Rússar halda árásum áfram Auðun Georg Ólafsson skrifar 21. ágúst 2025 10:18 Árásir voru meðal annars framdar í borginni Lviv í vesturhluta Úkraínu. Þessi mynd var tekin í dag og sýnir skemmdir í borginni. EPA/MYKOLA TYS Rússar skutu hundruðum dróna og eldflauga á skotmörk í vesturhluta Úkraínu í nótt. Að sögn embættismanna í Úkraínu var þetta ein ákafasta loftárás Rússa síðustu vikna. Árásir voru tilkynntar í borgunum Zaporizhzhia, Dnipropetrovsk og Lviv, þar sem einn lést og fimmtán særðust. Vesturhluti Úkraínu er langt frá víglínunni í austur- og suðurhluta landsins. Talið er að stór hluti hernaðaraðstoðar sem bandamenn Úkraínu veita sé fluttur og geymdur í vesturhlutanum, að því er AP fréttaveitan greinir frá. Ekki merki um samningsvilja Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, fordæmdi árásina og sagði að hún hefði verið framkvæmd rétt eins og ekkert hefði verið að breytast til batnaðar í samskiptum ríkjanna að undanförnu. Hann sakaði stjórnvöld í Moskvu um að sýna engin merki um samningsvilja og hvatti alþjóðasamfélagið til að bregðast við með meiri þrýstingi á Rússland, þar á meðal með hertum viðskiptaþvingunum og tollum. Athygli vekur að árásirnar voru gerðar á sama tíma og Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, reynir að draga leiðtoga Rússlands og Úkraínu að samningaborðinu með aðkomu leiðtoga Evrópu. Útfærsla öryggistrygginga Selenskí hefur sagt að Úkraína væri reiðubúin til að grandskoða hvernig öryggistryggingar landsins frá bandamönnum úr vestri verða útfærðar, með tilvísun í fimmtu grein Atlandshafsbandalagsins þar sem árás á eitt aðildarríki telst árás á þau öll. Æðstu embættismenn Úkraínu eru núna að átta sig á þessu og telur Selenskí þá greiningarvinnu taka um 10 daga. Hann býst við að eftir þann tíma verði hann tilbúinn til að eiga beinar viðræður við Vladímír Pútín, forseta Rússlands. Viðræðurnar gætu einnig farið fram með aðkomu Donald Trump Bandaríkjaforseta, að sögn Selenskí. Hann hefur nefnt Sviss, Austurríki eða Tyrkland sem mögulega fundarstaði með mögulegri aðkomu Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Þá hafa stjórnvöld í Ungverjalandi boðist til að halda leiðtogafundinn í Budapest. Beðið er eftir viðbrögðum frá Moskvu, öðrum en drónum og eldflaugum. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Tengdar fréttir Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, segir ekki hægt að ræða öryggistryggingar handa Úkraínumönnum án aðkomu Rússa, sem eru ástæða þess að Úkraínumenn segjast þurfa öryggistryggingar. Það muni aldrei bera árangur og segir hann að Rússar muni ganga hart fram til að tryggja eigin hagsmuni. 20. ágúst 2025 17:21 Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Ísland á betra skilið“ Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Innlent Fleiri fréttir Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Sjá meira
Árásir voru tilkynntar í borgunum Zaporizhzhia, Dnipropetrovsk og Lviv, þar sem einn lést og fimmtán særðust. Vesturhluti Úkraínu er langt frá víglínunni í austur- og suðurhluta landsins. Talið er að stór hluti hernaðaraðstoðar sem bandamenn Úkraínu veita sé fluttur og geymdur í vesturhlutanum, að því er AP fréttaveitan greinir frá. Ekki merki um samningsvilja Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, fordæmdi árásina og sagði að hún hefði verið framkvæmd rétt eins og ekkert hefði verið að breytast til batnaðar í samskiptum ríkjanna að undanförnu. Hann sakaði stjórnvöld í Moskvu um að sýna engin merki um samningsvilja og hvatti alþjóðasamfélagið til að bregðast við með meiri þrýstingi á Rússland, þar á meðal með hertum viðskiptaþvingunum og tollum. Athygli vekur að árásirnar voru gerðar á sama tíma og Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, reynir að draga leiðtoga Rússlands og Úkraínu að samningaborðinu með aðkomu leiðtoga Evrópu. Útfærsla öryggistrygginga Selenskí hefur sagt að Úkraína væri reiðubúin til að grandskoða hvernig öryggistryggingar landsins frá bandamönnum úr vestri verða útfærðar, með tilvísun í fimmtu grein Atlandshafsbandalagsins þar sem árás á eitt aðildarríki telst árás á þau öll. Æðstu embættismenn Úkraínu eru núna að átta sig á þessu og telur Selenskí þá greiningarvinnu taka um 10 daga. Hann býst við að eftir þann tíma verði hann tilbúinn til að eiga beinar viðræður við Vladímír Pútín, forseta Rússlands. Viðræðurnar gætu einnig farið fram með aðkomu Donald Trump Bandaríkjaforseta, að sögn Selenskí. Hann hefur nefnt Sviss, Austurríki eða Tyrkland sem mögulega fundarstaði með mögulegri aðkomu Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Þá hafa stjórnvöld í Ungverjalandi boðist til að halda leiðtogafundinn í Budapest. Beðið er eftir viðbrögðum frá Moskvu, öðrum en drónum og eldflaugum.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Tengdar fréttir Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, segir ekki hægt að ræða öryggistryggingar handa Úkraínumönnum án aðkomu Rússa, sem eru ástæða þess að Úkraínumenn segjast þurfa öryggistryggingar. Það muni aldrei bera árangur og segir hann að Rússar muni ganga hart fram til að tryggja eigin hagsmuni. 20. ágúst 2025 17:21 Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Ísland á betra skilið“ Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Innlent Fleiri fréttir Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Sjá meira
Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, segir ekki hægt að ræða öryggistryggingar handa Úkraínumönnum án aðkomu Rússa, sem eru ástæða þess að Úkraínumenn segjast þurfa öryggistryggingar. Það muni aldrei bera árangur og segir hann að Rússar muni ganga hart fram til að tryggja eigin hagsmuni. 20. ágúst 2025 17:21