Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 7. ágúst 2025 07:03 Treyjan sem um er ræðir. Mike Ehrmann/Getty Images Fyrrum öryggisvörður körfuboltaliðsins Miami Heat hefur verið ákærður fyrir að stela treyju LeBron James sem seldist á nærri hálfan milljarð íslenskra króna á uppboði árið 2023. Öryggisvörðurinn er sagður hafa stolið samtals mörg hundruð munum úr hirslum félagsins. Hinn 62 ára gamli Marcos Thomas Perez starfaði lengi vel fyrir lögregluna á Miami. Þegar aldurinn fór að færast yfir hann ákvað hann að leggja byssuna og skjöldinn á hilluna. Hann vildi rólegra líf og var í kjölfarið ráðinn inn í öryggisteymi Miami Heat. Þar var hann frá 2016 til 2021. Ári réð NBA-deildin sjálf hann til að sinna öryggisgæslu. Hann hefur nú verið ákærður fyrir að stela fjölda hluta tengdum sögu Heat. Þar á meðal er treyjan sem LeBron klæddist í sjöunda leik NBA-úrslitanna vorið 2013. Treyjan seldist á 3.7 milljónir Bandaríkjadala – 455 milljónir íslenskra króna – áratug síðar þegar hún var boðin upp. Perez var mikils metinn og hafði því aðgang sem ekki margir höfðu. Hann komst inn í allskyns geymslur og hirslur á leikvangi Heat-liðsins. Það nýtti hann sér til hins ítrasta og stal - næstum - öllu steini léttara. Félagið geymdi hina ýmsu muni með það á bak við eyrað að einn daginn væri hægt að bjóða þá upp eða setja á sérstakt Miami Heat-safn. The Athletic greinir frá að alls hafi Perez stolið yfir 400 notuðum treyjum. Slíkar treyjur geta verið gulls ígildi en öryggisvörðurinn seldi þær oftast nær langt undir markaðsvirði á hinum ýmsu vefsíðum. Þegar hann var handtekinn í apríl á þessu ári fundust alls 300 munir heima hjá honum. Heat staðfesti að öllum hefði verið stolið af félaginu. „Á þriggja ára tímabili stal Parez yfir 100 munum sem voru verðmetnir á samtals tvær milljónir Bandaríkjadala eða 246 milljónir íslenskra króna. Seldi hann munina oft langt undir markaðsvirði,“ segir í yfirlýsingu saksóknaraembættis Bandaríkjanna. Sem dæmi má nefna treyju LeBron en Perez seldi hana á skitna 100 þúsund Bandaríkjadali. Sama treyja var svo seld á tæpar 3.7 milljónir Bandaríkjadala í uppboði árið 2023. Á þeim tíma höfðu aðeins tvær íþróttatreyjur verið seldar dýrari dómi. „Last dance“ treyja Michael Jordan í 1. leik lokaúrslita NBA-deildarinnar árið 1998 var talsvert dýrari. Þá var treyjan sem Diego Maradona klæddist þegar hann skoraði hið fræga „hönd Guðs“ mark árið 1986 dýrasta treyja allra tíma þegar treyjan hans LeBron var boðin upp. Ekki kemur fram í frétt The Athletic hversu langan dóm Perez gæti fengið. Körfubolti NBA Mest lesið „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak Fótbolti Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins Körfubolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ Fótbolti „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ Körfubolti Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni Fótbolti „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Fótbolti „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Fótbolti „Fannst tækifærið vera tekið af okkur“ Körfubolti Fleiri fréttir Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins „Fannst tækifærið vera tekið af okkur“ „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ „Bíður í átta ár eftir svona móti og þetta eru vinnubrögðin“ Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ „Hjartað rifið úr okkur“ „Þetta er bara gullfallegt“ Einkunnir á móti Póllandi: Tryggvi í tröllaham og nóg af töffurum í liðinu Myndasyrpa: Stuðningsmenn Íslands glaðir og ekki búnir að gefast upp Ísraelar lögðu Frakka og lyftu sér á toppinn Uppgjör: Pólland - Ísland 84-75 | Tækifærið á sigrinum hrifsað af Íslandi Íslendingar hita upp í Katowice Belgarnir espuðu upp Doncic og hann svaraði með stórleik EM í dag með Jóni Arnóri: „Við þurfum smá fokk it mode“ „Ein besta manneskja sem ég hef kynnst“ Myndasyrpa: Stúkan blá í svekkjandi tapi Loyd kreisti fram sigur fyrir Pólland EM í dag: Fimm mínútna martröð Doncic og félagar í brasi Skýrsla Vals: Illt í sálinni „Hentar okkur illa að minnka hraðann og verja forskot“ „Langar helst að setjast hér niður og gráta“ „Fannst við eiga meira skilið“ Einkunnir strákanna á móti Belgíu: Tryggvi frábær en okkur vantaði alvöru töffara í lokin „Nokkur krúsjal atriði sem féllu ekki með okkur“ Uppgjörið: Ísland - Belgía 64-71 | Ofboðslega svekkjandi tap hjá íslenska liðinu Fékk 720 þúsund króna sekt og bann fyrir að vera rekinn út úr húsi á EM Berglind stigahæst í Evrópukeppninni og valin í lið mótsins Haukur Helgi mættur eftir aðgerð Myndasyrpa: Íslendingarnir máluðu bæinn bláan Sjá meira
Hinn 62 ára gamli Marcos Thomas Perez starfaði lengi vel fyrir lögregluna á Miami. Þegar aldurinn fór að færast yfir hann ákvað hann að leggja byssuna og skjöldinn á hilluna. Hann vildi rólegra líf og var í kjölfarið ráðinn inn í öryggisteymi Miami Heat. Þar var hann frá 2016 til 2021. Ári réð NBA-deildin sjálf hann til að sinna öryggisgæslu. Hann hefur nú verið ákærður fyrir að stela fjölda hluta tengdum sögu Heat. Þar á meðal er treyjan sem LeBron klæddist í sjöunda leik NBA-úrslitanna vorið 2013. Treyjan seldist á 3.7 milljónir Bandaríkjadala – 455 milljónir íslenskra króna – áratug síðar þegar hún var boðin upp. Perez var mikils metinn og hafði því aðgang sem ekki margir höfðu. Hann komst inn í allskyns geymslur og hirslur á leikvangi Heat-liðsins. Það nýtti hann sér til hins ítrasta og stal - næstum - öllu steini léttara. Félagið geymdi hina ýmsu muni með það á bak við eyrað að einn daginn væri hægt að bjóða þá upp eða setja á sérstakt Miami Heat-safn. The Athletic greinir frá að alls hafi Perez stolið yfir 400 notuðum treyjum. Slíkar treyjur geta verið gulls ígildi en öryggisvörðurinn seldi þær oftast nær langt undir markaðsvirði á hinum ýmsu vefsíðum. Þegar hann var handtekinn í apríl á þessu ári fundust alls 300 munir heima hjá honum. Heat staðfesti að öllum hefði verið stolið af félaginu. „Á þriggja ára tímabili stal Parez yfir 100 munum sem voru verðmetnir á samtals tvær milljónir Bandaríkjadala eða 246 milljónir íslenskra króna. Seldi hann munina oft langt undir markaðsvirði,“ segir í yfirlýsingu saksóknaraembættis Bandaríkjanna. Sem dæmi má nefna treyju LeBron en Perez seldi hana á skitna 100 þúsund Bandaríkjadali. Sama treyja var svo seld á tæpar 3.7 milljónir Bandaríkjadala í uppboði árið 2023. Á þeim tíma höfðu aðeins tvær íþróttatreyjur verið seldar dýrari dómi. „Last dance“ treyja Michael Jordan í 1. leik lokaúrslita NBA-deildarinnar árið 1998 var talsvert dýrari. Þá var treyjan sem Diego Maradona klæddist þegar hann skoraði hið fræga „hönd Guðs“ mark árið 1986 dýrasta treyja allra tíma þegar treyjan hans LeBron var boðin upp. Ekki kemur fram í frétt The Athletic hversu langan dóm Perez gæti fengið.
Körfubolti NBA Mest lesið „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak Fótbolti Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins Körfubolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ Fótbolti „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ Körfubolti Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni Fótbolti „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Fótbolti „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Fótbolti „Fannst tækifærið vera tekið af okkur“ Körfubolti Fleiri fréttir Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins „Fannst tækifærið vera tekið af okkur“ „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ „Bíður í átta ár eftir svona móti og þetta eru vinnubrögðin“ Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ „Hjartað rifið úr okkur“ „Þetta er bara gullfallegt“ Einkunnir á móti Póllandi: Tryggvi í tröllaham og nóg af töffurum í liðinu Myndasyrpa: Stuðningsmenn Íslands glaðir og ekki búnir að gefast upp Ísraelar lögðu Frakka og lyftu sér á toppinn Uppgjör: Pólland - Ísland 84-75 | Tækifærið á sigrinum hrifsað af Íslandi Íslendingar hita upp í Katowice Belgarnir espuðu upp Doncic og hann svaraði með stórleik EM í dag með Jóni Arnóri: „Við þurfum smá fokk it mode“ „Ein besta manneskja sem ég hef kynnst“ Myndasyrpa: Stúkan blá í svekkjandi tapi Loyd kreisti fram sigur fyrir Pólland EM í dag: Fimm mínútna martröð Doncic og félagar í brasi Skýrsla Vals: Illt í sálinni „Hentar okkur illa að minnka hraðann og verja forskot“ „Langar helst að setjast hér niður og gráta“ „Fannst við eiga meira skilið“ Einkunnir strákanna á móti Belgíu: Tryggvi frábær en okkur vantaði alvöru töffara í lokin „Nokkur krúsjal atriði sem féllu ekki með okkur“ Uppgjörið: Ísland - Belgía 64-71 | Ofboðslega svekkjandi tap hjá íslenska liðinu Fékk 720 þúsund króna sekt og bann fyrir að vera rekinn út úr húsi á EM Berglind stigahæst í Evrópukeppninni og valin í lið mótsins Haukur Helgi mættur eftir aðgerð Myndasyrpa: Íslendingarnir máluðu bæinn bláan Sjá meira