Bolsonaro í stofufangelsi Agnar Már Másson skrifar 4. ágúst 2025 22:25 Jair Bolsonaro, fyrrverandi forseti Brasilíu, stundum kallaður „Trump dós Tropicos“. AP/Eraldo Peres Hæstiréttur Brasilíu hefur skipað Jair Bolsonaro, fyrrverandi forseti landsins, í stofufangelsi en hann á yfir höfði sér ákæru vegna meintrar valdaránstilraunar. Alríkislögreglan hefur lagt hald á símann hans. Í gær var mótmælt víða um landið til stuðnings Bolsonaro, sem hefur sakað yfirvöld um nornaveiðar, en forsetinn fyrrverandi róttækur hægrimaður og nýtur stuðnings Donalds Trumps Bandaríkjaforseta. Forsetinn fyrrverandi hefur þegar þurft að ganga um með ökklaband síðustu tvær vikur og verið gert að dvelja á heimili sínu á næturnar. En nú er honum alfarið óheimilt að yfirgefa heimili sitt. Hæstaréttardómarinn Alexandre de Moraes tilkynnti þetta í dag, mánudag, að því er brasilíski miðillinn G1 greinir frá. Dómarinn segir að Bolsonaro hafi brotið gegn varúðarráðstöfunum sem dómurinn hafði sett honum. Frá mótmælum til stuðnings Bolsonaro í gær, sunnudag.AP Í úrskurði Hæstaréttar segir að Bolsonaro hafi notað samfélagsmiðlareikninga bandamanna sinna, þar á meðal þriggja sona sinna sem allir eru þingmenn, til að dreifa efni sem hvatti bæði til og kynti undir árásir á Hæstarétt Brasilíu. Í færslum sé stuðningi lýst yfir við erlenda íhlutun í brasilíska dómskerfið. Ein af þessum færslum hafi birst á sunnudag vegna mótmæla í borgum um allt landið til stuðnings Bolsonaro. Alexandre de Moraes, Hæstaréttardómari í Brasilíu.AP Bolsonaro er sakaður um að hafa reynt að snúa við niðurstöðu kosninga 2022 þegar hann tapaði gegn Luiz Inacio Lula da Silva, núverandi forseta. Í janúar 2023 réðst fjöldi stuðningsmanna Bolsonaro inn í brasilíska þinghúsið. Yfirvöld í Brasilíu halda því fram að ætlunin hafi verið að taka Lula forseta af lífi. Bolsonaro hefur írekað neitað sök og sagt að hann þurfo að þoli nornaveiðar. Málið minnir óneitanlega á mál Trumps, sem var ákærður vegna meintrar valdaránstilraunar sinnar 2021 en Bolsonaro hefur verið kallaður „Trump dos trópicos“ í heimalandinu, þ.e. Hitabeltis-Trump. Bandaríkjamenn hafa nú tilkynnt um 50 prósenta toll sem tekur gildi á miðvikudag, meðal annars vegna meintra „ofsókna“ í garð Bolsonaro, skrifar Hvíta húsið. Brasilía Donald Trump Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Innlent Fleiri fréttir Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sjá meira
Í gær var mótmælt víða um landið til stuðnings Bolsonaro, sem hefur sakað yfirvöld um nornaveiðar, en forsetinn fyrrverandi róttækur hægrimaður og nýtur stuðnings Donalds Trumps Bandaríkjaforseta. Forsetinn fyrrverandi hefur þegar þurft að ganga um með ökklaband síðustu tvær vikur og verið gert að dvelja á heimili sínu á næturnar. En nú er honum alfarið óheimilt að yfirgefa heimili sitt. Hæstaréttardómarinn Alexandre de Moraes tilkynnti þetta í dag, mánudag, að því er brasilíski miðillinn G1 greinir frá. Dómarinn segir að Bolsonaro hafi brotið gegn varúðarráðstöfunum sem dómurinn hafði sett honum. Frá mótmælum til stuðnings Bolsonaro í gær, sunnudag.AP Í úrskurði Hæstaréttar segir að Bolsonaro hafi notað samfélagsmiðlareikninga bandamanna sinna, þar á meðal þriggja sona sinna sem allir eru þingmenn, til að dreifa efni sem hvatti bæði til og kynti undir árásir á Hæstarétt Brasilíu. Í færslum sé stuðningi lýst yfir við erlenda íhlutun í brasilíska dómskerfið. Ein af þessum færslum hafi birst á sunnudag vegna mótmæla í borgum um allt landið til stuðnings Bolsonaro. Alexandre de Moraes, Hæstaréttardómari í Brasilíu.AP Bolsonaro er sakaður um að hafa reynt að snúa við niðurstöðu kosninga 2022 þegar hann tapaði gegn Luiz Inacio Lula da Silva, núverandi forseta. Í janúar 2023 réðst fjöldi stuðningsmanna Bolsonaro inn í brasilíska þinghúsið. Yfirvöld í Brasilíu halda því fram að ætlunin hafi verið að taka Lula forseta af lífi. Bolsonaro hefur írekað neitað sök og sagt að hann þurfo að þoli nornaveiðar. Málið minnir óneitanlega á mál Trumps, sem var ákærður vegna meintrar valdaránstilraunar sinnar 2021 en Bolsonaro hefur verið kallaður „Trump dos trópicos“ í heimalandinu, þ.e. Hitabeltis-Trump. Bandaríkjamenn hafa nú tilkynnt um 50 prósenta toll sem tekur gildi á miðvikudag, meðal annars vegna meintra „ofsókna“ í garð Bolsonaro, skrifar Hvíta húsið.
Brasilía Donald Trump Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Innlent Fleiri fréttir Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sjá meira