Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 6. ágúst 2025 13:30 Þór Pálsson er framkvæmdastjóri Rafmenntar, sem keypti rekstur Kvikmyndaskólans. Skólinn hefur verið færður af Suðurlandsbraut í húsnæði Stúdíó Sýrlands við Vatnagarða. Aðsend/Vilhelm Framkvæmdastjóri Rafmenntar segir nöfn fyrrverandi starfsmanna við Kvikmyndaskólann hafa verið fjarlægð af vefsíðu skólans þá og þegar hann sá ásakanir þeirra um að nöfn þeirra væru notuð að þeim forspurðum til að auglýsa skólann. Hann furðar sig á því að þau hafi ekki haft samband við hann beint heldur farið beint með mál sitt til fjölmiðla. Dr. Sigurjón Baldur Hafsteinsson, dr. Sigurður Gylfi Magnússon, og Þóra Fjeldsted voru akademískir starfsmenn Kvikmyndaskólans en hafa ekki verið viðloðandi skólann frá því að Rafmennt keypti rekstur hans í vor. Þau sendu frá sér yfirlýsingu í morgun þar sem þau saka Rafmennt um alvarlegt brot gegn trausti, faglegum vinnubrögðum og siðferðislegum mörkum með því að auglýsa nöfn þeirra í nafni háskólastarfsemi á vefsíðu skólans, að þeim forspurðum. Þór Pálsson framkvæmdastjóri Rafmenntar biður þau afsökunar á að hafa láðst að taka nöfn þeirra út af vefsíðu skólans. Þegar Rafmennt keypti reksturinn hafi vefsíðan fylgt með. „Ég var að hreinsa nöfnin út af síðunni núna. Það fórst fyrir í öllum hamaganginum sem er búið að vera í kring um þetta,“ segir Þór í samtali við fréttastofu. „Við höfum ekkert farið í gegn um síðuna af neinu viti, að laga til og taka út upplýsingar sem ekki eiga að vera þar. Svo höfum við aldrei auglýst þetta sem háskóla þannig að við ætlumst ekki til neins af þessu fólki.“ Þá furðar hann sig á því að þremenningarnir hafi birt téða yfirlýsingu í stað þess að heyra einfaldlega í honum og fá nöfnin þeirra fjarlægð af vefsíðunni. Kvikmyndaskólinn tekur til starfa í haust í rekstri Rafmenntar. Samningar hafa náðst milli fyrirtækisins og mennta- og barnamálaráðuneytisins og Þór segir starfsfólk vel á veg komið við að endurskipuleggja starfsemi skólans og rekstur. Þá sé námið orðið lánshæft á ný, sem það var ekki undanfarin ár, og samtal sé í gangi við Háskólann á Bifröst um mögulegt samstarf í framtíðinni. Málefni Kvikmyndaskóla Íslands Skóla- og menntamál Tengdar fréttir Kvikmyndaskólinn lifir og skólagjöld verða hóflegri Skráning er hafin fyrir nýnema í haust á vef Kvikmyndaskóla Íslands. Góður gangur þykir í viðræðum mennta- og barnamálaráðuneytisins og Rafmenntar, og ljóst þykir að nám haldi áfram við skólann í haust. Skólagjöld verða hóflegri en áður, og mun hver önn kosta 390 þúsund krónur. 19. júní 2025 12:13 „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Stofnandi Kvikmyndaskóla Íslands segir gjaldþrot skólans eingöngu stjórnvöldum að kenna og sakar þau um að vera á móti uppbyggingu skólans. Þau hafi neitað að greiða til skólans af fjárlögum og skert aðgengi nemenda að skólanum. Hann er þakklátur fyrir yfirtöku Rafmenntar en telur að námið muni samt sem áður breytast til muna. 21. apríl 2025 10:48 Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Þekkingarfyrirtækið Rafmennt hefur gengið til samninga við skiptastjóra þrotabús Kvikmyndaskóla Íslands og tryggt sér allar eignir þess. Skólastjóri Rafmenntar sér fram á að hægt verði að ljúka önninni og rektor Kvikmyndaskólans lítur björtum augum til framtíðar. 17. apríl 2025 20:55 Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Erlent Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Innlent Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Innlent Karlarnir leiða að ósk kvennanna Innlent Fleiri fréttir Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Fimmti hver á bráðadeild vegna ölvunarástands Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum Sjá meira
Dr. Sigurjón Baldur Hafsteinsson, dr. Sigurður Gylfi Magnússon, og Þóra Fjeldsted voru akademískir starfsmenn Kvikmyndaskólans en hafa ekki verið viðloðandi skólann frá því að Rafmennt keypti rekstur hans í vor. Þau sendu frá sér yfirlýsingu í morgun þar sem þau saka Rafmennt um alvarlegt brot gegn trausti, faglegum vinnubrögðum og siðferðislegum mörkum með því að auglýsa nöfn þeirra í nafni háskólastarfsemi á vefsíðu skólans, að þeim forspurðum. Þór Pálsson framkvæmdastjóri Rafmenntar biður þau afsökunar á að hafa láðst að taka nöfn þeirra út af vefsíðu skólans. Þegar Rafmennt keypti reksturinn hafi vefsíðan fylgt með. „Ég var að hreinsa nöfnin út af síðunni núna. Það fórst fyrir í öllum hamaganginum sem er búið að vera í kring um þetta,“ segir Þór í samtali við fréttastofu. „Við höfum ekkert farið í gegn um síðuna af neinu viti, að laga til og taka út upplýsingar sem ekki eiga að vera þar. Svo höfum við aldrei auglýst þetta sem háskóla þannig að við ætlumst ekki til neins af þessu fólki.“ Þá furðar hann sig á því að þremenningarnir hafi birt téða yfirlýsingu í stað þess að heyra einfaldlega í honum og fá nöfnin þeirra fjarlægð af vefsíðunni. Kvikmyndaskólinn tekur til starfa í haust í rekstri Rafmenntar. Samningar hafa náðst milli fyrirtækisins og mennta- og barnamálaráðuneytisins og Þór segir starfsfólk vel á veg komið við að endurskipuleggja starfsemi skólans og rekstur. Þá sé námið orðið lánshæft á ný, sem það var ekki undanfarin ár, og samtal sé í gangi við Háskólann á Bifröst um mögulegt samstarf í framtíðinni.
Málefni Kvikmyndaskóla Íslands Skóla- og menntamál Tengdar fréttir Kvikmyndaskólinn lifir og skólagjöld verða hóflegri Skráning er hafin fyrir nýnema í haust á vef Kvikmyndaskóla Íslands. Góður gangur þykir í viðræðum mennta- og barnamálaráðuneytisins og Rafmenntar, og ljóst þykir að nám haldi áfram við skólann í haust. Skólagjöld verða hóflegri en áður, og mun hver önn kosta 390 þúsund krónur. 19. júní 2025 12:13 „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Stofnandi Kvikmyndaskóla Íslands segir gjaldþrot skólans eingöngu stjórnvöldum að kenna og sakar þau um að vera á móti uppbyggingu skólans. Þau hafi neitað að greiða til skólans af fjárlögum og skert aðgengi nemenda að skólanum. Hann er þakklátur fyrir yfirtöku Rafmenntar en telur að námið muni samt sem áður breytast til muna. 21. apríl 2025 10:48 Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Þekkingarfyrirtækið Rafmennt hefur gengið til samninga við skiptastjóra þrotabús Kvikmyndaskóla Íslands og tryggt sér allar eignir þess. Skólastjóri Rafmenntar sér fram á að hægt verði að ljúka önninni og rektor Kvikmyndaskólans lítur björtum augum til framtíðar. 17. apríl 2025 20:55 Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Erlent Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Innlent Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Innlent Karlarnir leiða að ósk kvennanna Innlent Fleiri fréttir Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Fimmti hver á bráðadeild vegna ölvunarástands Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum Sjá meira
Kvikmyndaskólinn lifir og skólagjöld verða hóflegri Skráning er hafin fyrir nýnema í haust á vef Kvikmyndaskóla Íslands. Góður gangur þykir í viðræðum mennta- og barnamálaráðuneytisins og Rafmenntar, og ljóst þykir að nám haldi áfram við skólann í haust. Skólagjöld verða hóflegri en áður, og mun hver önn kosta 390 þúsund krónur. 19. júní 2025 12:13
„Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Stofnandi Kvikmyndaskóla Íslands segir gjaldþrot skólans eingöngu stjórnvöldum að kenna og sakar þau um að vera á móti uppbyggingu skólans. Þau hafi neitað að greiða til skólans af fjárlögum og skert aðgengi nemenda að skólanum. Hann er þakklátur fyrir yfirtöku Rafmenntar en telur að námið muni samt sem áður breytast til muna. 21. apríl 2025 10:48
Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Þekkingarfyrirtækið Rafmennt hefur gengið til samninga við skiptastjóra þrotabús Kvikmyndaskóla Íslands og tryggt sér allar eignir þess. Skólastjóri Rafmenntar sér fram á að hægt verði að ljúka önninni og rektor Kvikmyndaskólans lítur björtum augum til framtíðar. 17. apríl 2025 20:55