Viðskipti innlent

Gunnar Ágúst til Dineout

Atli Ísleifsson skrifar
Gunnar Ágúst Thoroddsen.
Gunnar Ágúst Thoroddsen. Dineout

Gunnar Ágúst Thoroddsen hefur verið ráðinn forstöðumaður sölu og þjónustu hjá Dineout.

Í tilkynningu segir að hann komi til fyrirtækisins með víðtæka reynslu að baki en síðustu fimm ár hafi hann starfað hjá Nova.

„Gunnar Ágúst hefur einnig lokið námi í sálfræði og starfað á mörgum sviðum þar sem hann hefur vakið eftirtekt fyrir störf sín. Hann hefur leitt fjölda krefjandi verkefna með ábyrgð, fagmennsku og miklum árangri,“ segir í tilkynningunni. 

Um Dineout segir að það sé leiðandi á sviði stafrænna lausna fyrir veitingageirann og reki meðal annars vörumerkin Dineout, Icelandic Coupons og Sinna. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×