Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 8. ágúst 2025 21:27 Öldungadeild Bandaríkjaþings staðfesti skipun hans í embætti ríkisskattstjóra eftir langar umræður fyrr í sumar. AP Donald Trump hefur tilnefnt nýjan sendiherra á Íslandi. Sá heitir Billy Long og var fyrr í dag rekinn úr embætti ríkisskattstjóra eftir aðeins tvo mánuði í starfi. Skipun hans í embætti ríkisskattstjóra vakti furðu meðal margra. Hann hafði litla sem enga reynslu af skattamálum. Þar að auki studdi hann frumvarp um að leggja skattstofu Bandaríkjanna niður þegar hann sat á Bandaríkjaþingi sem fulltrúi Missouriríkis. Samkvæmt umfjöllun New York Times er Long dyggur stuðningsmaður Donalds Trump Bandaríkjaforseta en þó hafði hann átt í skærum við Scott Bessent fjármálaráðherra á stuttri embættistíð sinni. Þáði talsverðar upphæðir frá hagsmunaaðilum Skattstofa Bandaríkjanna hefur komið ansi illa út úr róttækri niðurskurðarstefnu Trump. Um fjórðungur mannafla hennar, sem rúmlega 25 þúsund manns, hafa lokið störfum þar á undanförnum mánuðum og mikil velta hefur verið á starfandi ríkisskattstjórum frá embættistöku Trump. Samkvæmt umfjöllun Times er það aðallega vegna krafna ríkisstjórnar Trump um að skatturinn deili með sér persónuupplýsingum í vörslu skattsins svo hægt sé að reka mislöglega innflytjendur skilvirkar úr landi. Einnig kemur fram í umfjöllun miðilsins bandaríska að hann hafi ítrekað sent tölvupósta á alla starfsmenn skattsins þar sem hann leyfði þeim að fara fyrr heim á föstudögum. Demókratar í öldungadeildinni gagnrýndu skipun Long í embætti ríkisskattstjóra harkalega.Getty „Farið heim 70 mínútum fyrr á morgun. Þannig verðið þið vel hvíld fyrir sjötugsafmælið mitt á mánudaginn!“ hefur Times eftir einum póstinum sem hann á að hafa sent í gær. Þegar umræður um staðfestingu Long í embætti ríkisskattstjóra stóðu yfir í öldungadeildinni kom einnig á daginn að hann hefði þegið talsverðar fjárhæðir frá skattaráðgjafarfyrirtækjum. Fjárhæðirnar numu tæpum sautján milljónum króna og fóru, samkvæmt Politico, að mestu í að greiða niður skuldir sem hann hafði safnað í misheppnuðu framboði hans til öldungadeildar Bandaríkjaþings árið 2022. Fjárgjafirnar hafi byrjað að hrannast inn þegar Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti að hann ætlaði að tilnefna Long í embættið. Upp á öldungadeildina kominn Tilnefningu hans í embætti sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi greinir miðillinn þó ekki frá en það gerir Billy Long sjálfur í færslu sem hann birti á samfélagsmiðlum á níunda tímanum í kvöld. „Það er heiður að þjóna vini mínum, Trump forseta, og ég hlakka til að taka við nýju hlutverki mínu sem sendiherra á Íslandi. Ég svara kalli hans með tilhlökkun og er staðráðinn í að vinna að metnaðarfullri stefnu hans. Spennandi tímar framundan!“ skrifar Billy Long. Sjá einnig: Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Enn sem komið er er Long aðeins tilnefndur í þetta embætti þar sem öldungadeild Bandaríkjaþings þarf að staðfesta skipun sendiherra. Það gæti því dregist eitthvað á langinn að sendiherrann komi sér fyrir á Sólvallagötunni. Öldungadeildin fór í mánaðarlangt sumarfrí 3. ágúst síðastliðinn og það í talsverðu hasti. Trump sjálfur brást ókvæða við þessu uppátæki öldunganna og sagði leiðtoga demókrata í öldungadeildinni meðal annars að fara til fjandans. Það tók talsverða umræðu fyrir öldungadeildina að staðfesta loks skipun Long í embætti ríkisskattstjóra. Sendiráð á Íslandi Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Fleiri fréttir Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Sjá meira
Skipun hans í embætti ríkisskattstjóra vakti furðu meðal margra. Hann hafði litla sem enga reynslu af skattamálum. Þar að auki studdi hann frumvarp um að leggja skattstofu Bandaríkjanna niður þegar hann sat á Bandaríkjaþingi sem fulltrúi Missouriríkis. Samkvæmt umfjöllun New York Times er Long dyggur stuðningsmaður Donalds Trump Bandaríkjaforseta en þó hafði hann átt í skærum við Scott Bessent fjármálaráðherra á stuttri embættistíð sinni. Þáði talsverðar upphæðir frá hagsmunaaðilum Skattstofa Bandaríkjanna hefur komið ansi illa út úr róttækri niðurskurðarstefnu Trump. Um fjórðungur mannafla hennar, sem rúmlega 25 þúsund manns, hafa lokið störfum þar á undanförnum mánuðum og mikil velta hefur verið á starfandi ríkisskattstjórum frá embættistöku Trump. Samkvæmt umfjöllun Times er það aðallega vegna krafna ríkisstjórnar Trump um að skatturinn deili með sér persónuupplýsingum í vörslu skattsins svo hægt sé að reka mislöglega innflytjendur skilvirkar úr landi. Einnig kemur fram í umfjöllun miðilsins bandaríska að hann hafi ítrekað sent tölvupósta á alla starfsmenn skattsins þar sem hann leyfði þeim að fara fyrr heim á föstudögum. Demókratar í öldungadeildinni gagnrýndu skipun Long í embætti ríkisskattstjóra harkalega.Getty „Farið heim 70 mínútum fyrr á morgun. Þannig verðið þið vel hvíld fyrir sjötugsafmælið mitt á mánudaginn!“ hefur Times eftir einum póstinum sem hann á að hafa sent í gær. Þegar umræður um staðfestingu Long í embætti ríkisskattstjóra stóðu yfir í öldungadeildinni kom einnig á daginn að hann hefði þegið talsverðar fjárhæðir frá skattaráðgjafarfyrirtækjum. Fjárhæðirnar numu tæpum sautján milljónum króna og fóru, samkvæmt Politico, að mestu í að greiða niður skuldir sem hann hafði safnað í misheppnuðu framboði hans til öldungadeildar Bandaríkjaþings árið 2022. Fjárgjafirnar hafi byrjað að hrannast inn þegar Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti að hann ætlaði að tilnefna Long í embættið. Upp á öldungadeildina kominn Tilnefningu hans í embætti sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi greinir miðillinn þó ekki frá en það gerir Billy Long sjálfur í færslu sem hann birti á samfélagsmiðlum á níunda tímanum í kvöld. „Það er heiður að þjóna vini mínum, Trump forseta, og ég hlakka til að taka við nýju hlutverki mínu sem sendiherra á Íslandi. Ég svara kalli hans með tilhlökkun og er staðráðinn í að vinna að metnaðarfullri stefnu hans. Spennandi tímar framundan!“ skrifar Billy Long. Sjá einnig: Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Enn sem komið er er Long aðeins tilnefndur í þetta embætti þar sem öldungadeild Bandaríkjaþings þarf að staðfesta skipun sendiherra. Það gæti því dregist eitthvað á langinn að sendiherrann komi sér fyrir á Sólvallagötunni. Öldungadeildin fór í mánaðarlangt sumarfrí 3. ágúst síðastliðinn og það í talsverðu hasti. Trump sjálfur brást ókvæða við þessu uppátæki öldunganna og sagði leiðtoga demókrata í öldungadeildinni meðal annars að fara til fjandans. Það tók talsverða umræðu fyrir öldungadeildina að staðfesta loks skipun Long í embætti ríkisskattstjóra.
Sendiráð á Íslandi Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Fleiri fréttir Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent