Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar 31. júlí 2025 13:32 Sleggjudómar í stað alvöru umfjöllunar Nýlegar greinar á vefmiðlinum Heimildinni um ferðaþjónustu í Vík eru ekki málefnaleg gagnrýni heldur í besta falli tilfinningadrifinn skáldskapur – og í versta falli meðvituð tilraun til að draga heilt samfélag niður í svaðið. Þar er vegið að atvinnugreininni sem heldur byggðinni á lífi og ýjað að því að samfélagið í Vík sé í upplausn.En það sem fer ekki á milli mála – og er algjörlega óásættanlegt – er hvernig vegið er að börnum í þessari umfjöllun. Börnum sem fæðst hafa og alist upp á Íslandi. Börnum sem eru ekkert minna íslensk en sá sem skrifar greinina. Börnin eru ekki vandamálið – heldur orðræðan Að halda því fram opinberlega að börn í Vík „tali ekki íslensku“ þótt þau hafi búið hér allt sitt líf, gengið í leik- og grunnskóla og tekið virkan þátt í íslensku samfélagi, er ekki bara röng staðhæfing. Hún er siðlaus. Slík ummæli skapa þá hættulegu ímynd að þessi börn tilheyri ekki alveg. Að þau séu eitthvað annað – eitthvað minna.Þetta er ekki gagnrýni á samfélagsmál. Þetta er grímulaust útlendingahatur. Það er óboðlegt. Ferðaþjónustan er ekki ógn – hún er lífæð Ferðaþjónustan hefur skapað hundruð starfa í Vík og haldið samfélaginu gangandi, á meðan mörg önnur landsbyggðarsamfélög hafa átt undir högg að sækja. Þeir sem starfa í greininni eru bæði heimafólk og innflytjendur – fólk sem hefur lagt allt sitt í að byggja upp staðinn.Þegar miðill líkir ferðamönnum við plágu, og spyr hvernig nokkur „geti unað við svona bæ“, þá er ekki lengur um að ræða eðlilega samfélagsumræðu. Þá er verið að ráðast á fólk – fólk sem býr, elur upp börn sín, og leggur sig fram daglega í þágu samfélagsins. Orð skipta máli – og þau hafa afleiðingar Það kann að vera að markmið herferðar Heimildarinnar sé að búa til jarðveg fyrir frekari skattlagningu eða aukna miðstýringu í ferðaþjónustu. Fréttaflutningurinn – ef fréttaflutning skyldi kalla – er svo einhliða að hann getur varla átt að þjóna öðru en pólitískum tilgangi. En þó slíkt sé umdeilanlegt í sjálfu sér, þá er eitt sem er fullkomlega óafsakanlegt: að draga saklaus börn inn í þá vegferð – börn sem fæðst hafa og alist upp hér, og eru ekkert minna íslensk en við hin. Slík framganga gengur ekki aðeins gegn öllu sem heilbrigð samfélagsumræða á að standa fyrir – hún vegur að sjálfri samkenndinni sem samfélagið okkar á að byggja á. Við í Vík höfum þar fyrir utan ekki sett það fyrir okkur að taka á móti börnum sem ekki tala íslensku og viðhöfum ekki sleggjudóma um þau eða foreldra þeirra. Markmiðið er að þau og fjölskyldur þeirra fái menntun við hæfi og stuðning til að verða þátttakendur í samfélaginu. Það er hollt og nauðsynlegt að gagnrýna þróun samfélaga og atvinnugreina – sérstaklega þegar miklar breytingar eiga sér stað á skömmum tíma. En gagnrýni sem byggist á alhæfingum, vanþekkingu eða undirliggjandi fordómum getur auðveldlega snúist upp í andhverfu sína: í stað þess að efla umræðu, veikjum við traust, drögum upp falsmynd og sköpum óþarfa ótta og sundrung. Höfundur er sveitarstjóri Mýrdalshrepps. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mýrdalshreppur Ferðaþjónusta Fjölmiðlar Íslensk tunga Einar Freyr Elínarson Mest lesið Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið Gunnar Ármannsson, Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Sjá meira
Sleggjudómar í stað alvöru umfjöllunar Nýlegar greinar á vefmiðlinum Heimildinni um ferðaþjónustu í Vík eru ekki málefnaleg gagnrýni heldur í besta falli tilfinningadrifinn skáldskapur – og í versta falli meðvituð tilraun til að draga heilt samfélag niður í svaðið. Þar er vegið að atvinnugreininni sem heldur byggðinni á lífi og ýjað að því að samfélagið í Vík sé í upplausn.En það sem fer ekki á milli mála – og er algjörlega óásættanlegt – er hvernig vegið er að börnum í þessari umfjöllun. Börnum sem fæðst hafa og alist upp á Íslandi. Börnum sem eru ekkert minna íslensk en sá sem skrifar greinina. Börnin eru ekki vandamálið – heldur orðræðan Að halda því fram opinberlega að börn í Vík „tali ekki íslensku“ þótt þau hafi búið hér allt sitt líf, gengið í leik- og grunnskóla og tekið virkan þátt í íslensku samfélagi, er ekki bara röng staðhæfing. Hún er siðlaus. Slík ummæli skapa þá hættulegu ímynd að þessi börn tilheyri ekki alveg. Að þau séu eitthvað annað – eitthvað minna.Þetta er ekki gagnrýni á samfélagsmál. Þetta er grímulaust útlendingahatur. Það er óboðlegt. Ferðaþjónustan er ekki ógn – hún er lífæð Ferðaþjónustan hefur skapað hundruð starfa í Vík og haldið samfélaginu gangandi, á meðan mörg önnur landsbyggðarsamfélög hafa átt undir högg að sækja. Þeir sem starfa í greininni eru bæði heimafólk og innflytjendur – fólk sem hefur lagt allt sitt í að byggja upp staðinn.Þegar miðill líkir ferðamönnum við plágu, og spyr hvernig nokkur „geti unað við svona bæ“, þá er ekki lengur um að ræða eðlilega samfélagsumræðu. Þá er verið að ráðast á fólk – fólk sem býr, elur upp börn sín, og leggur sig fram daglega í þágu samfélagsins. Orð skipta máli – og þau hafa afleiðingar Það kann að vera að markmið herferðar Heimildarinnar sé að búa til jarðveg fyrir frekari skattlagningu eða aukna miðstýringu í ferðaþjónustu. Fréttaflutningurinn – ef fréttaflutning skyldi kalla – er svo einhliða að hann getur varla átt að þjóna öðru en pólitískum tilgangi. En þó slíkt sé umdeilanlegt í sjálfu sér, þá er eitt sem er fullkomlega óafsakanlegt: að draga saklaus börn inn í þá vegferð – börn sem fæðst hafa og alist upp hér, og eru ekkert minna íslensk en við hin. Slík framganga gengur ekki aðeins gegn öllu sem heilbrigð samfélagsumræða á að standa fyrir – hún vegur að sjálfri samkenndinni sem samfélagið okkar á að byggja á. Við í Vík höfum þar fyrir utan ekki sett það fyrir okkur að taka á móti börnum sem ekki tala íslensku og viðhöfum ekki sleggjudóma um þau eða foreldra þeirra. Markmiðið er að þau og fjölskyldur þeirra fái menntun við hæfi og stuðning til að verða þátttakendur í samfélaginu. Það er hollt og nauðsynlegt að gagnrýna þróun samfélaga og atvinnugreina – sérstaklega þegar miklar breytingar eiga sér stað á skömmum tíma. En gagnrýni sem byggist á alhæfingum, vanþekkingu eða undirliggjandi fordómum getur auðveldlega snúist upp í andhverfu sína: í stað þess að efla umræðu, veikjum við traust, drögum upp falsmynd og sköpum óþarfa ótta og sundrung. Höfundur er sveitarstjóri Mýrdalshrepps.
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun