Ákærður fyrir fjórar nauðganir Jón Ísak Ragnarsson skrifar 18. ágúst 2025 12:59 Høiby er stjúpsonur Hákonar, norska krónprinsins. EPA Maríus Borg Høiby, stjúpsonur Hákonar krónprins Noregs, hefur verið ákærður í 32 ákæruliðum, þar af fyrir fjórar nauðganir gegn fjórum konum. Hann er einnig ákærður fyrir ofbeldi í nánu sambandi gegn fyrrverandi kærustu sinni Nora Haukland. Sturla Henriksbø saksóknari í Noregi greindi frá efni ákærunnar á blaðamannafundi í Osló í dag, en hann segir að málið sé umfangsmikið og alvarlegt. „Þetta mál er alvarlegt. Nauðgun og ofbeldi í nánu sambandi eru alvarlegir glæpir sem geta skilið eftir sig stór sár og eyðilagt líf fólks,“ sagði Henriksbø. Maríus er einnig ákærður fyrir ofbeldisbrot gegn annarri fyrrverandi kærustu. Morðhótanir og svefnnauðgun Allar hinar meintu nauðganir eru skilgreindar sem svokallaðar svefnnauðganir í ákæru saksóknara. Maríus er einnig ákærður fyrir morðhótanir, líkamsárás gegn opinberum starfsmanni og brotum gegn umferðarlögum. „Sú staðreynd að Maríus sé hluti af konungsfjölskyldunni á að sjálfsögðu ekki að hafa þau áhrif að hann fái sérmeðferð hjá okkur, hvorki harðari eða mýkri,“ sagði Henriksbø á fundinum. Gert er ráð fyrir því að mál Maríusar fari fyrir dóm í miðjum janúar, og að málsmeðferð muni taka um sex vikur. Meðal þess sem Maríus Borg Høiby hefur verið ákærður fyrir er eftirfarandi: Nauðgun með samræði Tvær nauðganir án samræðis Fjögur tilfelli af kynferðislegu áreiti eða öðru kynferðisofbeldi Eitt tilfelli af ofbeldi í nánu sambandi Tvær líkamsárásir Eitt skemmdarverk Ein morðhótun Fimm brot gegn nálgunarbanni Áreiti gegn lögreglumanni Fimm brot gegn umferðarlögum Neitar sök Norsk lögregluyfirvöld segja að Høiby hafi að mestu leyti verið samstarfsfús á meðan rannsókn hefur staðið yfir, en hann neitar sök í öllum helstu ákæruliðunum. „Hann neitar sök í þessum stóru atriðum. Til dæmis þessum ásökunum um svokallaðar svefnnauðganir, hann hafnar því algjörlega,“ segir Petar Sekulic, einn lögmanna Maríusar. Noregur Erlend sakamál Kóngafólk Mál Mariusar Borg Høiby Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Handtekinn í Dölunum Innlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Fleiri fréttir Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi Sjá meira
Sturla Henriksbø saksóknari í Noregi greindi frá efni ákærunnar á blaðamannafundi í Osló í dag, en hann segir að málið sé umfangsmikið og alvarlegt. „Þetta mál er alvarlegt. Nauðgun og ofbeldi í nánu sambandi eru alvarlegir glæpir sem geta skilið eftir sig stór sár og eyðilagt líf fólks,“ sagði Henriksbø. Maríus er einnig ákærður fyrir ofbeldisbrot gegn annarri fyrrverandi kærustu. Morðhótanir og svefnnauðgun Allar hinar meintu nauðganir eru skilgreindar sem svokallaðar svefnnauðganir í ákæru saksóknara. Maríus er einnig ákærður fyrir morðhótanir, líkamsárás gegn opinberum starfsmanni og brotum gegn umferðarlögum. „Sú staðreynd að Maríus sé hluti af konungsfjölskyldunni á að sjálfsögðu ekki að hafa þau áhrif að hann fái sérmeðferð hjá okkur, hvorki harðari eða mýkri,“ sagði Henriksbø á fundinum. Gert er ráð fyrir því að mál Maríusar fari fyrir dóm í miðjum janúar, og að málsmeðferð muni taka um sex vikur. Meðal þess sem Maríus Borg Høiby hefur verið ákærður fyrir er eftirfarandi: Nauðgun með samræði Tvær nauðganir án samræðis Fjögur tilfelli af kynferðislegu áreiti eða öðru kynferðisofbeldi Eitt tilfelli af ofbeldi í nánu sambandi Tvær líkamsárásir Eitt skemmdarverk Ein morðhótun Fimm brot gegn nálgunarbanni Áreiti gegn lögreglumanni Fimm brot gegn umferðarlögum Neitar sök Norsk lögregluyfirvöld segja að Høiby hafi að mestu leyti verið samstarfsfús á meðan rannsókn hefur staðið yfir, en hann neitar sök í öllum helstu ákæruliðunum. „Hann neitar sök í þessum stóru atriðum. Til dæmis þessum ásökunum um svokallaðar svefnnauðganir, hann hafnar því algjörlega,“ segir Petar Sekulic, einn lögmanna Maríusar.
Noregur Erlend sakamál Kóngafólk Mál Mariusar Borg Høiby Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Handtekinn í Dölunum Innlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Fleiri fréttir Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi Sjá meira