Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Samúel Karl Ólason skrifar 6. ágúst 2025 16:12 Donald Trump og Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands. AP/Ben Curtis Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hækkaði í dag tolla á vörur frá Indlandi um 25 prósent. Ku það vera vegna kaupa Indverja á olíu frá Rússlandi og en þegar tollarnir taka gildi verða tollar á Indland orðnir fimmtíu prósent. Til greina kemur að beita fleiri ríki tollum, kaupi þau olíu af Rússlandi. Í forsetatilskipun sem Trump um tollana sem Trump skrifaði undir í dag segist forsetinn hafa fengið upplýsingar frá embættismönnum sínum og öðrum um aðgerðir stjórnvalda í Rússlandi sem snúa að innrásinni í Úkraínu. Hafandi velt þeim upplýsingum fyrir sér segir Trump að stjórnvöld Rússlands ógni enn þjóðaröryggi Bandaríkjanna og utanríkisstefnu. Þá segir í yfirlýsingu frá Hvíta húsinu að kaup Indlands á rússneskri olíu komi niður á refsiaðgerðum gegn Rússlandi og hjálpi Rússum að fjármagna stríðsrekstur þeirra í Úkraínu. Frumvarp um sambærilegar, en stífari, refsiaðgerðir gegn ríkjum sem kaupa rússneska olíu hefur lengi verið tilbúið á þingi vestanhafs, án þess þó að hafa verið sett í atkvæðagreiðslu. Sjá einnig: Mun þingið fara fram hjá Trump? Lindsey Graham, öldungadeildarþingmaður sem kom að því að semja áðurnefnt frumvarp, segist fagna ákvörðun Trumps. Hann segir að héðan í frá verði ekki jafn auðvelt að kaupa ódýra rússneska olíu og áður. Graham segir að haldi ríki áfram að kaupa olíu frá Rússlandi muni þau ekki lengur hafa greiðan aðgang að bandarískum mörkuðum. Ráðamenn þessara ríkja hafi sjálfum sér um að kenna. Buying cheap Russian oil is not going to be as easy as it used to be. I completely understand and applaud President @realDonaldTrump’s decision to hit India with an additional 25 percent tariff on all their products coming into the United States because India insists on… https://t.co/zSUbdYobIU— Lindsey Graham (@LindseyGrahamSC) August 6, 2025 Indland er næst stærsti innflytjandi rússneskrar olíu í heiminum. Kína situr í fyrsta sæti i en Trump hefur sett þrjátíu prósent tolla á Kína og eiga ríkin í viðræðum. Meðal annarra kaupenda eru Tyrkir og nokkur ríki í Evrópu. Utanríkisráðuneyti Indlands hefur sent út yfirlýsingu um að nauðsynlegt sé fyrir ríkið að kaupa olíu frá Rússlandi. Orkuþörf 1,4 milljarða manna sé mikil. Því sé „óheppilegt“ að Bandaríkjamenn beiti Indverja tollum fyrir eitthvað sem þó nokkur önnur ríki heims gera. Forsvarsmenn bandarískra framleiðslufyrirtækja hafa á undanförnum mánuðum litið til Indlands og íhugað að flytja framleiðslu sína þangað, frá öðrum ríkjum sem Trump hefur beitt háum tollum, eins og Kína. Tilskipunin mun líklega hafa mikil áhrif á þær ætlanir. Vladimír Pútín, forseti Rússlands, og Steve Witkoff, sérstakur erindreki Trumps, í Moskvu í dag.AP/Gavriil Grigorov Witkoff fundaði með Pútín Steve Witkoff, sérstakur erindreki Trumps, fundaði í dag með Vladimír Pútín, forseta Rússlands, í Moskvu. Sá fundur stóð yfir í um þrjá tíma en lítið liggur fyrir um hvað fór fram á þeim fundi annað en að talað hafi verið um innrásina í Úkraínu og mögulegt samstarf Bandaríkjanna og Rússlands í efnahagsmálum. Tvær dagar eru þar til frestur sem Trump veitti Pútin til að semja um frið í Úkraínu rennur út. Trump hefur heitið hertum refsiaðgerðum gegn Rússlandi komist ekki á friður. Pútín tjáði sig nýverið um þennan afarkost Trumps og virtist gefa lítið fyrir hann. Bandaríkin Indland Donald Trump Skattar og tollar Rússland Vladimír Pútín Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Holskefla í kortunum Innlent Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Innlent Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Innlent Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Innlent Bílslys í Laugardal Innlent Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Fleiri fréttir Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Hefðu getað sett símkerfi New York á hliðina Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Íbúar í Kína og Hong Kong búa sig undir Ragasa „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Frakkar viðurkenna Palestínu en Ísrael fordæmir „pólitískan sirkús“ Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Sjá meira
Til greina kemur að beita fleiri ríki tollum, kaupi þau olíu af Rússlandi. Í forsetatilskipun sem Trump um tollana sem Trump skrifaði undir í dag segist forsetinn hafa fengið upplýsingar frá embættismönnum sínum og öðrum um aðgerðir stjórnvalda í Rússlandi sem snúa að innrásinni í Úkraínu. Hafandi velt þeim upplýsingum fyrir sér segir Trump að stjórnvöld Rússlands ógni enn þjóðaröryggi Bandaríkjanna og utanríkisstefnu. Þá segir í yfirlýsingu frá Hvíta húsinu að kaup Indlands á rússneskri olíu komi niður á refsiaðgerðum gegn Rússlandi og hjálpi Rússum að fjármagna stríðsrekstur þeirra í Úkraínu. Frumvarp um sambærilegar, en stífari, refsiaðgerðir gegn ríkjum sem kaupa rússneska olíu hefur lengi verið tilbúið á þingi vestanhafs, án þess þó að hafa verið sett í atkvæðagreiðslu. Sjá einnig: Mun þingið fara fram hjá Trump? Lindsey Graham, öldungadeildarþingmaður sem kom að því að semja áðurnefnt frumvarp, segist fagna ákvörðun Trumps. Hann segir að héðan í frá verði ekki jafn auðvelt að kaupa ódýra rússneska olíu og áður. Graham segir að haldi ríki áfram að kaupa olíu frá Rússlandi muni þau ekki lengur hafa greiðan aðgang að bandarískum mörkuðum. Ráðamenn þessara ríkja hafi sjálfum sér um að kenna. Buying cheap Russian oil is not going to be as easy as it used to be. I completely understand and applaud President @realDonaldTrump’s decision to hit India with an additional 25 percent tariff on all their products coming into the United States because India insists on… https://t.co/zSUbdYobIU— Lindsey Graham (@LindseyGrahamSC) August 6, 2025 Indland er næst stærsti innflytjandi rússneskrar olíu í heiminum. Kína situr í fyrsta sæti i en Trump hefur sett þrjátíu prósent tolla á Kína og eiga ríkin í viðræðum. Meðal annarra kaupenda eru Tyrkir og nokkur ríki í Evrópu. Utanríkisráðuneyti Indlands hefur sent út yfirlýsingu um að nauðsynlegt sé fyrir ríkið að kaupa olíu frá Rússlandi. Orkuþörf 1,4 milljarða manna sé mikil. Því sé „óheppilegt“ að Bandaríkjamenn beiti Indverja tollum fyrir eitthvað sem þó nokkur önnur ríki heims gera. Forsvarsmenn bandarískra framleiðslufyrirtækja hafa á undanförnum mánuðum litið til Indlands og íhugað að flytja framleiðslu sína þangað, frá öðrum ríkjum sem Trump hefur beitt háum tollum, eins og Kína. Tilskipunin mun líklega hafa mikil áhrif á þær ætlanir. Vladimír Pútín, forseti Rússlands, og Steve Witkoff, sérstakur erindreki Trumps, í Moskvu í dag.AP/Gavriil Grigorov Witkoff fundaði með Pútín Steve Witkoff, sérstakur erindreki Trumps, fundaði í dag með Vladimír Pútín, forseta Rússlands, í Moskvu. Sá fundur stóð yfir í um þrjá tíma en lítið liggur fyrir um hvað fór fram á þeim fundi annað en að talað hafi verið um innrásina í Úkraínu og mögulegt samstarf Bandaríkjanna og Rússlands í efnahagsmálum. Tvær dagar eru þar til frestur sem Trump veitti Pútin til að semja um frið í Úkraínu rennur út. Trump hefur heitið hertum refsiaðgerðum gegn Rússlandi komist ekki á friður. Pútín tjáði sig nýverið um þennan afarkost Trumps og virtist gefa lítið fyrir hann.
Bandaríkin Indland Donald Trump Skattar og tollar Rússland Vladimír Pútín Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Holskefla í kortunum Innlent Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Innlent Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Innlent Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Innlent Bílslys í Laugardal Innlent Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Fleiri fréttir Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Hefðu getað sett símkerfi New York á hliðina Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Íbúar í Kína og Hong Kong búa sig undir Ragasa „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Frakkar viðurkenna Palestínu en Ísrael fordæmir „pólitískan sirkús“ Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Sjá meira