50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar 20. ágúst 2025 10:32 Á undanförnum árum hefur Ísland upplifað metfjölgun íbúa á stuttum tíma. Frá árinu 2017 hefur þjóðinni fjölgað um 50 þúsund manns sem er fimmtánföld fólksfjölgun miðað við meðaltal Evrópusambandsins og nær fjórföld á við hin Norðurlöndin. Þetta hefur skapað spennu í samfélaginu og haft áhrif á húsnæðismarkað, menntakerfi, heilbrigðisþjónustu og aðra innviði landsins. Við verðum að horfast í augu við að verkefnið er stórt og að nauðsynlegt sé að læra af reynslu annarra til að tryggja að ekki fari illa. Dómsmálaráðherra hefur tekið þessu verkefni alvarlega og stigið mikilvæg skref til að efla landamæravörslu og löggæslu. Nú þegar hafa verið samþykkt lög um farþegalista sem auka öryggi á landamærunum og styrkja varnir landsins í baráttunni gegn skipulagðri glæpastarfsemi. Einnig hefur ráðherrann lagt fram og boðað breytingar á útlendingalögum sem snúa að því að styrkja innviði og auka skilvirkni málsmeðferðar og að samræma lögin við Noreg til að tryggja að Ísland verði ekki útsöluáfangastaður fyrir mannsal og skipulagða glæpastarfsemi. Þetta eru mikilvægar og nauðsynlegar aðgerðir til að skapa festu, fyrirsjáanleika og traust í kerfinu. En það er ekki nóg að horfa eingöngu á landamærin. Nú þegar býr hér stór hópur nýrra Íslendinga sem við þurfum að tryggja að verði virkir þátttakendur í samfélaginu okkar. Við getum ekki setið aðgerðalaus og vonað að þau muni aðlagast samfélaginu. Við þurfum að stíga markviss skref til að tryggja aukna samheldni og koma í veg fyrir að hér myndist jaðarhópar sem upplifa sig ekki hluta af íslensku samfélagi. Dæmin sýna að slík þróun skerðir tækifæri barna innflytjenda til að ná árangri og getur stuðlað að aukinni glæpatíðni og skautun í samfélaginu. Hér eru tungumálið og börnin lykilatriði. Það skiptir sköpum að nýir Íslendingar læri íslensku og geti tekið fullan þátt í samfélaginu. Í úttekt á inngildingu innflytjenda að íslensku samfélagi í samanburði við önnur OECD-ríki, sem unnin var fyrir íslensk stjórnvöld og birt í fyrra, kom fram að innflytjendur læra síður tungumálið hér en í nokkru aðildarríkjanna. Þar kom líka fram að námsframvinda barna af erlendum uppruna í íslenskum skólum væri áhyggjuefni og að meira en helmingur þeirra gæti ekki leyst verkefni á borð við að túlka einfalda texta. Hlutfallið var einungis hærra í einu aðildarríki OECD, Mexíkó. Enn meira áhyggjuefni er að börn innflytjenda sem fæðast á Íslandi standa sig jafnvel verr en börn sem flytja hingað á unga aldri og samkvæmt úttektinni var ein ástæða þessarar stöðu sú að að börn af erlendum uppruna á leikskólaaldri ganga ekki í leikskóla í sama mæli og börn annarra. Börn sem alast upp á Íslandi þurfa að fá raunverulegt tækifæri til að kynnast íslenskum skólum, tungumáli og menningu. Þátttaka í íþróttum og tómstundastarfi er þar einn lykillinn enda er starfið hér á landi á heimsmælikvarða og samofið íslenskri menningu. Á íþróttaæfingu, í keppnisferð og í tómstundastarfi lærir barn tungumálið, eignast vini og verður hluti af samfélaginu. Foreldrar kynnast öðrum foreldrum, tengjast nærsamfélaginu og finna sig í nýju landi. Íþrótta- og tómstundastarf er ekki aukaatriði heldur eitt af áhrifamestu verkfærunum sem við höfum til að styðja við skólastarfið og tryggja að börn og fjölskyldur verði virkir þátttakendur í samfélaginu. Á síðastliðnum árum hefur íþrótta- og æskulýðshreyfingin unnið að þessu markmiði með fjölbreyttum verkefnum sem mikilvægt er að stjórnvöld styðji. Með því að sameina festu í regluverki, öryggi á landamærum og kraft í aðlögun og þátttöku getum við byggt samfélag þar sem nýir Íslendingar verða virkir þátttakendur, börnin blómstra og samheldni eykst. Það er sameiginlegur hagur okkar allra. Höfundur er þingflokksformaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ari Sigurjónsson Landamæri Alþingi Samfylkingin Mest lesið Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Skoðun Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Á undanförnum árum hefur Ísland upplifað metfjölgun íbúa á stuttum tíma. Frá árinu 2017 hefur þjóðinni fjölgað um 50 þúsund manns sem er fimmtánföld fólksfjölgun miðað við meðaltal Evrópusambandsins og nær fjórföld á við hin Norðurlöndin. Þetta hefur skapað spennu í samfélaginu og haft áhrif á húsnæðismarkað, menntakerfi, heilbrigðisþjónustu og aðra innviði landsins. Við verðum að horfast í augu við að verkefnið er stórt og að nauðsynlegt sé að læra af reynslu annarra til að tryggja að ekki fari illa. Dómsmálaráðherra hefur tekið þessu verkefni alvarlega og stigið mikilvæg skref til að efla landamæravörslu og löggæslu. Nú þegar hafa verið samþykkt lög um farþegalista sem auka öryggi á landamærunum og styrkja varnir landsins í baráttunni gegn skipulagðri glæpastarfsemi. Einnig hefur ráðherrann lagt fram og boðað breytingar á útlendingalögum sem snúa að því að styrkja innviði og auka skilvirkni málsmeðferðar og að samræma lögin við Noreg til að tryggja að Ísland verði ekki útsöluáfangastaður fyrir mannsal og skipulagða glæpastarfsemi. Þetta eru mikilvægar og nauðsynlegar aðgerðir til að skapa festu, fyrirsjáanleika og traust í kerfinu. En það er ekki nóg að horfa eingöngu á landamærin. Nú þegar býr hér stór hópur nýrra Íslendinga sem við þurfum að tryggja að verði virkir þátttakendur í samfélaginu okkar. Við getum ekki setið aðgerðalaus og vonað að þau muni aðlagast samfélaginu. Við þurfum að stíga markviss skref til að tryggja aukna samheldni og koma í veg fyrir að hér myndist jaðarhópar sem upplifa sig ekki hluta af íslensku samfélagi. Dæmin sýna að slík þróun skerðir tækifæri barna innflytjenda til að ná árangri og getur stuðlað að aukinni glæpatíðni og skautun í samfélaginu. Hér eru tungumálið og börnin lykilatriði. Það skiptir sköpum að nýir Íslendingar læri íslensku og geti tekið fullan þátt í samfélaginu. Í úttekt á inngildingu innflytjenda að íslensku samfélagi í samanburði við önnur OECD-ríki, sem unnin var fyrir íslensk stjórnvöld og birt í fyrra, kom fram að innflytjendur læra síður tungumálið hér en í nokkru aðildarríkjanna. Þar kom líka fram að námsframvinda barna af erlendum uppruna í íslenskum skólum væri áhyggjuefni og að meira en helmingur þeirra gæti ekki leyst verkefni á borð við að túlka einfalda texta. Hlutfallið var einungis hærra í einu aðildarríki OECD, Mexíkó. Enn meira áhyggjuefni er að börn innflytjenda sem fæðast á Íslandi standa sig jafnvel verr en börn sem flytja hingað á unga aldri og samkvæmt úttektinni var ein ástæða þessarar stöðu sú að að börn af erlendum uppruna á leikskólaaldri ganga ekki í leikskóla í sama mæli og börn annarra. Börn sem alast upp á Íslandi þurfa að fá raunverulegt tækifæri til að kynnast íslenskum skólum, tungumáli og menningu. Þátttaka í íþróttum og tómstundastarfi er þar einn lykillinn enda er starfið hér á landi á heimsmælikvarða og samofið íslenskri menningu. Á íþróttaæfingu, í keppnisferð og í tómstundastarfi lærir barn tungumálið, eignast vini og verður hluti af samfélaginu. Foreldrar kynnast öðrum foreldrum, tengjast nærsamfélaginu og finna sig í nýju landi. Íþrótta- og tómstundastarf er ekki aukaatriði heldur eitt af áhrifamestu verkfærunum sem við höfum til að styðja við skólastarfið og tryggja að börn og fjölskyldur verði virkir þátttakendur í samfélaginu. Á síðastliðnum árum hefur íþrótta- og æskulýðshreyfingin unnið að þessu markmiði með fjölbreyttum verkefnum sem mikilvægt er að stjórnvöld styðji. Með því að sameina festu í regluverki, öryggi á landamærum og kraft í aðlögun og þátttöku getum við byggt samfélag þar sem nýir Íslendingar verða virkir þátttakendur, börnin blómstra og samheldni eykst. Það er sameiginlegur hagur okkar allra. Höfundur er þingflokksformaður Samfylkingarinnar.
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun