Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 6. ágúst 2025 13:30 Þór Pálsson er framkvæmdastjóri Rafmenntar, sem keypti rekstur Kvikmyndaskólans. Skólinn hefur verið færður af Suðurlandsbraut í húsnæði Stúdíó Sýrlands við Vatnagarða. Aðsend/Vilhelm Framkvæmdastjóri Rafmenntar segir nöfn fyrrverandi starfsmanna við Kvikmyndaskólann hafa verið fjarlægð af vefsíðu skólans þá og þegar hann sá ásakanir þeirra um að nöfn þeirra væru notuð að þeim forspurðum til að auglýsa skólann. Hann furðar sig á því að þau hafi ekki haft samband við hann beint heldur farið beint með mál sitt til fjölmiðla. Dr. Sigurjón Baldur Hafsteinsson, dr. Sigurður Gylfi Magnússon, og Þóra Fjeldsted voru akademískir starfsmenn Kvikmyndaskólans en hafa ekki verið viðloðandi skólann frá því að Rafmennt keypti rekstur hans í vor. Þau sendu frá sér yfirlýsingu í morgun þar sem þau saka Rafmennt um alvarlegt brot gegn trausti, faglegum vinnubrögðum og siðferðislegum mörkum með því að auglýsa nöfn þeirra í nafni háskólastarfsemi á vefsíðu skólans, að þeim forspurðum. Þór Pálsson framkvæmdastjóri Rafmenntar biður þau afsökunar á að hafa láðst að taka nöfn þeirra út af vefsíðu skólans. Þegar Rafmennt keypti reksturinn hafi vefsíðan fylgt með. „Ég var að hreinsa nöfnin út af síðunni núna. Það fórst fyrir í öllum hamaganginum sem er búið að vera í kring um þetta,“ segir Þór í samtali við fréttastofu. „Við höfum ekkert farið í gegn um síðuna af neinu viti, að laga til og taka út upplýsingar sem ekki eiga að vera þar. Svo höfum við aldrei auglýst þetta sem háskóla þannig að við ætlumst ekki til neins af þessu fólki.“ Þá furðar hann sig á því að þremenningarnir hafi birt téða yfirlýsingu í stað þess að heyra einfaldlega í honum og fá nöfnin þeirra fjarlægð af vefsíðunni. Kvikmyndaskólinn tekur til starfa í haust í rekstri Rafmenntar. Samningar hafa náðst milli fyrirtækisins og mennta- og barnamálaráðuneytisins og Þór segir starfsfólk vel á veg komið við að endurskipuleggja starfsemi skólans og rekstur. Þá sé námið orðið lánshæft á ný, sem það var ekki undanfarin ár, og samtal sé í gangi við Háskólann á Bifröst um mögulegt samstarf í framtíðinni. Málefni Kvikmyndaskóla Íslands Skóla- og menntamál Tengdar fréttir Kvikmyndaskólinn lifir og skólagjöld verða hóflegri Skráning er hafin fyrir nýnema í haust á vef Kvikmyndaskóla Íslands. Góður gangur þykir í viðræðum mennta- og barnamálaráðuneytisins og Rafmenntar, og ljóst þykir að nám haldi áfram við skólann í haust. Skólagjöld verða hóflegri en áður, og mun hver önn kosta 390 þúsund krónur. 19. júní 2025 12:13 „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Stofnandi Kvikmyndaskóla Íslands segir gjaldþrot skólans eingöngu stjórnvöldum að kenna og sakar þau um að vera á móti uppbyggingu skólans. Þau hafi neitað að greiða til skólans af fjárlögum og skert aðgengi nemenda að skólanum. Hann er þakklátur fyrir yfirtöku Rafmenntar en telur að námið muni samt sem áður breytast til muna. 21. apríl 2025 10:48 Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Þekkingarfyrirtækið Rafmennt hefur gengið til samninga við skiptastjóra þrotabús Kvikmyndaskóla Íslands og tryggt sér allar eignir þess. Skólastjóri Rafmenntar sér fram á að hægt verði að ljúka önninni og rektor Kvikmyndaskólans lítur björtum augum til framtíðar. 17. apríl 2025 20:55 Mest lesið Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Fleiri fréttir Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Sjá meira
Dr. Sigurjón Baldur Hafsteinsson, dr. Sigurður Gylfi Magnússon, og Þóra Fjeldsted voru akademískir starfsmenn Kvikmyndaskólans en hafa ekki verið viðloðandi skólann frá því að Rafmennt keypti rekstur hans í vor. Þau sendu frá sér yfirlýsingu í morgun þar sem þau saka Rafmennt um alvarlegt brot gegn trausti, faglegum vinnubrögðum og siðferðislegum mörkum með því að auglýsa nöfn þeirra í nafni háskólastarfsemi á vefsíðu skólans, að þeim forspurðum. Þór Pálsson framkvæmdastjóri Rafmenntar biður þau afsökunar á að hafa láðst að taka nöfn þeirra út af vefsíðu skólans. Þegar Rafmennt keypti reksturinn hafi vefsíðan fylgt með. „Ég var að hreinsa nöfnin út af síðunni núna. Það fórst fyrir í öllum hamaganginum sem er búið að vera í kring um þetta,“ segir Þór í samtali við fréttastofu. „Við höfum ekkert farið í gegn um síðuna af neinu viti, að laga til og taka út upplýsingar sem ekki eiga að vera þar. Svo höfum við aldrei auglýst þetta sem háskóla þannig að við ætlumst ekki til neins af þessu fólki.“ Þá furðar hann sig á því að þremenningarnir hafi birt téða yfirlýsingu í stað þess að heyra einfaldlega í honum og fá nöfnin þeirra fjarlægð af vefsíðunni. Kvikmyndaskólinn tekur til starfa í haust í rekstri Rafmenntar. Samningar hafa náðst milli fyrirtækisins og mennta- og barnamálaráðuneytisins og Þór segir starfsfólk vel á veg komið við að endurskipuleggja starfsemi skólans og rekstur. Þá sé námið orðið lánshæft á ný, sem það var ekki undanfarin ár, og samtal sé í gangi við Háskólann á Bifröst um mögulegt samstarf í framtíðinni.
Málefni Kvikmyndaskóla Íslands Skóla- og menntamál Tengdar fréttir Kvikmyndaskólinn lifir og skólagjöld verða hóflegri Skráning er hafin fyrir nýnema í haust á vef Kvikmyndaskóla Íslands. Góður gangur þykir í viðræðum mennta- og barnamálaráðuneytisins og Rafmenntar, og ljóst þykir að nám haldi áfram við skólann í haust. Skólagjöld verða hóflegri en áður, og mun hver önn kosta 390 þúsund krónur. 19. júní 2025 12:13 „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Stofnandi Kvikmyndaskóla Íslands segir gjaldþrot skólans eingöngu stjórnvöldum að kenna og sakar þau um að vera á móti uppbyggingu skólans. Þau hafi neitað að greiða til skólans af fjárlögum og skert aðgengi nemenda að skólanum. Hann er þakklátur fyrir yfirtöku Rafmenntar en telur að námið muni samt sem áður breytast til muna. 21. apríl 2025 10:48 Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Þekkingarfyrirtækið Rafmennt hefur gengið til samninga við skiptastjóra þrotabús Kvikmyndaskóla Íslands og tryggt sér allar eignir þess. Skólastjóri Rafmenntar sér fram á að hægt verði að ljúka önninni og rektor Kvikmyndaskólans lítur björtum augum til framtíðar. 17. apríl 2025 20:55 Mest lesið Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Fleiri fréttir Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Sjá meira
Kvikmyndaskólinn lifir og skólagjöld verða hóflegri Skráning er hafin fyrir nýnema í haust á vef Kvikmyndaskóla Íslands. Góður gangur þykir í viðræðum mennta- og barnamálaráðuneytisins og Rafmenntar, og ljóst þykir að nám haldi áfram við skólann í haust. Skólagjöld verða hóflegri en áður, og mun hver önn kosta 390 þúsund krónur. 19. júní 2025 12:13
„Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Stofnandi Kvikmyndaskóla Íslands segir gjaldþrot skólans eingöngu stjórnvöldum að kenna og sakar þau um að vera á móti uppbyggingu skólans. Þau hafi neitað að greiða til skólans af fjárlögum og skert aðgengi nemenda að skólanum. Hann er þakklátur fyrir yfirtöku Rafmenntar en telur að námið muni samt sem áður breytast til muna. 21. apríl 2025 10:48
Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Þekkingarfyrirtækið Rafmennt hefur gengið til samninga við skiptastjóra þrotabús Kvikmyndaskóla Íslands og tryggt sér allar eignir þess. Skólastjóri Rafmenntar sér fram á að hægt verði að ljúka önninni og rektor Kvikmyndaskólans lítur björtum augum til framtíðar. 17. apríl 2025 20:55