Trump sagður hlynntur afsali lands Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 17. ágúst 2025 00:06 Pútín og Trump heilsast innilega í Alaska í gær. AP Donald Trump Bandaríkjaforseti er sagður hlynntur tillögu Vladímírs Pútín Rússlandsforseta að binda enda á innrásarstríð Rússa með því að láta þeim eftir að innlima austurhéröð Úkraínu. Þetta kom í ljós þegar upplýsingum úr símafundi hans með leiðtogum Evrópu var lekið. New York Times greinir frá því að Trump hafi á fundinum sagt að hann tryði því að hægt væri að ná friðarsamkomulagi ef Selenskí Úkraínuforseti samþykkti að láta Donbass af hendi. Rússar hafa enn ekki náð yfirráðum yfir öllu Donbass eftir þriggja ára stríð. Donbass telur tvö héruð, Dónetsk og Lúhansk, og þó að Rússum hafi tekist að ná yfirráðum yfir nær öllu Lúhanskhéraði er stór hluti Dónetskhéraðs enn á valdi Úkraínumanna. Þar á meðal borgirnar Kramatorsk og Slóvíansk sem tugir þúsunda úkraínskra hermanna hafa fallið við að verja. ússPútín sagði Trump á fundi þeirra í Alaska í gærkvöldi að í skiptum fyrir afsal á héruðunum tveimur myndi hann stöðva framrás rússneska hersins í Kherson- og Sapóríssjíuhéruðum í sunnanverðri Úkraínu. Pútín hefur ekki aðeins auga á Donbass vegna þess að þar er meirihluti íbúa rússneskumælandi heldur einnig vegna verðmæts forða kols og járns sem er þar grafinn upp. Sem hluti slíks samkomulags hefur Friedrich Merz kanslari Þýskalands sagt að Bandaríkin myndu tryggja öryggi Úkraínu gagnvart frekari innrásum Rússlands með einhverjum hætti. Selenskí á fund með Bandaríkjaforseta í Washington á mánudaginn. Leiðtogar Evrópuríkja, Evrópusambandsins og fleirra, sögðust tilbún að vinna samhliða Trump og Selenskí í átt að friðarsamkomulagi og þriggja forseta fundi þeirra fyrrnefndu og Pútíns, en að „það verði upp á Úkraínu komið að taka ákvarðanir varðandi þeirra landsvæði. Landamærum má ekki breyta með valdi.“ Undirrituð fyrir yfirlýsingunni voru Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, Emmanuel Macron Frakklandsforseti, Giorgia Meloni, forsætisráðherra Ítalíu, Friedrich Merz Þýskalandskanslari, Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, Alexander Stubb Finnlandsforseti, Donald Tusk, forsætisráðherra Póllands og António Costa forseti Evrópuráðsins. Rússland Bandaríkin Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Donald Trump Vladimír Pútín Mest lesið „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Fleiri fréttir Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sjá meira
New York Times greinir frá því að Trump hafi á fundinum sagt að hann tryði því að hægt væri að ná friðarsamkomulagi ef Selenskí Úkraínuforseti samþykkti að láta Donbass af hendi. Rússar hafa enn ekki náð yfirráðum yfir öllu Donbass eftir þriggja ára stríð. Donbass telur tvö héruð, Dónetsk og Lúhansk, og þó að Rússum hafi tekist að ná yfirráðum yfir nær öllu Lúhanskhéraði er stór hluti Dónetskhéraðs enn á valdi Úkraínumanna. Þar á meðal borgirnar Kramatorsk og Slóvíansk sem tugir þúsunda úkraínskra hermanna hafa fallið við að verja. ússPútín sagði Trump á fundi þeirra í Alaska í gærkvöldi að í skiptum fyrir afsal á héruðunum tveimur myndi hann stöðva framrás rússneska hersins í Kherson- og Sapóríssjíuhéruðum í sunnanverðri Úkraínu. Pútín hefur ekki aðeins auga á Donbass vegna þess að þar er meirihluti íbúa rússneskumælandi heldur einnig vegna verðmæts forða kols og járns sem er þar grafinn upp. Sem hluti slíks samkomulags hefur Friedrich Merz kanslari Þýskalands sagt að Bandaríkin myndu tryggja öryggi Úkraínu gagnvart frekari innrásum Rússlands með einhverjum hætti. Selenskí á fund með Bandaríkjaforseta í Washington á mánudaginn. Leiðtogar Evrópuríkja, Evrópusambandsins og fleirra, sögðust tilbún að vinna samhliða Trump og Selenskí í átt að friðarsamkomulagi og þriggja forseta fundi þeirra fyrrnefndu og Pútíns, en að „það verði upp á Úkraínu komið að taka ákvarðanir varðandi þeirra landsvæði. Landamærum má ekki breyta með valdi.“ Undirrituð fyrir yfirlýsingunni voru Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, Emmanuel Macron Frakklandsforseti, Giorgia Meloni, forsætisráðherra Ítalíu, Friedrich Merz Þýskalandskanslari, Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, Alexander Stubb Finnlandsforseti, Donald Tusk, forsætisráðherra Póllands og António Costa forseti Evrópuráðsins.
Rússland Bandaríkin Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Donald Trump Vladimír Pútín Mest lesið „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Fleiri fréttir Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sjá meira