Kylian Mbappe tryggði Real Madrid sigurinn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
 Kylian Mbappe og Vinicius Junior fagna sigurmarki þess fyrrnefnda í kvöld.
 Kylian Mbappe og Vinicius Junior fagna sigurmarki þess fyrrnefnda í kvöld. EPA/Mariscal

Kylian Mbappe sá til þess að Real Madrid byrjaði tímabilið á sigri en liðið vann 1-0 sigur á Osasuna í fyrstu umferð spænsku deildarinnar í kvöld.

Ekkert mark var skorað í fyrri hálfleik á Santiago Bernabéu en heimamönnum tókst að tryggja sér sigurinn eftir að þeir fengu vítaspyrnu snemma í þeim síðari.

Leiknum var seinkað um nokkra daga til að gefa leikmönnum Real Madrid aðeins meiri hvíld vegna þátttöku þeirra í heimsmeistarakeppni félagsliða.

Þetta var því fyrsti deildarleikur liðsins undir stjórn Xabi Alonso og fyrsti leikur Trent Alexander-Arnold í La Liga en enski bakvörðurinn var í byrjunarliðinu hjá Real og spilaði fyrstu 68 mínútur leiksins.

Á þeim tímapunkti í leiknum var Kylian Mbappe búinn að fiska víti og skora eina mark leiksins úr því. Mark Mbappe kom á 52. mínútu.

Markahæsti leikmaður síðasta tímabils er því strax kominn á blað í fyrsta leik.

Mörkin urðu ekki fleiri og því sigurinn aldrei öruggur fyrr en lokaflautið gall.

Osasuna endaði leikinn manni færri en Abel Bretones fékk að líta rauða spjaldið í uppbótatímanum.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira