Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 17. ágúst 2025 20:01 Um fjörutíu mótmælendur voru handteknir í Ísrael í dag fyrir að mótmæla stríðsrekstrinum á Gasa. AP Photo/Ohad Zwigenberg Hátt í fjörutíu Ísraelsmenn voru handteknir í dag fyrir að mótmæla áframhaldandi stríðsrekstri á Gasa. Mörg þúsund mótmæltu áformum yfirvalda um að leggja Gasaströnd undir sig og fjölmargir lögðu niður störf. Mótmælendur komu saman í stærstu borgum Ísrael í gærkvöldi. Enn eru um fimmtíu gíslar, sem voru handsamaðir 7. október 2023, í haldi Hamas-samtakanna. Ættingjar þeirra hafa staðið að vikulegum mótmælum í lengri tíma, vegna þess sem þeir kalla aðgerðaleysi stjórnvalda í að koma gíslunum heim. Margir telja jafnframt að áframhaldandi hernaður og fyrirhuguð yfirtaka Gasastrandar stefni lífi gíslanna í enn frekari og óþarfa hættu. Mótmælin héldu áfram í dag og lögðu margir niður störf. „Í dag stöðvum við allt til að bjarga gíslunum og koma þeim og hermönnunum heim. Í dag stöðvum við allt til að minna á friðhelgi lífsins. Í dag stöðvum við allt svo við getum lifað hér saman næstu hundruð ára. Í dag stöðvum við allt til að takst í hendur til hægri og vinstri, á miðjunni og alls staðar þar á milli,“ segir Anat Angrest, móðir eins gíslanna. Gagnrýnir mótmælendur Ísraelski herinn hefur síðustu daga sótt mjög að íbúum Gasa-borgar en til stendur að rýma borgina og flytja íbúa til suðurhluta strandarinnar. Heilbrigðisyfirvöld á svæðinu segja fjörutíu hafa verið drepna yfir helgina, þar á meðal á svæðum sem áttu að heita örugg. Forsætisráðherra Ísrael var í dag harðorður í garð mótmælenda og ítrekaði að ekki yrði fallið frá fyrirætlunum um að taka yfir Gasaströnd. Þá sagði hann alla þá, sem kölluðu eftir því að stríðið yrði stöðvað án þess að ráða niðurlögum Hamas, styðja við málstað samtakanna. „Þeir sem kalla eftir stríðslokum án sigurs á Hamas herða ekki aðeins afstöðu Hamas og tefja lausn gíslanna, þeir eru líka að tryggja að hryllingurinn 7. október verði endurtekinn aftur og aftur og að synir okkar og dætur verði að berjast aftur og aftur í endalausu stríði,“ sagði Benjamín Netanjahú forsætisráðherra í dag. Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Hjón særðust í árás landtökufólks á þorpið Susya á Vesturbakkanum í nótt og þá voru gerðar árásir á þorpið Atara, þar sem kveikt var í bifreiðum Palestínumanna. 15. ágúst 2025 08:02 Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Fjármálaráðherra Ísraels tilkynnti í dag að hann hefði samþykkt áform um nýja landtökubyggð sem slítur í reynd í sundur landsvæði Palestínumanna á Vesturbakkanum. Hann stærði sig af því að byggðin gengi af hugmyndinni um palestínskt ríki dauðri. 14. ágúst 2025 15:09 Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Dráp Ísraelshers á þekktum palestínskum blaðamanni, ásamt fjórum kollegum hans, á sunnudaginn sem hefur vakið öldu reiði og fordæmingar er langt frá því að vera einsdæmi. Herinn hefur ekki lagt fram nein sannreynanleg gögn um aðild hans að Hamas og hefur jafnframt ekki fært nein haldbær rök fyrir því að hafa drepið þrjá aðra fréttamenn í sömu árás. Ísraelsher hefur myrt blaðamenn í trássi við alþjóðalög í fleiri áratugi. 13. ágúst 2025 11:53 Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Fleiri fréttir Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Sjá meira
Mótmælendur komu saman í stærstu borgum Ísrael í gærkvöldi. Enn eru um fimmtíu gíslar, sem voru handsamaðir 7. október 2023, í haldi Hamas-samtakanna. Ættingjar þeirra hafa staðið að vikulegum mótmælum í lengri tíma, vegna þess sem þeir kalla aðgerðaleysi stjórnvalda í að koma gíslunum heim. Margir telja jafnframt að áframhaldandi hernaður og fyrirhuguð yfirtaka Gasastrandar stefni lífi gíslanna í enn frekari og óþarfa hættu. Mótmælin héldu áfram í dag og lögðu margir niður störf. „Í dag stöðvum við allt til að bjarga gíslunum og koma þeim og hermönnunum heim. Í dag stöðvum við allt til að minna á friðhelgi lífsins. Í dag stöðvum við allt svo við getum lifað hér saman næstu hundruð ára. Í dag stöðvum við allt til að takst í hendur til hægri og vinstri, á miðjunni og alls staðar þar á milli,“ segir Anat Angrest, móðir eins gíslanna. Gagnrýnir mótmælendur Ísraelski herinn hefur síðustu daga sótt mjög að íbúum Gasa-borgar en til stendur að rýma borgina og flytja íbúa til suðurhluta strandarinnar. Heilbrigðisyfirvöld á svæðinu segja fjörutíu hafa verið drepna yfir helgina, þar á meðal á svæðum sem áttu að heita örugg. Forsætisráðherra Ísrael var í dag harðorður í garð mótmælenda og ítrekaði að ekki yrði fallið frá fyrirætlunum um að taka yfir Gasaströnd. Þá sagði hann alla þá, sem kölluðu eftir því að stríðið yrði stöðvað án þess að ráða niðurlögum Hamas, styðja við málstað samtakanna. „Þeir sem kalla eftir stríðslokum án sigurs á Hamas herða ekki aðeins afstöðu Hamas og tefja lausn gíslanna, þeir eru líka að tryggja að hryllingurinn 7. október verði endurtekinn aftur og aftur og að synir okkar og dætur verði að berjast aftur og aftur í endalausu stríði,“ sagði Benjamín Netanjahú forsætisráðherra í dag.
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Hjón særðust í árás landtökufólks á þorpið Susya á Vesturbakkanum í nótt og þá voru gerðar árásir á þorpið Atara, þar sem kveikt var í bifreiðum Palestínumanna. 15. ágúst 2025 08:02 Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Fjármálaráðherra Ísraels tilkynnti í dag að hann hefði samþykkt áform um nýja landtökubyggð sem slítur í reynd í sundur landsvæði Palestínumanna á Vesturbakkanum. Hann stærði sig af því að byggðin gengi af hugmyndinni um palestínskt ríki dauðri. 14. ágúst 2025 15:09 Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Dráp Ísraelshers á þekktum palestínskum blaðamanni, ásamt fjórum kollegum hans, á sunnudaginn sem hefur vakið öldu reiði og fordæmingar er langt frá því að vera einsdæmi. Herinn hefur ekki lagt fram nein sannreynanleg gögn um aðild hans að Hamas og hefur jafnframt ekki fært nein haldbær rök fyrir því að hafa drepið þrjá aðra fréttamenn í sömu árás. Ísraelsher hefur myrt blaðamenn í trássi við alþjóðalög í fleiri áratugi. 13. ágúst 2025 11:53 Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Fleiri fréttir Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Sjá meira
Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Hjón særðust í árás landtökufólks á þorpið Susya á Vesturbakkanum í nótt og þá voru gerðar árásir á þorpið Atara, þar sem kveikt var í bifreiðum Palestínumanna. 15. ágúst 2025 08:02
Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Fjármálaráðherra Ísraels tilkynnti í dag að hann hefði samþykkt áform um nýja landtökubyggð sem slítur í reynd í sundur landsvæði Palestínumanna á Vesturbakkanum. Hann stærði sig af því að byggðin gengi af hugmyndinni um palestínskt ríki dauðri. 14. ágúst 2025 15:09
Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Dráp Ísraelshers á þekktum palestínskum blaðamanni, ásamt fjórum kollegum hans, á sunnudaginn sem hefur vakið öldu reiði og fordæmingar er langt frá því að vera einsdæmi. Herinn hefur ekki lagt fram nein sannreynanleg gögn um aðild hans að Hamas og hefur jafnframt ekki fært nein haldbær rök fyrir því að hafa drepið þrjá aðra fréttamenn í sömu árás. Ísraelsher hefur myrt blaðamenn í trássi við alþjóðalög í fleiri áratugi. 13. ágúst 2025 11:53