Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 12. ágúst 2025 16:24 Hollywood-stjarnan giftist David Justice snemma á ferlinum áður en hún fékk Óskarsverðlaun, lék Storm í X-manna-myndunum og var Bond-stúlka. EPA David Justice, fyrrverandi eiginmaður Halle Berry, hefur vakið hörð viðbrögð eftir að hafa greint frá því hvers vegna þau hjónin skildu á sínum tíma. Fyrrverandi hafnaboltamaðurinn Justice, sem spilaði fjórtán tímabil í MLB-deildinni, var til viðtals í íþróttahlaðvarpinu All the Smoke á föstudaginn. Hann fór þar um víðan völl og rifjaði meðal annars upp hjónaband sitt við Halle Berry frá 1993 til 1997. „Hún bað mig að giftast sér eftir að hafa þekkt mig í fimm mánuði. Ég veit ekki hvort ég var með hjartað á réttum stað,“ sagði Justice um Berry. „En ég vildi ekki láta henni líða illa og segja nei. Ég var fastur í hita leiksins og þetta kom mér í opna skjöldu. Okkur kom vel saman, það var stemming, en það voru bara komnir fimm mánuðir og við vorum ennþá á hveitibrauðsstiginu,“ sagði hann jafnframt. Ekki nógu móðurleg húsmóðir Hann sagðist bara hafa verið í einu sambandi áður en hann kynntist Berry. Brestir hafi myndast í sambandið vegna væntinga hans um að hún sinnti heimilisstörfum. „Ég horfi á mömmu mína, ég er frá Miðvestrinu. Svo í mínum huga er ég á þessum tíma að hugsa um konu sem ætti að elda og þrífa,“ sagði Justice sem ólst upp í Cincinnati í Ohio. Hann hafi því hugsað: „Er þetta konan sem ég vil eignast börn með og búa til fjölskyldu með?“ Halle Berry’s ex-husband, former MLB player David Justice, says he left because he couldn’t see her as the mother of his kids: “She don’t cook, clean, don’t really seem motherly” pic.twitter.com/eVhwvnhmUL— The Art Of Dialogue (@ArtOfDialogue_) August 10, 2025 „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg og síðan byrjuðu vandræðin,“ sagði hann um Berry á þeim tíma. Hjónabandið endaði á vægast sagt slæmum nótum og fékk Berry á endanum nálgunarbann á hendur hafnaboltamanninum og lýsti því eftir skilnaðinn að hún hafi íhugað að svipta sig lífi. Berry hefur sömuleiðis ekki brugðist við viðtali Justice. Viðtalið hefur skiljanlega vakið hörð viðbrögð fólks og netheimar logað vegna þess síðustu daga. Justice hefur þar verið lýst sem karlrembu sem hefði betur fengið sér húshjálp en eiginkonu. Hollywood Tímamót Bandaríkin Ástin og lífið Mest lesið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Lífið Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Hailey Bieber slær í gegn á þvengnum Tíska og hönnun Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Lífið Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Fleiri fréttir Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Sjá meira
Fyrrverandi hafnaboltamaðurinn Justice, sem spilaði fjórtán tímabil í MLB-deildinni, var til viðtals í íþróttahlaðvarpinu All the Smoke á föstudaginn. Hann fór þar um víðan völl og rifjaði meðal annars upp hjónaband sitt við Halle Berry frá 1993 til 1997. „Hún bað mig að giftast sér eftir að hafa þekkt mig í fimm mánuði. Ég veit ekki hvort ég var með hjartað á réttum stað,“ sagði Justice um Berry. „En ég vildi ekki láta henni líða illa og segja nei. Ég var fastur í hita leiksins og þetta kom mér í opna skjöldu. Okkur kom vel saman, það var stemming, en það voru bara komnir fimm mánuðir og við vorum ennþá á hveitibrauðsstiginu,“ sagði hann jafnframt. Ekki nógu móðurleg húsmóðir Hann sagðist bara hafa verið í einu sambandi áður en hann kynntist Berry. Brestir hafi myndast í sambandið vegna væntinga hans um að hún sinnti heimilisstörfum. „Ég horfi á mömmu mína, ég er frá Miðvestrinu. Svo í mínum huga er ég á þessum tíma að hugsa um konu sem ætti að elda og þrífa,“ sagði Justice sem ólst upp í Cincinnati í Ohio. Hann hafi því hugsað: „Er þetta konan sem ég vil eignast börn með og búa til fjölskyldu með?“ Halle Berry’s ex-husband, former MLB player David Justice, says he left because he couldn’t see her as the mother of his kids: “She don’t cook, clean, don’t really seem motherly” pic.twitter.com/eVhwvnhmUL— The Art Of Dialogue (@ArtOfDialogue_) August 10, 2025 „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg og síðan byrjuðu vandræðin,“ sagði hann um Berry á þeim tíma. Hjónabandið endaði á vægast sagt slæmum nótum og fékk Berry á endanum nálgunarbann á hendur hafnaboltamanninum og lýsti því eftir skilnaðinn að hún hafi íhugað að svipta sig lífi. Berry hefur sömuleiðis ekki brugðist við viðtali Justice. Viðtalið hefur skiljanlega vakið hörð viðbrögð fólks og netheimar logað vegna þess síðustu daga. Justice hefur þar verið lýst sem karlrembu sem hefði betur fengið sér húshjálp en eiginkonu.
Hollywood Tímamót Bandaríkin Ástin og lífið Mest lesið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Lífið Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Hailey Bieber slær í gegn á þvengnum Tíska og hönnun Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Lífið Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Fleiri fréttir Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Sjá meira