Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Árni Sæberg skrifar 20. ágúst 2025 16:47 Logi Einarsson háskólaráðherra tók við af umhverfisráðherra í málinu. Vísir/Vilhelm Logi Einarsson hefur, sem staðgengill umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, lagt fram tillögu um flokkun Hamarsvirkjunar í biðflokk verndar- og orkunýtingaráætlunar. Verkefnisstjórn verndar- og orkunýtingaráætlunar hefur lagt til að virkjunin fari í verndarflokk frekar. Í tilkynningu á vef Stjórnarráðs Íslands segir að verkefnisstjórnin hafi þann 10. mars síðastliðinn skilað Jóhanni Páli Jóhannssyni, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, tillögu að flokkun fimm nýrra virkjunarkosta. Um sé að ræða virkjunarkostina Bolaöldu, Tröllárvirkjun, Hvanneyrardalsvirkjun, Skúfnavatnavirkjun og Hamarsvirkjun. Verkefnastjórnin hafi lagt til að Bolaalda, ásamt annað hvort Skúfnavatnavirkjun eða Tröllárvirkjun, yrðu flokkaðar í orkunýtingarflokk áætlunarinnar en seinni virkjanakostirnir tveir séu innan sama vatnasviðs. Þá yrði Hvanneyrardalsvirkjun flokkuð í biðflokk áætlunarinnar og að Hamarsvirkjun flokkuð í verndarflokk áætlunarinnar. Tengsl við einn framkvæmdaraðila 13. mars hafi Jóhann Pál ákveðið að víkja sæti sem umhverfis-, orku-, og loftslagsráðherra við meðferð málsins vegna tengsla sinna við einn af framkvæmdaraðilum og Logi Einarssyni, menningar-, nýsköpunar og háskólaráðherra, hafi verið skipaður ráðherra í málinu. Settur umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra hafi ákveðið að setja breytingu á tillögu verkefnisstjórnar í samráðferli þess efnis að Hamarsvirkjun verði flokkuð í biðflokk áætlunarinnar. Ekki sé lögð til breyting á tillögum verkefnisstjórnar á flokkun hinna virkjanakostanna. Í lögum um verndar- og orkunýtingaráætlun sé kveðið á um að ráðherra taki tillögu verkefnisstjórnar til skoðunar, en verkefnisstjórnin fari með ráðgefandi hlutverk gagnvart ráðherra. Leggi ráðherra hins vegar til breytingar á tillögu verkefnisstjórnar skuli leita umsagna og kynna breytingarnar almenningi áður en tillagan er lögð fram á Alþingi, sem fari með endanlegt ákvörðunarvald um flokkun virkjunarkosta. Sveitarfélögin leggist gegn tillögu nefndarinnar Í tilkynningunni segir að af umsögnum umsagnaraðila við tillögu verkefnisstjórnar megi sjá að sveitarfélög á svæðinu leggist gegn flokkun Hamarsvirkjunar í verndarflokk og vísi meðal annars til þess að raforkukerfið á Austurlandi sé veikburða, skortur sé á framboði á raforku á svæðinu og slíkt hamli atvinnuuppbyggingu. Þá hafi efnahagslegur ávinningur virkjunarkostsins verið metinn nokkuð jákvæður. Einnig hafi framkvæmdir við stór og hagkvæm verkefni tafist verulega og óvissa ríki um marga virkjunarkosti vegna jarðhræringa. Í ljósi þessa hafi verið talið sérlega brýnt að forgangsraða skoðun og frekari rannsóknum á virkjunum sem staðsettar eru utan helstu umbrota- og hamfarasvæða. Hyggst auka skilvirkni og bæta málsmeðferð Loks segir að Jóhann Páll hyggist leggja fram frumvarp með breytingum á lögum um verndar- og orkunýtingaráætlun, með það að markmiði að auka skilvirkni og bæta málsmeðferð. Jafnframt hafi ráðherra sett í samráðsgátt drög að frumvarpi til breytinga á raforkulögum, þar sem kveðið sé á um að stjórnvöld skuli á fjögurra ára fresti leggja fram heildstæða stefnu um öflun raforku. Í þeirri stefnu verði skilgreind töluleg markmið um aukna raforkuframleiðslu, sem verði höfð til hliðsjónar við gerð verndar- og orkunýtingaráætlunar hverju sinni. Umhverfismál Orkumál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Vatnsaflsvirkjanir Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Sjá meira
Í tilkynningu á vef Stjórnarráðs Íslands segir að verkefnisstjórnin hafi þann 10. mars síðastliðinn skilað Jóhanni Páli Jóhannssyni, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, tillögu að flokkun fimm nýrra virkjunarkosta. Um sé að ræða virkjunarkostina Bolaöldu, Tröllárvirkjun, Hvanneyrardalsvirkjun, Skúfnavatnavirkjun og Hamarsvirkjun. Verkefnastjórnin hafi lagt til að Bolaalda, ásamt annað hvort Skúfnavatnavirkjun eða Tröllárvirkjun, yrðu flokkaðar í orkunýtingarflokk áætlunarinnar en seinni virkjanakostirnir tveir séu innan sama vatnasviðs. Þá yrði Hvanneyrardalsvirkjun flokkuð í biðflokk áætlunarinnar og að Hamarsvirkjun flokkuð í verndarflokk áætlunarinnar. Tengsl við einn framkvæmdaraðila 13. mars hafi Jóhann Pál ákveðið að víkja sæti sem umhverfis-, orku-, og loftslagsráðherra við meðferð málsins vegna tengsla sinna við einn af framkvæmdaraðilum og Logi Einarssyni, menningar-, nýsköpunar og háskólaráðherra, hafi verið skipaður ráðherra í málinu. Settur umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra hafi ákveðið að setja breytingu á tillögu verkefnisstjórnar í samráðferli þess efnis að Hamarsvirkjun verði flokkuð í biðflokk áætlunarinnar. Ekki sé lögð til breyting á tillögum verkefnisstjórnar á flokkun hinna virkjanakostanna. Í lögum um verndar- og orkunýtingaráætlun sé kveðið á um að ráðherra taki tillögu verkefnisstjórnar til skoðunar, en verkefnisstjórnin fari með ráðgefandi hlutverk gagnvart ráðherra. Leggi ráðherra hins vegar til breytingar á tillögu verkefnisstjórnar skuli leita umsagna og kynna breytingarnar almenningi áður en tillagan er lögð fram á Alþingi, sem fari með endanlegt ákvörðunarvald um flokkun virkjunarkosta. Sveitarfélögin leggist gegn tillögu nefndarinnar Í tilkynningunni segir að af umsögnum umsagnaraðila við tillögu verkefnisstjórnar megi sjá að sveitarfélög á svæðinu leggist gegn flokkun Hamarsvirkjunar í verndarflokk og vísi meðal annars til þess að raforkukerfið á Austurlandi sé veikburða, skortur sé á framboði á raforku á svæðinu og slíkt hamli atvinnuuppbyggingu. Þá hafi efnahagslegur ávinningur virkjunarkostsins verið metinn nokkuð jákvæður. Einnig hafi framkvæmdir við stór og hagkvæm verkefni tafist verulega og óvissa ríki um marga virkjunarkosti vegna jarðhræringa. Í ljósi þessa hafi verið talið sérlega brýnt að forgangsraða skoðun og frekari rannsóknum á virkjunum sem staðsettar eru utan helstu umbrota- og hamfarasvæða. Hyggst auka skilvirkni og bæta málsmeðferð Loks segir að Jóhann Páll hyggist leggja fram frumvarp með breytingum á lögum um verndar- og orkunýtingaráætlun, með það að markmiði að auka skilvirkni og bæta málsmeðferð. Jafnframt hafi ráðherra sett í samráðsgátt drög að frumvarpi til breytinga á raforkulögum, þar sem kveðið sé á um að stjórnvöld skuli á fjögurra ára fresti leggja fram heildstæða stefnu um öflun raforku. Í þeirri stefnu verði skilgreind töluleg markmið um aukna raforkuframleiðslu, sem verði höfð til hliðsjónar við gerð verndar- og orkunýtingaráætlunar hverju sinni.
Umhverfismál Orkumál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Vatnsaflsvirkjanir Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Sjá meira