Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar 19. ágúst 2025 08:30 Um helgina voru stigin risavaxin skref í átt að betri og aðgengilegri almenningssamgöngum í Reykjavík. Með verulegri þjónustuaukingu á helstu leiðum Strætó verður sá farafmáti enn hentugri valkosti fyrir fleiri íbúa en nokkru sinni fyrr. Nú býr um helmingur íbúa höfuðborgarsvæðisins innan 400 metra frá stoppistöð með 10 mínútna tíðni á annatíma. Það er meira en tvöfalt fleir en áður var og þessi breyting þýðir að líf tugþúsunda fjölskyldna er aðeins einfaldar en áður. Borgarlínan færist nær Þjónustuaukningin er hluti af Samgöngusáttmálanum, það er þess hluta sem snýr að almenningssamgöngum. Því þó að langtímastefnumótun um bætt leiðakerfi 2031 sé svolítið fjarlægt þá er Reykjavík á fleygiferð að undirbúa, skipulaggja og framkvæma til að svo megi verða. Þessi breyting sýnir okkur svart á hvítu að við erum á réttri leið. Við erum að byggja upp nýtt samgöngukerfi sem stuðlar að meira jafnræði, þar sem fleiri geta treyst á almenningssamgöngur í daglegu lífi sínu. Það er ábyrgð samfélags að fólk komist leiðar sinnar og Stætó er líka einn þeirra staða þar sem íbúar borgarinnar koma saman og það í sjálfu sér skiptir máli líka. Það er lykiláhersla þessa meirihluta í borginni að bæta þjónustu þannig að það sé raunhæfur og skilvirkur kostur að velja Strætó eins og aðra samgöngumáta. Vaxandi borg Stórbættar almenningssamgöngur eru forsenda þess að höfuðborgarsvæðið geti haldið áfram að vaxa og dafna með heilbrigðum og sjálfbærum hætti. Það er einnig hagkvæmt fyrir heimilin að nýta almenningssamgöngur. Kostnaður við rekstur einkabíls er mikill, eldsneyti, viðhald, tryggingar og bílastæði. Með góðu strætókerfi gefst fjölskyldum tækifæri til að spara verulegar fjárhæðir á ári hverju. Um leið sparast tími, því nýjar forgangsakreinar, styttri ferðatímar og lengri þjónustutími munu gera Strætó að áreiðanlegum og fljótlegum ferðamáta. Heilnæmt umhverfi Við megum heldur ekki gleyma umhverfisþættinum. Bættar almenningssamgöngur eru lykill að því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda, minnka umferðarteppur og bæta loftgæði í borginni. Með því að fjölga þeim sem velja vistvænan ferðamáta getum við skapað grænni og heilbrigðari borg til framtíðar. Þessar breytingar nú eru aðeins upphafið. Með samstilltu átaki Reykjavíkur, annarra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, og ríkisins byggjum við upp framtíðarlausnir sem gera borgina okkar að betri stað til að búa, starfa og ferðast í – greiðari samgöngur fyrir okkur öll. Ég hvet íbúa til að kynna sér nýja leiðakerfið og prófa sjálf hvernig strætó getur auðveldað daglegt líf. Það er líka fjöldi göngu og hjólaleiða um alla borg sem gaman Framtíðin er skýr. Almenningssamgöngur verða burðarás í sjálfbærri og mannvænni borg. Nú tökum við stórt skref í þá átt. Höfundur er borgarstjórinn í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heiða Björg Hilmisdóttir Samfylkingin Reykjavík Strætó Borgarlína Samgöngur Mest lesið Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Um helgina voru stigin risavaxin skref í átt að betri og aðgengilegri almenningssamgöngum í Reykjavík. Með verulegri þjónustuaukingu á helstu leiðum Strætó verður sá farafmáti enn hentugri valkosti fyrir fleiri íbúa en nokkru sinni fyrr. Nú býr um helmingur íbúa höfuðborgarsvæðisins innan 400 metra frá stoppistöð með 10 mínútna tíðni á annatíma. Það er meira en tvöfalt fleir en áður var og þessi breyting þýðir að líf tugþúsunda fjölskyldna er aðeins einfaldar en áður. Borgarlínan færist nær Þjónustuaukningin er hluti af Samgöngusáttmálanum, það er þess hluta sem snýr að almenningssamgöngum. Því þó að langtímastefnumótun um bætt leiðakerfi 2031 sé svolítið fjarlægt þá er Reykjavík á fleygiferð að undirbúa, skipulaggja og framkvæma til að svo megi verða. Þessi breyting sýnir okkur svart á hvítu að við erum á réttri leið. Við erum að byggja upp nýtt samgöngukerfi sem stuðlar að meira jafnræði, þar sem fleiri geta treyst á almenningssamgöngur í daglegu lífi sínu. Það er ábyrgð samfélags að fólk komist leiðar sinnar og Stætó er líka einn þeirra staða þar sem íbúar borgarinnar koma saman og það í sjálfu sér skiptir máli líka. Það er lykiláhersla þessa meirihluta í borginni að bæta þjónustu þannig að það sé raunhæfur og skilvirkur kostur að velja Strætó eins og aðra samgöngumáta. Vaxandi borg Stórbættar almenningssamgöngur eru forsenda þess að höfuðborgarsvæðið geti haldið áfram að vaxa og dafna með heilbrigðum og sjálfbærum hætti. Það er einnig hagkvæmt fyrir heimilin að nýta almenningssamgöngur. Kostnaður við rekstur einkabíls er mikill, eldsneyti, viðhald, tryggingar og bílastæði. Með góðu strætókerfi gefst fjölskyldum tækifæri til að spara verulegar fjárhæðir á ári hverju. Um leið sparast tími, því nýjar forgangsakreinar, styttri ferðatímar og lengri þjónustutími munu gera Strætó að áreiðanlegum og fljótlegum ferðamáta. Heilnæmt umhverfi Við megum heldur ekki gleyma umhverfisþættinum. Bættar almenningssamgöngur eru lykill að því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda, minnka umferðarteppur og bæta loftgæði í borginni. Með því að fjölga þeim sem velja vistvænan ferðamáta getum við skapað grænni og heilbrigðari borg til framtíðar. Þessar breytingar nú eru aðeins upphafið. Með samstilltu átaki Reykjavíkur, annarra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, og ríkisins byggjum við upp framtíðarlausnir sem gera borgina okkar að betri stað til að búa, starfa og ferðast í – greiðari samgöngur fyrir okkur öll. Ég hvet íbúa til að kynna sér nýja leiðakerfið og prófa sjálf hvernig strætó getur auðveldað daglegt líf. Það er líka fjöldi göngu og hjólaleiða um alla borg sem gaman Framtíðin er skýr. Almenningssamgöngur verða burðarás í sjálfbærri og mannvænni borg. Nú tökum við stórt skref í þá átt. Höfundur er borgarstjórinn í Reykjavík.
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun