Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar 20. ágúst 2025 15:00 Ofurvextir á Íslandi standa óhaggaðir, eins og Seðlabankinn hafði varað stjórnvöld við, ef ekki sæjust merki um að verðbólgan færi að lækka að ráði. Þetta var sem sagt fyrirsjáanlegt í ljósi þess að ríkisstjórnin leggur sitt ekki af mörkum gegn verðbólgunni. Afleiðingin er þung óvissa fyrir íslensk heimili og svartar horfur á húsnæðismarkaði. Fjölskyldur um allt land líða fyrir ráðaleysið; halda að sér höndum, komast hvergi inn á húsnæðismarkað og enda sumar á að flytja jafnvel úr landi. Aðrar fjölskyldur fresta frekari barneignum vegna vonleysis um að komast í stærra húsnæði. Þetta síðastnefnda heyri ég æ meira og er sannkölluð rauð viðvörun fyrir stjórnmálastétt sem ætti að hafa hugann við framtíð þjóðarinnar. Við erum með plan, sagði Samfylkingin fyrir kosningar. En hvergi heyrist af plani til þess að taka á rót vandans; stjórnleysi í ríkisfjármálum, stjórnleysi í innflytjendamálum og stjórnleysi á húsnæðismarkaði. Við getum því ekki farið í saumana á þeim plönum hér. Við getum hins vegar velt fyrir okkur öðru plani, sem sannarlega hefur þegar verið hrint í framkvæmd. Það er Evrópuplanið, sem var reyndar, ólíkt öðrum plönum, ekki kynnt með sama hætti fyrir kosningar. Öllu heldur sagði Kristrún Frostadóttir orðrétt í hlaðvarpsviðtali að þetta væri ekki rétti tíminn til að fara í þá vegferð og lét þar svo um mælt: „Forgangsmálið núna verður efnahagslegur stöðugleiki í formi aðgerða sem við getum ráðist í strax í dag, ekki í formi alþjóðlegs samstarfs.“ Eftir kosningar hefur þessi forgangsröðun Samfylkingarinnar snúist við. Óljóst er hvort Samfylkingin hafi því stundað blekkingar fyrir kosningar eða misst stjórn á málaflokknum í hendur Viðreisnar. Í öllu falli er ljóst hvaða plan skiptir mestu í augum Viðreisnar. Rifja má upp þegar þingflokksformaður Viðreisnar glímdi við blendnar tilfinningar í samfélagsmiðlafærslu þegar stýrivextir voru síðast lækkaðir í febrúar. Þar samþykkti Sigmar Guðmundsson svo sem stýrivaxtalækkunina en virtist hafa áhyggjur af því að fólk gæti misst sjónar á mikilvægari málum, s.s. ESB-aðild: „Mikið fagnaðarefni að stýrivextir hafi lækkað talsvert. [...] En auðvitað er það sturluð staðreynd að eftir þrjár lækkanir í röð séu stýrivextir samt átta prósentustig. [...] Vonandi tekst okkur með tíð og tíma að komast út úr þessu galna umhverfi.“ Við þetta tilefni lýsti ég áhyggjum af því að áherslan á ESB kynni að skyggja á verkgleði stjórnarinnar til þess að bæta kjör landsmanna með þegar tiltækum ráðum. Hætt væri við að hörðustu Evrópusinnar færu hreinlega að leita huggunar í lögmáli sem Kristrún Frostadóttir sjálf lýsti einmitt sjálf svo vel í fyrrnefndu hlaðvarpsviðtali: „Það sem gerist svo ítrekað með Evrópusambandið, er að þegar það gengur illa, þegar það koma háir vextir, þá byrjar fólk að vilja ganga inn í ESB.” Í ljósi nýjustu tíðinda er rétt að minna ríkisstjórnina á að Evrópuplön eiga aldrei nokkurn tímann að ganga framar öðrum mun mikilvægari plönum. Rétt er að minna Kristrúnu á að forgangur íslenskra stjórnvalda eigi að vera aðgerðir sem við getum sjálf ráðist í strax í dag, en ekki lausnir í formi alþjóðlegs samstarfs, rétt eins og hún sagði sjálf. Að lokum er rétt að minna Kristrúnu á aðra eftirminnilega yfirlýsingu sem hún lét falla í sömu andrá um Evrópusambandið: „Það er bannað að plata. Það er bannað að plata í þessu starfi.“ Höfundur er þingmaður Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Snorri Másson Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Sjá meira
Ofurvextir á Íslandi standa óhaggaðir, eins og Seðlabankinn hafði varað stjórnvöld við, ef ekki sæjust merki um að verðbólgan færi að lækka að ráði. Þetta var sem sagt fyrirsjáanlegt í ljósi þess að ríkisstjórnin leggur sitt ekki af mörkum gegn verðbólgunni. Afleiðingin er þung óvissa fyrir íslensk heimili og svartar horfur á húsnæðismarkaði. Fjölskyldur um allt land líða fyrir ráðaleysið; halda að sér höndum, komast hvergi inn á húsnæðismarkað og enda sumar á að flytja jafnvel úr landi. Aðrar fjölskyldur fresta frekari barneignum vegna vonleysis um að komast í stærra húsnæði. Þetta síðastnefnda heyri ég æ meira og er sannkölluð rauð viðvörun fyrir stjórnmálastétt sem ætti að hafa hugann við framtíð þjóðarinnar. Við erum með plan, sagði Samfylkingin fyrir kosningar. En hvergi heyrist af plani til þess að taka á rót vandans; stjórnleysi í ríkisfjármálum, stjórnleysi í innflytjendamálum og stjórnleysi á húsnæðismarkaði. Við getum því ekki farið í saumana á þeim plönum hér. Við getum hins vegar velt fyrir okkur öðru plani, sem sannarlega hefur þegar verið hrint í framkvæmd. Það er Evrópuplanið, sem var reyndar, ólíkt öðrum plönum, ekki kynnt með sama hætti fyrir kosningar. Öllu heldur sagði Kristrún Frostadóttir orðrétt í hlaðvarpsviðtali að þetta væri ekki rétti tíminn til að fara í þá vegferð og lét þar svo um mælt: „Forgangsmálið núna verður efnahagslegur stöðugleiki í formi aðgerða sem við getum ráðist í strax í dag, ekki í formi alþjóðlegs samstarfs.“ Eftir kosningar hefur þessi forgangsröðun Samfylkingarinnar snúist við. Óljóst er hvort Samfylkingin hafi því stundað blekkingar fyrir kosningar eða misst stjórn á málaflokknum í hendur Viðreisnar. Í öllu falli er ljóst hvaða plan skiptir mestu í augum Viðreisnar. Rifja má upp þegar þingflokksformaður Viðreisnar glímdi við blendnar tilfinningar í samfélagsmiðlafærslu þegar stýrivextir voru síðast lækkaðir í febrúar. Þar samþykkti Sigmar Guðmundsson svo sem stýrivaxtalækkunina en virtist hafa áhyggjur af því að fólk gæti misst sjónar á mikilvægari málum, s.s. ESB-aðild: „Mikið fagnaðarefni að stýrivextir hafi lækkað talsvert. [...] En auðvitað er það sturluð staðreynd að eftir þrjár lækkanir í röð séu stýrivextir samt átta prósentustig. [...] Vonandi tekst okkur með tíð og tíma að komast út úr þessu galna umhverfi.“ Við þetta tilefni lýsti ég áhyggjum af því að áherslan á ESB kynni að skyggja á verkgleði stjórnarinnar til þess að bæta kjör landsmanna með þegar tiltækum ráðum. Hætt væri við að hörðustu Evrópusinnar færu hreinlega að leita huggunar í lögmáli sem Kristrún Frostadóttir sjálf lýsti einmitt sjálf svo vel í fyrrnefndu hlaðvarpsviðtali: „Það sem gerist svo ítrekað með Evrópusambandið, er að þegar það gengur illa, þegar það koma háir vextir, þá byrjar fólk að vilja ganga inn í ESB.” Í ljósi nýjustu tíðinda er rétt að minna ríkisstjórnina á að Evrópuplön eiga aldrei nokkurn tímann að ganga framar öðrum mun mikilvægari plönum. Rétt er að minna Kristrúnu á að forgangur íslenskra stjórnvalda eigi að vera aðgerðir sem við getum sjálf ráðist í strax í dag, en ekki lausnir í formi alþjóðlegs samstarfs, rétt eins og hún sagði sjálf. Að lokum er rétt að minna Kristrúnu á aðra eftirminnilega yfirlýsingu sem hún lét falla í sömu andrá um Evrópusambandið: „Það er bannað að plata. Það er bannað að plata í þessu starfi.“ Höfundur er þingmaður Miðflokksins.
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun