Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Samúel Karl Ólason og Rafn Ágúst Ragnarsson skrifa 18. ágúst 2025 14:10 Fundinum lauk um tíuleytið í kvöld. Getty Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, sækir Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, heim í dag auk fjölmargra þjóðarleiðtoga frá Evrópu sem standa við bakið á Úkraínumönnum vegna innrásar Rússa. Trump gaf í skyn í nótt að það væri á ábyrgð Selenskís að binda enda á stríðið, með því að verða við kröfum Rússa. Úkraínski forsetinn svaraði og sagði það verkefni Vladimírs Pútin, forseta Rússlands. Sjá einnig: „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Greinendur búast við því að Selenskí eigi erfiðan fund með Trump í vændum í dag, sem á að hefjast um klukkan fimm í dag. Fyrst ætlar hann þó að funda með leiðtogunum frá Evrópu. Búist er við því að leiðtogarnir frá Evrópu mæti í Hvíta húsið klukkan fjögur að íslenskum tíma. Fundurinn milli Selenskís og Trumps á svo að hefjast klukkan fimm. Upp úr klukkan sex mun Trump, samkvæmt áætlun, taka á móti leiðtogunum frá Evrópu og á sameiginlegur fundur þeirra allra að hefjast klukkan sjö. Leiðtogarnir evrópsku eru Frederich Merz, kanslari Þýskalands, Emmanuel Macron, forseti Frakklands, Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, Gioriga Meloni, forsætisráðherra Ítalíu, Alexander Stubb, forseti Finnlands, Mark Rutte, framkvæmdastjóri NATO, og Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Sjá einnig: Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Hér að neðan ætlum við að fylgjast með helstu vendingum dagsins. Ef vaktin birtist ekki hér að neðan, gæti þurft að hlaða síðuna upp aftur.
Trump gaf í skyn í nótt að það væri á ábyrgð Selenskís að binda enda á stríðið, með því að verða við kröfum Rússa. Úkraínski forsetinn svaraði og sagði það verkefni Vladimírs Pútin, forseta Rússlands. Sjá einnig: „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Greinendur búast við því að Selenskí eigi erfiðan fund með Trump í vændum í dag, sem á að hefjast um klukkan fimm í dag. Fyrst ætlar hann þó að funda með leiðtogunum frá Evrópu. Búist er við því að leiðtogarnir frá Evrópu mæti í Hvíta húsið klukkan fjögur að íslenskum tíma. Fundurinn milli Selenskís og Trumps á svo að hefjast klukkan fimm. Upp úr klukkan sex mun Trump, samkvæmt áætlun, taka á móti leiðtogunum frá Evrópu og á sameiginlegur fundur þeirra allra að hefjast klukkan sjö. Leiðtogarnir evrópsku eru Frederich Merz, kanslari Þýskalands, Emmanuel Macron, forseti Frakklands, Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, Gioriga Meloni, forsætisráðherra Ítalíu, Alexander Stubb, forseti Finnlands, Mark Rutte, framkvæmdastjóri NATO, og Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Sjá einnig: Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Hér að neðan ætlum við að fylgjast með helstu vendingum dagsins. Ef vaktin birtist ekki hér að neðan, gæti þurft að hlaða síðuna upp aftur.
Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Donald Trump Rússland Vladimír Pútín Úkraína Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Fleiri fréttir Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Sjá meira