Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Kjartan Kjartansson skrifar 14. ágúst 2025 10:37 Stofnun vinnumarkaðstölfræði í Bandaríkjunum heyrir undir vinnumálaráðuneytið. Trump sakaði fyrri yfirmann hennar um að hafa hagrætt tölum um fjölgun starfa, án nokkurra sannanna. AP/J. Scott Applewhite Hagfræðingur hægrisinnaðrar hugveitu sem hefur verið tilnefndur sem sérfræðingur Hvíta hússins í vinnumarkaðstölfræði var í mannfjöldanum þegar hópur stuðningsmanna Donalds Trump réðst á bandaríska þinghúsið fyrir fjórum árum. Hvíta húsið segir að hann hafi aðeins verið „áhorfandi“. Donald Trump Bandaríkjaforseti rak yfirmann Vinnumarkaðstölfræðistofnunar Bandaríkjanna í byrjun þessa mánaðar eftir að honum mislíkaði nýjustu tölur hennar um ný störf. Tölurnar bentu til niðursveiflu í hagkerfinu. Í staðinn tilnefndi forsetinn E.J. Antoni, aðalhagfræðing Heritage Foundation. Það er íhaldssöm hugveita sem mótaði meðal annars svonefnt „Verkefni 2025“ (e. Project 2025) um algera uppstokkun alríkisstjórnarinnar til þess að tryggja íhaldsmönnum frekari völd og áhrif. Nú segir fréttastofa NBC-sjónvarpsstöðvarinnar frá því að Antoni þessi hafi verið í mannfjöldanum fyrir utan bandaríska þinghúsið þegar hópur stuðningsmanna Trump réðst þangað inn til þess að reyna að koma í veg fyrir að úrslit forsetakosninganna 2020 yrðu staðfest 6. janúar árið 2021. Antoni sjáist meðal annars þar á myndböndum sem birst hafa á samfélagsmiðlum um klukkutíma eftir að múgurinn ruddi sér leið í gegnum varnargirðingar lögreglu. Hann sést ganga í burt þegar aðrir í hópnum streymdu inn í þinghúsið. Með herskip nasista í öndvegi Hvíta húsið segir að Antoni hafi aðeins verið sjónarvottur að atburðunum við þinghúsið. Hann hafi ekki gert nokkuð óviðeigandi eða ólögleg. Antonti vildi ekki sjálfur tjá sig við NBC. Um 1.500 manns voru ákærðir fyrir ýmis brot í tengslum við árásin á þinghúsið sem Trump æsti stuðningsmenn sína til með lygum um að kosningasvik hefðu kostað hann endurkjör. Hann náðaði þá nær alla og mildaði dóma annarra á fyrsta degi sínum sem forseti í janúar. Athygli hefur einnig vakið að Antoni hefur stoltur komið fram í viðtölum í ýmsum fjölmiðlum með málverk af þýska orrustuskipinu Bismarck sem nasistar notuðu meðal annars til þess að sökkva breska herskinu HMS Hood utan við strendur Íslands árið 1941. „Þetta er Bismarck, já, í allri sinni dýrð,“ sagði Antoni þegar hlaðvarpsstjórandi spurði hann út í málverkið, að sögn The Guardian. Í spilaranum hér fyrir neðan sést málverkið fyrir aftan Antoni þar sem hann er í viðtali í hlaðvarpsþætti. Frekar íhaldssamur kreddumaður en hlutlægur fræðimaður Efasemdir hafa komið fram um hæfni Antoni til að gegna embættinu sem hann er tilnefndur til. AP-fréttastofan segir að hann komi frekar fram sem íhaldssamur kreddumaður en hlutlægur hagfræðingur. Hann hafi meðal annars haldið því ranglega fram að efnahagslægð hafi ríkt í Bandaríkjunum frá kjörtímabili Joes Biden og haldið því fram að verðbólga væri mun meiri en hún raunverulega var. Öldungadeild Bandaríkjaþings þarf að staðfesta skipan Antoni í embættið en þar fer Repúblikanaflokkur Trump með meirihluta. Antoni hefur gert að því skóna að stofnunin gæti hætt að birta mánaðarlegar tölur um þróun vinnumarkaðarins og birt þær í staðan ársfjórðungslegar á meðan unnið væri að því að gera þær „nákvæmari“. Trump hélt því fram án nokkurs rökstuðnings að fyrri yfirmaður stofnunarinnar hefði hagrætt tölunum. Bandaríkin Árás á bandaríska þinghúsið Donald Trump Erlend sakamál Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Fleiri fréttir Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti rak yfirmann Vinnumarkaðstölfræðistofnunar Bandaríkjanna í byrjun þessa mánaðar eftir að honum mislíkaði nýjustu tölur hennar um ný störf. Tölurnar bentu til niðursveiflu í hagkerfinu. Í staðinn tilnefndi forsetinn E.J. Antoni, aðalhagfræðing Heritage Foundation. Það er íhaldssöm hugveita sem mótaði meðal annars svonefnt „Verkefni 2025“ (e. Project 2025) um algera uppstokkun alríkisstjórnarinnar til þess að tryggja íhaldsmönnum frekari völd og áhrif. Nú segir fréttastofa NBC-sjónvarpsstöðvarinnar frá því að Antoni þessi hafi verið í mannfjöldanum fyrir utan bandaríska þinghúsið þegar hópur stuðningsmanna Trump réðst þangað inn til þess að reyna að koma í veg fyrir að úrslit forsetakosninganna 2020 yrðu staðfest 6. janúar árið 2021. Antoni sjáist meðal annars þar á myndböndum sem birst hafa á samfélagsmiðlum um klukkutíma eftir að múgurinn ruddi sér leið í gegnum varnargirðingar lögreglu. Hann sést ganga í burt þegar aðrir í hópnum streymdu inn í þinghúsið. Með herskip nasista í öndvegi Hvíta húsið segir að Antoni hafi aðeins verið sjónarvottur að atburðunum við þinghúsið. Hann hafi ekki gert nokkuð óviðeigandi eða ólögleg. Antonti vildi ekki sjálfur tjá sig við NBC. Um 1.500 manns voru ákærðir fyrir ýmis brot í tengslum við árásin á þinghúsið sem Trump æsti stuðningsmenn sína til með lygum um að kosningasvik hefðu kostað hann endurkjör. Hann náðaði þá nær alla og mildaði dóma annarra á fyrsta degi sínum sem forseti í janúar. Athygli hefur einnig vakið að Antoni hefur stoltur komið fram í viðtölum í ýmsum fjölmiðlum með málverk af þýska orrustuskipinu Bismarck sem nasistar notuðu meðal annars til þess að sökkva breska herskinu HMS Hood utan við strendur Íslands árið 1941. „Þetta er Bismarck, já, í allri sinni dýrð,“ sagði Antoni þegar hlaðvarpsstjórandi spurði hann út í málverkið, að sögn The Guardian. Í spilaranum hér fyrir neðan sést málverkið fyrir aftan Antoni þar sem hann er í viðtali í hlaðvarpsþætti. Frekar íhaldssamur kreddumaður en hlutlægur fræðimaður Efasemdir hafa komið fram um hæfni Antoni til að gegna embættinu sem hann er tilnefndur til. AP-fréttastofan segir að hann komi frekar fram sem íhaldssamur kreddumaður en hlutlægur hagfræðingur. Hann hafi meðal annars haldið því ranglega fram að efnahagslægð hafi ríkt í Bandaríkjunum frá kjörtímabili Joes Biden og haldið því fram að verðbólga væri mun meiri en hún raunverulega var. Öldungadeild Bandaríkjaþings þarf að staðfesta skipan Antoni í embættið en þar fer Repúblikanaflokkur Trump með meirihluta. Antoni hefur gert að því skóna að stofnunin gæti hætt að birta mánaðarlegar tölur um þróun vinnumarkaðarins og birt þær í staðan ársfjórðungslegar á meðan unnið væri að því að gera þær „nákvæmari“. Trump hélt því fram án nokkurs rökstuðnings að fyrri yfirmaður stofnunarinnar hefði hagrætt tölunum.
Bandaríkin Árás á bandaríska þinghúsið Donald Trump Erlend sakamál Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Fleiri fréttir Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Sjá meira