Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar 1. ágúst 2025 16:01 Nýleg ákvörðun Bandaríkjanna um að leggja 15% toll á íslenskar vörur sýnir okkur ekki eitthvað nýtt eða sérstakt tilvik í samskiptum þjóðanna. Hún minnir okkur einfaldlega á það sem hefur verið staðreynd í áratugi – jafnvel aldir: Bandaríkin eru ekki vinalegt stórveldi. Þau eru ránskapítalískt heimsveldi – samtvinnað auðhringum, hervaldi og alþjóðastofnunum sem þjóna hagsmunum vestrænnar yfirstéttar á dýran kostnað heimsbyggðarinnar. Ákvörðun Bandaríkjastjórnar um hækkun tolla á sér rætur í því að Ísland kaus að hlusta á eigin dómgreind og styðja rannsókn Alþjóðadómstólsins á stríðsglæpum Ísraels í Palestínu. Stjórnvöld hafa leyft okkur að viðurkenna að Ísrael stendur mögulega fyrir þjóðarmorði, þó það gerist ekki skýrara – og Bandaríkin svara því með efnahagslegu ofbeldi. Kanada sömuleiðis, og mun fleiri lönd, verða fyrir barðinu vegna þessa. Eru þetta lýðræðisleg samskipti meðal þjóða? Nei. Þetta er ofbeldi og kúgun – heimsvaldastefna í verki: Refsing fyrir að daðra við það að hafna meðsekt. Heimsvaldastefna sem við megum ekki gleyma Þetta er ekkert nýtt. Bandaríkin hafa í áratugi dulbúið alþjóðlega útþenslu sína sem vörn lýðræðis og frelsis, en í reynd hefur sú stefna byggst á hervaldi og árásárstríðum, undirförlum afskiptum og efnahagslegri kúgun – járnhnefi heimsvaldastefnunnar, sem beinst hefur að þjóðum sem neita að lúta yfirráðum Vestursins. Í Íran og Gvatemala steyptu Bandaríkin lýðræðislega kjörnum leiðtogum sem vildu nýta náttúruauðlindir í þágu eigin fólks – ekki bandarískra og breskra stórfyrirtækja. Í Síle, Indónesíu og Brasilíu studdu þau blóðug valdarán gegn vinstristjórnum. Í Indónesíu voru yfir hálf milljón manns myrtir árið 1965 í fjöldamorðum sem Bandaríkin studdu og skipulögðu beint – eins og skjalfest er í The Jakarta Method. Í Vietnam, Kambódíu og Laos myrtu þau milljónir í „stríði gegn kommúnisma“ sem var í raun stríð gegn sjálfstæði og þróun hnattræna suðursins. Í Níkaragva, El Salvador, Grenada, Panama og Haítí studdu þau valdarán, hernaðaryfirráð og fjöldamorð í nafni stöðugleika. Í Írak, Afghanistan, Líbíu og Sýrlandi beittu þau blekkingum, innrásum og loftárásum til að fella ríkisstjórnir og tryggja yfirráð þeirra yfir olíu og Mið-Austurlöndum. Þegar ekki er gripið til vopna, skræla þau þjóðir að innan í gegnum Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og Alþjóðabankann, sem skilyrða neyðarlán við niðurskurð, einkavæðingu og aðgengi vestrænna stórfyrirtækja að innviðum, auðlindum og vinnuafli fátækra þjóða. Þau beita dómsvaldinu sem vopni gegn óhlýðnum ríkjum – með refsiaðgerðum, lagalegum hótunum og útilokun frá alþjóðaviðskiptum – sérstaklega gagnvart þeim sem styðja frelsi og tilvistarrétt Palestínufólks, vinna með BRICS eða hafna forræði Bandaríkjanna. Fyrir þeim eru alþjóðalög ekki grundvöllur réttlætis heldur tól sem má afskræma og misnota eftir hentugleika – eins og sést á viðskiptaþvingunum Bandaríkjastjórnar gegn saksóknurum Alþjóðlega sakamáladómstólsins, þegar reynt er að rannsaka stríðsglæpi Bandaríkjamanna í Afganistan og þjóðarmorð Ísraels gegn Palestínu. Við unnum þorskastríðin – með því að halla okkur að mótvægi Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Ísland stendur frammi fyrir ofbeldisfullri hegðun stórveldis sem telur sig eiga rétt á að arðræna okkur. Í þorskastríðunum á sjöunda og áttunda áratugnum reyndu Bretar að knýja Ísland til að gefa eftir yfirráð yfir eigin fiskimiðum – með því að senda herskip til verndar breskum togurum, hóta hernaðaraðgerðum og skapa vísvitandi árekstra við íslensk skip. Þarna var barist fyrir fullveldi og sjálfstæði Íslands gegn ágengni stórveldis. En Ísland stóð í lappirnar. Ekki með vopnum, heldur með viljastyrk, samstöðu og með því að halla sér að mótvæginu í alþjóðakerfinu. Sovétríkin stóðu með Íslandi, í orðum og gerðum, og þannig fékk Ísland svigrúm til að verja sína hagsmuni. Sovétríkin keyptu af okkur fisk þegar vesturlönd reyndu að útskúfa okkur fyrir óhlýðnina. Þetta var hluti af utanríkisstefnu Íslands í tvípóla heim - að halda opnum leiðum bæði til austurs og vesturs til að styrkja sjálfstæði og hagsmuni landsins. Þessi dýrmæta lexía hefur verið grafin í burtu í íslenskri þjóðarsál: Að smáþjóðir geta sigrað stórveldi ef þær halda reisn og nýta kraft mótvægis í alþjóðakerfinu. BRICS er nýja mótvægið – og við þurfum að vera þar Í dag eru það ekki Sovétríkin, heldur BRICS+ – Brasilía, Rússland, Indland, Kína, Suður-Afríka og nýir umsækjendur eins og Íran, Argentína og Egyptaland – sem standa fyrir fjölpóla heimi og geta myndað mótvægi. Hugsjón BRICS er að beita sér fyrir heimi byggðum á jafnræði, samvinnu og efnahagslegri þróun án yfirgangs - friðsælli framþróun. Ísland getur – rétt eins og í þorskastríðunum – aukið samskipti og samstarf við þessi ríki, ekki sem undirgefið peð, heldur sem sjálfstæður aðili sem stendur vörð um eigin hagsmuni og þjóðfrelsi. Við höfum gert þetta áður. Við getum gert það aftur. Og í þetta sinn, ekki bara fyrir okkur – heldur fyrir heimsbyggðina alla. Tími fyrir nýja stefnu: Ísland sem virkur þátttakandi í nýjum, fjölpóla heimi Því legg ég til eftirfarandi: Ísland sæki um aðild að BRICS+ – sem mótvægi við vestræn efnahagsbandalög sem skilyrða samstarf við hollustu við heimsvaldastefnu, landránsnýlendur, þjóðarmorð og arðrán. Styðjum opinberlega málsókn Suður-Afríku gegn Ísrael og tölum skýrt fyrir virðingu fyrir alþjóðalögum – líka þegar það fer gegn Bandaríkjunum. Beitum Ísrael efnahagsþvingunum – með því að banna innflutning frá landránsnýlendunni, og eflum viðskipti við Palestínu. Endurskoðum tengslin við NATO og bandarískt hervald. Leggjum grunn að sjálfstæðri, fjölbreyttri utanríkisstefnu sem þjónar velferð heimsins – ekki forréttindum stórvelda. Örlög Íslands eru órjúfanlega samtvinnuð örlögum heimsins. Við erum lítil þjóð í stórum heimi – og ef hann fellur í upplausn, ofbeldi og óstöðugleika, þá föllum við með honum. Þess vegna verðum við að standa með friði, velferð og alþjóðlegu réttlæti. Þetta snýst ekki um hatur. Þetta snýst um frelsi. Við eigum ekki að hata Bandaríkin. En við þurfum að sjá þau eins og þau eru. Þau eru ekki lýðræðispostular – heldur hnignandi heimsveldi sem nær sínu fram með hótunum, refsingum og ofbeldi. Ísland þarf ekki að vera undirlægja stórvelda. Við getum - og verðum - að velja aðra leið. Höfundur er ritari framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Karl Héðinn Kristjánsson Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Sjá meira
Nýleg ákvörðun Bandaríkjanna um að leggja 15% toll á íslenskar vörur sýnir okkur ekki eitthvað nýtt eða sérstakt tilvik í samskiptum þjóðanna. Hún minnir okkur einfaldlega á það sem hefur verið staðreynd í áratugi – jafnvel aldir: Bandaríkin eru ekki vinalegt stórveldi. Þau eru ránskapítalískt heimsveldi – samtvinnað auðhringum, hervaldi og alþjóðastofnunum sem þjóna hagsmunum vestrænnar yfirstéttar á dýran kostnað heimsbyggðarinnar. Ákvörðun Bandaríkjastjórnar um hækkun tolla á sér rætur í því að Ísland kaus að hlusta á eigin dómgreind og styðja rannsókn Alþjóðadómstólsins á stríðsglæpum Ísraels í Palestínu. Stjórnvöld hafa leyft okkur að viðurkenna að Ísrael stendur mögulega fyrir þjóðarmorði, þó það gerist ekki skýrara – og Bandaríkin svara því með efnahagslegu ofbeldi. Kanada sömuleiðis, og mun fleiri lönd, verða fyrir barðinu vegna þessa. Eru þetta lýðræðisleg samskipti meðal þjóða? Nei. Þetta er ofbeldi og kúgun – heimsvaldastefna í verki: Refsing fyrir að daðra við það að hafna meðsekt. Heimsvaldastefna sem við megum ekki gleyma Þetta er ekkert nýtt. Bandaríkin hafa í áratugi dulbúið alþjóðlega útþenslu sína sem vörn lýðræðis og frelsis, en í reynd hefur sú stefna byggst á hervaldi og árásárstríðum, undirförlum afskiptum og efnahagslegri kúgun – járnhnefi heimsvaldastefnunnar, sem beinst hefur að þjóðum sem neita að lúta yfirráðum Vestursins. Í Íran og Gvatemala steyptu Bandaríkin lýðræðislega kjörnum leiðtogum sem vildu nýta náttúruauðlindir í þágu eigin fólks – ekki bandarískra og breskra stórfyrirtækja. Í Síle, Indónesíu og Brasilíu studdu þau blóðug valdarán gegn vinstristjórnum. Í Indónesíu voru yfir hálf milljón manns myrtir árið 1965 í fjöldamorðum sem Bandaríkin studdu og skipulögðu beint – eins og skjalfest er í The Jakarta Method. Í Vietnam, Kambódíu og Laos myrtu þau milljónir í „stríði gegn kommúnisma“ sem var í raun stríð gegn sjálfstæði og þróun hnattræna suðursins. Í Níkaragva, El Salvador, Grenada, Panama og Haítí studdu þau valdarán, hernaðaryfirráð og fjöldamorð í nafni stöðugleika. Í Írak, Afghanistan, Líbíu og Sýrlandi beittu þau blekkingum, innrásum og loftárásum til að fella ríkisstjórnir og tryggja yfirráð þeirra yfir olíu og Mið-Austurlöndum. Þegar ekki er gripið til vopna, skræla þau þjóðir að innan í gegnum Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og Alþjóðabankann, sem skilyrða neyðarlán við niðurskurð, einkavæðingu og aðgengi vestrænna stórfyrirtækja að innviðum, auðlindum og vinnuafli fátækra þjóða. Þau beita dómsvaldinu sem vopni gegn óhlýðnum ríkjum – með refsiaðgerðum, lagalegum hótunum og útilokun frá alþjóðaviðskiptum – sérstaklega gagnvart þeim sem styðja frelsi og tilvistarrétt Palestínufólks, vinna með BRICS eða hafna forræði Bandaríkjanna. Fyrir þeim eru alþjóðalög ekki grundvöllur réttlætis heldur tól sem má afskræma og misnota eftir hentugleika – eins og sést á viðskiptaþvingunum Bandaríkjastjórnar gegn saksóknurum Alþjóðlega sakamáladómstólsins, þegar reynt er að rannsaka stríðsglæpi Bandaríkjamanna í Afganistan og þjóðarmorð Ísraels gegn Palestínu. Við unnum þorskastríðin – með því að halla okkur að mótvægi Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Ísland stendur frammi fyrir ofbeldisfullri hegðun stórveldis sem telur sig eiga rétt á að arðræna okkur. Í þorskastríðunum á sjöunda og áttunda áratugnum reyndu Bretar að knýja Ísland til að gefa eftir yfirráð yfir eigin fiskimiðum – með því að senda herskip til verndar breskum togurum, hóta hernaðaraðgerðum og skapa vísvitandi árekstra við íslensk skip. Þarna var barist fyrir fullveldi og sjálfstæði Íslands gegn ágengni stórveldis. En Ísland stóð í lappirnar. Ekki með vopnum, heldur með viljastyrk, samstöðu og með því að halla sér að mótvæginu í alþjóðakerfinu. Sovétríkin stóðu með Íslandi, í orðum og gerðum, og þannig fékk Ísland svigrúm til að verja sína hagsmuni. Sovétríkin keyptu af okkur fisk þegar vesturlönd reyndu að útskúfa okkur fyrir óhlýðnina. Þetta var hluti af utanríkisstefnu Íslands í tvípóla heim - að halda opnum leiðum bæði til austurs og vesturs til að styrkja sjálfstæði og hagsmuni landsins. Þessi dýrmæta lexía hefur verið grafin í burtu í íslenskri þjóðarsál: Að smáþjóðir geta sigrað stórveldi ef þær halda reisn og nýta kraft mótvægis í alþjóðakerfinu. BRICS er nýja mótvægið – og við þurfum að vera þar Í dag eru það ekki Sovétríkin, heldur BRICS+ – Brasilía, Rússland, Indland, Kína, Suður-Afríka og nýir umsækjendur eins og Íran, Argentína og Egyptaland – sem standa fyrir fjölpóla heimi og geta myndað mótvægi. Hugsjón BRICS er að beita sér fyrir heimi byggðum á jafnræði, samvinnu og efnahagslegri þróun án yfirgangs - friðsælli framþróun. Ísland getur – rétt eins og í þorskastríðunum – aukið samskipti og samstarf við þessi ríki, ekki sem undirgefið peð, heldur sem sjálfstæður aðili sem stendur vörð um eigin hagsmuni og þjóðfrelsi. Við höfum gert þetta áður. Við getum gert það aftur. Og í þetta sinn, ekki bara fyrir okkur – heldur fyrir heimsbyggðina alla. Tími fyrir nýja stefnu: Ísland sem virkur þátttakandi í nýjum, fjölpóla heimi Því legg ég til eftirfarandi: Ísland sæki um aðild að BRICS+ – sem mótvægi við vestræn efnahagsbandalög sem skilyrða samstarf við hollustu við heimsvaldastefnu, landránsnýlendur, þjóðarmorð og arðrán. Styðjum opinberlega málsókn Suður-Afríku gegn Ísrael og tölum skýrt fyrir virðingu fyrir alþjóðalögum – líka þegar það fer gegn Bandaríkjunum. Beitum Ísrael efnahagsþvingunum – með því að banna innflutning frá landránsnýlendunni, og eflum viðskipti við Palestínu. Endurskoðum tengslin við NATO og bandarískt hervald. Leggjum grunn að sjálfstæðri, fjölbreyttri utanríkisstefnu sem þjónar velferð heimsins – ekki forréttindum stórvelda. Örlög Íslands eru órjúfanlega samtvinnuð örlögum heimsins. Við erum lítil þjóð í stórum heimi – og ef hann fellur í upplausn, ofbeldi og óstöðugleika, þá föllum við með honum. Þess vegna verðum við að standa með friði, velferð og alþjóðlegu réttlæti. Þetta snýst ekki um hatur. Þetta snýst um frelsi. Við eigum ekki að hata Bandaríkin. En við þurfum að sjá þau eins og þau eru. Þau eru ekki lýðræðispostular – heldur hnignandi heimsveldi sem nær sínu fram með hótunum, refsingum og ofbeldi. Ísland þarf ekki að vera undirlægja stórvelda. Við getum - og verðum - að velja aðra leið. Höfundur er ritari framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun