Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Agnar Már Másson skrifar 5. ágúst 2025 15:49 Bill Clinton fyrrverandi forseti Bandaríkjanna. Getty Bandarísk þingnefnd hefur birt Clinton-hjónunum stefnu þar sem þau eru krafin um skýrslu í tengslum við Epstein-málið. Fjöldi fyrrverandi ráðamanna sem spannar fjórar forsetatíðir er einnig krafinn svara vegna málsins. Eftirlitsnefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings gaf í dag út stefnu á hendur fjölda fyrrverandi ráðamanna, að því er CBC greinir frá. Meðal þeirra stefndu eru Bill Clinton, fyrrverandi forseti, og eiginkona hans Hillary Clinton, fyrrverandi utanríkisráðherra og forsetaframbjóðandi. Þeim er gert að bera vitni um mál sem tengist kynferðisafbrotamanninum Jeffrey Epstein. Bill Clinton hefur margoft verið orðaður við Epstein og er til fjöldi mynda af tvímenningunum saman. Í stefnunum er þess krafist að skýrslur verði teknar af fyrrverandi starfsmönnum dómsmálaráðuneytisins. Þingmenn í undirnefnd eftirlitsnefndarinnar samþykktu í síðasta mánuði að óska eftir frekari gögnum frá dómsmálaráðuneytinu í tengslum við málið. Nefndin gaf einnig út stefnu á hendur Pam Bondi dómsmálaráðherra um skjöl sem tengjast rannsókn dómsmálaráðuneytisins á Epstein og Ghislaine Maxwell, samverkakonu hans sem afplánar nú 20 ára fangelsisdóm. Nefndin vill einnig fá vitnisburði frá Clinton-hjónunum og fleiri embættismönnum sem spanna síðustu fjórar forsetatíðir; þar á meðal eru fyrrverandi dómsmálaráðherrarnir, Bill Barr, Alberto Gonzales, Jeff Sessions, Loretta Lynch og Eric Holder en einnig fyrrverandi forstjórar alríkislögreglunnar, James Comey og Robert Mueller. Sessions og Barr stýrðu dómsmálaráðuneytinu á fyrsta kjörtímabili Donalds Trumps Bandaríkjaforseta. Þingmennirnir leita upplýsinga frá Clinton-hjónunum vegna fyrri tengsla fyrrverandi forsetans við Epstein og Maxwell í upphafi aldarinnar. Bréfin sem James Comer, repúblikani og formaður eftirlitsnefndarinnar, sendi hinum stefndu eru öll svipuð að sögn CBC. Skjöl úr dómsmálaráðuneytinu verða að vera afhent fyrir 19. ágúst samkvæmt stefnunni og skýrslutökur eru áætlaðar í ágúst, september og október. Maxwell, fyrrverandi kærasta og aðstoðarkona Epsteins, hefur verið flutt í lágmarksöryggisfangelsi í Texas sem þykir nokkuð þægilegra en fangelsið sem hún hefur verið í í Flórída. Ekki liggur fyrir af hverju hún var flutt. Mál Jeffrey Epstein Kynferðisofbeldi Bandaríkin Bill Clinton Erlend sakamál Tengdar fréttir „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara Sérstakur rannsakandi sem skipaður var af dómsmálaráðherra Donalds Trump, með það verkefni að kafa í Rússarannsóknina svokölluðu, fann vísbendingar sem grafa undan þeirri kenningu margra stuðningsmanna Trumps að Hillary Clinton og starfsfólk hennar hafi reynt að koma sök á Trump og ljúga því að framboð hans hafi átt í samstarfi við Rússa í kosningabaráttunni 2016. 1. ágúst 2025 15:03 Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Eftirlitsnefnd fulltrúadeildar bandaríska þingsins hefur hafnað umleitan Ghislaine Maxwell um að hún fái friðhelgi gegn því að bera vitni fyrir nefndinni. 30. júlí 2025 11:45 Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagðist í gær hafa slitið vinskap sínum við Jeffrey Epstein, hin látna barnaníðing, fyrir mörgum árum. Forsetinn sagðist hafa gert það eftir að Epstein sveik hann með því að ráða starfsfólk Trumps til sín tvisvar sinnum. 29. júlí 2025 11:39 „Hann stal henni“ Donald Trump Bandaríkjaforseti segir Jeffrey Epstein hafa „stolið“ Virginiu Giuffre úr starfi hennar í heilsulind sveitaklúbbs Trump í Mar-a-Lago í Flórída. Trump segist hafa slitið sambandi sínu við Epstein sökum þessa. 29. júlí 2025 22:44 Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Fleiri fréttir Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Sjá meira
Eftirlitsnefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings gaf í dag út stefnu á hendur fjölda fyrrverandi ráðamanna, að því er CBC greinir frá. Meðal þeirra stefndu eru Bill Clinton, fyrrverandi forseti, og eiginkona hans Hillary Clinton, fyrrverandi utanríkisráðherra og forsetaframbjóðandi. Þeim er gert að bera vitni um mál sem tengist kynferðisafbrotamanninum Jeffrey Epstein. Bill Clinton hefur margoft verið orðaður við Epstein og er til fjöldi mynda af tvímenningunum saman. Í stefnunum er þess krafist að skýrslur verði teknar af fyrrverandi starfsmönnum dómsmálaráðuneytisins. Þingmenn í undirnefnd eftirlitsnefndarinnar samþykktu í síðasta mánuði að óska eftir frekari gögnum frá dómsmálaráðuneytinu í tengslum við málið. Nefndin gaf einnig út stefnu á hendur Pam Bondi dómsmálaráðherra um skjöl sem tengjast rannsókn dómsmálaráðuneytisins á Epstein og Ghislaine Maxwell, samverkakonu hans sem afplánar nú 20 ára fangelsisdóm. Nefndin vill einnig fá vitnisburði frá Clinton-hjónunum og fleiri embættismönnum sem spanna síðustu fjórar forsetatíðir; þar á meðal eru fyrrverandi dómsmálaráðherrarnir, Bill Barr, Alberto Gonzales, Jeff Sessions, Loretta Lynch og Eric Holder en einnig fyrrverandi forstjórar alríkislögreglunnar, James Comey og Robert Mueller. Sessions og Barr stýrðu dómsmálaráðuneytinu á fyrsta kjörtímabili Donalds Trumps Bandaríkjaforseta. Þingmennirnir leita upplýsinga frá Clinton-hjónunum vegna fyrri tengsla fyrrverandi forsetans við Epstein og Maxwell í upphafi aldarinnar. Bréfin sem James Comer, repúblikani og formaður eftirlitsnefndarinnar, sendi hinum stefndu eru öll svipuð að sögn CBC. Skjöl úr dómsmálaráðuneytinu verða að vera afhent fyrir 19. ágúst samkvæmt stefnunni og skýrslutökur eru áætlaðar í ágúst, september og október. Maxwell, fyrrverandi kærasta og aðstoðarkona Epsteins, hefur verið flutt í lágmarksöryggisfangelsi í Texas sem þykir nokkuð þægilegra en fangelsið sem hún hefur verið í í Flórída. Ekki liggur fyrir af hverju hún var flutt.
Mál Jeffrey Epstein Kynferðisofbeldi Bandaríkin Bill Clinton Erlend sakamál Tengdar fréttir „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara Sérstakur rannsakandi sem skipaður var af dómsmálaráðherra Donalds Trump, með það verkefni að kafa í Rússarannsóknina svokölluðu, fann vísbendingar sem grafa undan þeirri kenningu margra stuðningsmanna Trumps að Hillary Clinton og starfsfólk hennar hafi reynt að koma sök á Trump og ljúga því að framboð hans hafi átt í samstarfi við Rússa í kosningabaráttunni 2016. 1. ágúst 2025 15:03 Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Eftirlitsnefnd fulltrúadeildar bandaríska þingsins hefur hafnað umleitan Ghislaine Maxwell um að hún fái friðhelgi gegn því að bera vitni fyrir nefndinni. 30. júlí 2025 11:45 Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagðist í gær hafa slitið vinskap sínum við Jeffrey Epstein, hin látna barnaníðing, fyrir mörgum árum. Forsetinn sagðist hafa gert það eftir að Epstein sveik hann með því að ráða starfsfólk Trumps til sín tvisvar sinnum. 29. júlí 2025 11:39 „Hann stal henni“ Donald Trump Bandaríkjaforseti segir Jeffrey Epstein hafa „stolið“ Virginiu Giuffre úr starfi hennar í heilsulind sveitaklúbbs Trump í Mar-a-Lago í Flórída. Trump segist hafa slitið sambandi sínu við Epstein sökum þessa. 29. júlí 2025 22:44 Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Fleiri fréttir Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Sjá meira
„Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara Sérstakur rannsakandi sem skipaður var af dómsmálaráðherra Donalds Trump, með það verkefni að kafa í Rússarannsóknina svokölluðu, fann vísbendingar sem grafa undan þeirri kenningu margra stuðningsmanna Trumps að Hillary Clinton og starfsfólk hennar hafi reynt að koma sök á Trump og ljúga því að framboð hans hafi átt í samstarfi við Rússa í kosningabaráttunni 2016. 1. ágúst 2025 15:03
Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Eftirlitsnefnd fulltrúadeildar bandaríska þingsins hefur hafnað umleitan Ghislaine Maxwell um að hún fái friðhelgi gegn því að bera vitni fyrir nefndinni. 30. júlí 2025 11:45
Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagðist í gær hafa slitið vinskap sínum við Jeffrey Epstein, hin látna barnaníðing, fyrir mörgum árum. Forsetinn sagðist hafa gert það eftir að Epstein sveik hann með því að ráða starfsfólk Trumps til sín tvisvar sinnum. 29. júlí 2025 11:39
„Hann stal henni“ Donald Trump Bandaríkjaforseti segir Jeffrey Epstein hafa „stolið“ Virginiu Giuffre úr starfi hennar í heilsulind sveitaklúbbs Trump í Mar-a-Lago í Flórída. Trump segist hafa slitið sambandi sínu við Epstein sökum þessa. 29. júlí 2025 22:44