarar, Stúkan og VARsjáin á sama kvöldinu Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Inter byrjar tímabilið á stórsigri Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Ísak Andri lagði upp mark í langþráðum sigri Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Ólympíumeistarinn hitti ekki dýnuna og missir af HM Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Sjá meira
Hafþór lyfti 505 kílóum á kraftlyftingamóti í Þýskalandi. Hann hefur fengið hamingjuóskir alls staðar að og frá mörgum heimsþekktum mönnum eins og Elon Musk og Arnold Schwarzenegger. „Ég átti náttúrulega metið fyrir en það var svolítið umdeilt vegna þess hvernig það fór fram. Það fór fram í Covid 2020. Það var samt eitthvað sem ég gat ekkert gert við, því ég gat ekki stjórnað kórónuveirufaraldrinum. Ég setti það met heima. Ég náði síðan að slá metið mitt aftur í Þýskalandi,“ sagði Hafþór Júlíus í viðtali í Bítinu. Það þarf allt að vinna með þér „Það þarf allt að vinna með þér því smá mistök geta haft leiðinlegar afleiðingar og orðið til þess að þú getur klikkað á lyftunni,“ sagði Hafþór. Það kom upp vandamál þegar hann mætti út til Þýskalands. „Ég kem þarna út, það lítur allt vel út og flott aðstaða. Þegar við erum að hita upp þá sé ég að þeir nota grasmottu sem ég er ekki vanur. Ég hef aldrei keppt á slíku áður og þarna á miðju móti þurfti ég að aðlagast. Með svona grasmottu þá get ég ekki notað mína tækni,“ sagði Hafþór. „Þar sem að þessi grasmotta var þá átti ég erfitt með að rúlla stönginni að mér. Ég þurfti að aðlagast og toga 505 kíló án þess að nota mína tækni sem ég hef notað síðastliðinn tíu ár,“ sagði Hafþór. Hafþór hefur talað um að hann ætlaði sér að lyfta þessari þyngd en hversu lengi er hann búinn að vera með slíkar pælingar? Hætti í aflraunum árið 2020 „Ég hætti í aflraunum í smá tíma árið 2020. Ég fór að boxa og vann þar bardaga á móti Eddie Hall. Ég kem svo til baka og fer aftur að æfa af fullum krafti fyrir tveimur árum síðan,“ sagði Hafþór. „Ég létti mig ábyggilega um einhver fimmtíu kíló. Ég var 206 kíló áður en ég hætti, létti mig niður í 144 kíló á tveimur árum. Eftir það þá kem ég til baka, þyngi mig aftur um fimmtíu kíló og er núna aftur búinn að bæta metið,“ sagði Hafþór. „Mér leið miklu betur þegar ég var búinn að taka fimmtíu kíló af skrokknum en ástríðan, sem ég hef fyrir aflraunum og að vera sterkur, er það mikil að mig langaði aftur í þetta,“ sagði Hafþór. Átti erfitt með að sleppa takinu „Ég er orðinn 36 ára gamall og ég byrjaði að keppa í aflraunum þegar ég var tvítugur. Ég er búinn að eiga góðan feril en ég átti erfitt með að sleppa takinu. Mitt líf hefur snúist um þetta síðustu tvo áratugi,“ sagði Hafþór. Honum fannst tíminn vera að renna frá honum. „Ég fór að hugsa um það að ég ætti svona fimm ár eftir að hámarki í mínu sporti. Ef ég fer í þetta núna þá á ég aftur möguleika á að verða bestur. Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi,“ sagði Hafþór. Það má hlusta á allt viðtali hér fyrir neðan en þar talar hann líka um leik sinn í kvikmyndum og auglýsingum.
Aflraunir Mest lesið Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sport Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Sport Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Segir að Dowman sé eins og Messi Enski boltinn Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Enski boltinn Fleiri fréttir Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Dagskráin: Bikarmeistarar, Stúkan og VARsjáin á sama kvöldinu Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Inter byrjar tímabilið á stórsigri Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Ísak Andri lagði upp mark í langþráðum sigri Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Ólympíumeistarinn hitti ekki dýnuna og missir af HM Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Sjá meira