Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni Smári Jökull Jónsson skrifar 22. ágúst 2025 20:27 Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra Íslands, segir ríkisstjórnina glíma við áskoranir á húsnæðismarkaði. Vísir/Vilhelm Forsætisráðherra segir ríkisstjórnina meðvitaða um ábyrgð sína í efnahagsmálum en spáð er aukinni verðbólgu næstu mánuði. Unnið sé í aðgerðapakka í húsnæðismálum og að áherslur ríkisstjórnarinnar muni sjást í haust. Seðlabankinn tilkynnti um óbreytta stýrivexti í vikunni. Var þetta í fyrsta sinn síðan í október í fyrra sem stýrivextir voru ekki lækkaðir en seðlabankastjóri biðlaði til almennings að sýna þolinmæði. Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra segir ríkisstjórnina fulla ábyrgðar í þessum málum, verið sé að taka til í kerfinu og hlutirnir verði unnir hraðar sé þess þörf. „Mér finnst hins vegar skipta máli að taka fram að frá því boðað var til kosninga þá hafa vextir lækkað um 1,5%, það er um 50 þúsund krónur á meðalheimili á hverjum einasta mánuði. Við höfum séð framfarir en við viljum sjá frekari lækkanir en við þurfum líka að standa undir þeim,“ sagði Kristrún í kvöldfréttum Sýnar. Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum Í yfirlýsingu peningastefnunefndar Seðlabankans kom jafnframt fram að verðbólga, sem var 4% í júlí og lækkaði um 0,2% frá því í mánuðinum þar á undan, muni aukast á ný á næstu mánuðum en hjaðna þegar kemur fram á næsta ár. Kristrún segir lykilatriði að ríkisstjórnin taki ábyrgð á ástandinu og ætli sér að gera það sem þarf til að ná niður verðbólguvæntingum. Að ná niður verðbólgunni og stýrivöxtum var eitt af stærstu málum Samfylkingarinnar í kosningabaráttunni. „Að minnsta kosti samkvæmt Seðlabankanum þá eru horfurnar ekki nægilega góðar þegar kemur að verðbólgu, það er of mikil þensla í kerfinu. Við erum með áskoranir á húsnæðismarkaði og það er eitt af því sem ríkisstjórnin er að skoða alvarlega að flýta ákveðnum aðgerðum í því.“ Í gær kallaði Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar eftir aðgerðum ríkisstjórnarinnar í húsnæðismálum og nefndi sérstaklega aðstæður leigjenda. Kristrún sagði von á aðgerðum strax í haust. „Við erum að horfa á leigumarkaðinn hvernig við getum hamið leiguverðshækkanir. Ef við finnum ekki aðrar leiðir til þess þá þarf alvarlega að skoða leigubremsu en þetta er í vinnslu.“ Efnahagsmál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Húsnæðismál Leigumarkaður Verðlag Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Erlent Fleiri fréttir Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Sjá meira
Seðlabankinn tilkynnti um óbreytta stýrivexti í vikunni. Var þetta í fyrsta sinn síðan í október í fyrra sem stýrivextir voru ekki lækkaðir en seðlabankastjóri biðlaði til almennings að sýna þolinmæði. Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra segir ríkisstjórnina fulla ábyrgðar í þessum málum, verið sé að taka til í kerfinu og hlutirnir verði unnir hraðar sé þess þörf. „Mér finnst hins vegar skipta máli að taka fram að frá því boðað var til kosninga þá hafa vextir lækkað um 1,5%, það er um 50 þúsund krónur á meðalheimili á hverjum einasta mánuði. Við höfum séð framfarir en við viljum sjá frekari lækkanir en við þurfum líka að standa undir þeim,“ sagði Kristrún í kvöldfréttum Sýnar. Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum Í yfirlýsingu peningastefnunefndar Seðlabankans kom jafnframt fram að verðbólga, sem var 4% í júlí og lækkaði um 0,2% frá því í mánuðinum þar á undan, muni aukast á ný á næstu mánuðum en hjaðna þegar kemur fram á næsta ár. Kristrún segir lykilatriði að ríkisstjórnin taki ábyrgð á ástandinu og ætli sér að gera það sem þarf til að ná niður verðbólguvæntingum. Að ná niður verðbólgunni og stýrivöxtum var eitt af stærstu málum Samfylkingarinnar í kosningabaráttunni. „Að minnsta kosti samkvæmt Seðlabankanum þá eru horfurnar ekki nægilega góðar þegar kemur að verðbólgu, það er of mikil þensla í kerfinu. Við erum með áskoranir á húsnæðismarkaði og það er eitt af því sem ríkisstjórnin er að skoða alvarlega að flýta ákveðnum aðgerðum í því.“ Í gær kallaði Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar eftir aðgerðum ríkisstjórnarinnar í húsnæðismálum og nefndi sérstaklega aðstæður leigjenda. Kristrún sagði von á aðgerðum strax í haust. „Við erum að horfa á leigumarkaðinn hvernig við getum hamið leiguverðshækkanir. Ef við finnum ekki aðrar leiðir til þess þá þarf alvarlega að skoða leigubremsu en þetta er í vinnslu.“
Efnahagsmál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Húsnæðismál Leigumarkaður Verðlag Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Erlent Fleiri fréttir Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Sjá meira