Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar 28. ágúst 2025 16:01 Nokkuð hefur borið á því undanfarin ár að ný fjölbýlishús, sem uppfylla eiga lög og byggingareglugerðir um algilda hönnun og aðgengileika, geri það ekki og verður til vandræða fyrir fólk sem kaupir íbúðir í góðri trú um aðgengi. Skipulagslýsingar vegna fyrirhugaðra bygginga á Veðurstofureit og í Keldnalandi í Reykjavík sýna að þeir aðilar sem vinna að skipulagi og hönnun þessara svæða hafa lítinn eða engan skilning á því að byggingar eigi og verði að vera aðgengilegar öllu fólki. Lög og reglugerðir gera ráð fyrir fjölbreytileika manneskja t.d. í aldri og færni og stemma stigu við mismunun. Það er augljóslega mismunun að útiloka ákveðna hópa samfélagsins frá því að kaupa húsnæði, ef ekki er gert ráð fyrir því að fólk sé hreyfihamlað eða geti hreyfihamlast. Stór og mikilvæg skref hafa verið stigin á undanförnum áratugum sem miða að því að hreyfihamlað fólk hafi aðgengi til jafns við önnur að manngerðu umhverfi. Sjálfsbjörg landssamband hreyfihamlaðra hefur m.a. barist fyrir því að byggingar bæði utanhúss og innan séu aðgengilegar hreyfihömluðu fólki, hvort sem það nýtir staf, hækjur, göngugrindur eða hjólastóla. Í lögum og reglugerðum er kveðið á um aðgengi, og ber skv. þeim að virða fjarlægðir frá bílastæðum, fjölda P-merktra bílastæða bæði utanhúss og í bílakjallara. Þá þurfa umferðarleiðir utanhúss á lóð og innanhúss að vera samkvæmt stöðlum. Það er dagljóst öllum þeim sem skyn hafa, að gott aðgengi skiptir allt fólk máli en mestu máli fyrir þau sem hafa hreyfihömlun. Foreldar fatlaðra barna, ófrískar konur, fótbrotið fólk, fólk á hækjum, fólk sem hefur skerta hreyfigetu vegna veikinda, slysa eða aldurs á rétt á aðgengi sem tekur tillit til þeirra þarfa. Enda gagnast gott aðgengi öllum. Bílakjallarar eru sérlega góðir fyrir hreyfihamlað fólk enda innangengir og í flestum tilfellum einfalt að fara með lyftu upp á hæðir blokka, en bílastæðahús þar sem t.d. hjólastólanotandi þarf að koma sér 40-100 metra í hverskyns óveðrum er ómöguleg hugmynd, jafnvel þó fólk sé bara á staf eða með hækju. Eins er svokallaður grassteinn ekki boðlegur fólki sem nýtir stafi, hækjur, göngugrindur og hjólastóla. Það þarf að hugsa fyrir þessum málum en ekki hunsa þau. Það er því í besta falli sorglegt að sjá að fólk sem starfar að skipulagsmálum, hönnun og eftirliti með byggingum hjá sveitarfélögum sé ekki starfi sínu vaxið og líti fram hjá þeirri staðreynd að byggingar skuli vera unnar skv. algildri hönnun með aðgengileika í huga. Við sitjum uppi með gamlar byggingar þar sem ekki var gert ráð fyrir hreyfihömluðu fólki, má þar nefna margra hæða lyftulausar blokkir, óupphituð bílastæði eða engin bílastæði fyrir fatlaða og háa kantsteina frá bílastæði upp á gangstétt. Allskonar verslana- og þjónustuhúsnæði að ekki sé minnst á skóla, sem ekki eru hönnuð fyrir hreyfihamlaða nemendur, hreyfihamlaða foreldra né hreyfihamlaða kennara og skólastjórnendur. Þessar byggingar eru vandræðabyggingar í dag og kostnaðarsamt að lagfæra. Það er hinsvegar ekki kostnaðarsamt að byggja eftir algildri hönnun, lögum og reglugerðum það er einfaldlega best fyrir samfélagið í dag og til allrar framtíðar að gert sé ráð fyrir og tekið sé tillit til hreyfihamlaðs fólks. Mismunun á sér margar myndir, það er ekki fallegt að útiloka stóra samfélagshópa með því að svíkjast um að fara að lögum og reglum með sérhagsmuni þeirra getumeiri að leiðarljósi. Við förum nefnilega ekki öll um á fótum og mörg geta alls ekki gengið langar leiðir, þess vegna er 25 metra reglan tilkomin, til að tryggja að hreyfihamlað fólk þurfi að hámarki að fara 25 metra frá bílastæði að inngangi. Þess vegna er tilgreint í byggingareglugerð að halli gangbrautar í hæðarmismunar skuli vera 1:20 og að við hverja 60 cm hæðaraukningu skuli vera hvíldarpallur. Sjálfsbjörg vill árétta að markmið reglugerðar 112/2012 er m.a. ‚,að tryggja aðgengi fyrir alla‘‘. Sjálfsbjörg lsh. skorar á stjórnvöld og skipulagsyfirvöld borgarinnar að standa ekki að mismunun og hunsa hreyfihamlað fólk, heldur virða réttindi borgaranna, lög og reglur og byggja borg þar sem öll geta notið. Aðgengi er forsenda þátttöku og virkni svo einfalt er það! Þuríður Harpa Sigurðardóttir Formaður Sjálfsbjargar landssambands hreyfihamlaðra Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þuríður Harpa Sigurðardóttir Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Frelsi fylgir ábyrgð Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Menntakerfi í fremstu röð Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal skrifar Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson skrifar Skoðun Væntingar á villigötum Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Nokkuð hefur borið á því undanfarin ár að ný fjölbýlishús, sem uppfylla eiga lög og byggingareglugerðir um algilda hönnun og aðgengileika, geri það ekki og verður til vandræða fyrir fólk sem kaupir íbúðir í góðri trú um aðgengi. Skipulagslýsingar vegna fyrirhugaðra bygginga á Veðurstofureit og í Keldnalandi í Reykjavík sýna að þeir aðilar sem vinna að skipulagi og hönnun þessara svæða hafa lítinn eða engan skilning á því að byggingar eigi og verði að vera aðgengilegar öllu fólki. Lög og reglugerðir gera ráð fyrir fjölbreytileika manneskja t.d. í aldri og færni og stemma stigu við mismunun. Það er augljóslega mismunun að útiloka ákveðna hópa samfélagsins frá því að kaupa húsnæði, ef ekki er gert ráð fyrir því að fólk sé hreyfihamlað eða geti hreyfihamlast. Stór og mikilvæg skref hafa verið stigin á undanförnum áratugum sem miða að því að hreyfihamlað fólk hafi aðgengi til jafns við önnur að manngerðu umhverfi. Sjálfsbjörg landssamband hreyfihamlaðra hefur m.a. barist fyrir því að byggingar bæði utanhúss og innan séu aðgengilegar hreyfihömluðu fólki, hvort sem það nýtir staf, hækjur, göngugrindur eða hjólastóla. Í lögum og reglugerðum er kveðið á um aðgengi, og ber skv. þeim að virða fjarlægðir frá bílastæðum, fjölda P-merktra bílastæða bæði utanhúss og í bílakjallara. Þá þurfa umferðarleiðir utanhúss á lóð og innanhúss að vera samkvæmt stöðlum. Það er dagljóst öllum þeim sem skyn hafa, að gott aðgengi skiptir allt fólk máli en mestu máli fyrir þau sem hafa hreyfihömlun. Foreldar fatlaðra barna, ófrískar konur, fótbrotið fólk, fólk á hækjum, fólk sem hefur skerta hreyfigetu vegna veikinda, slysa eða aldurs á rétt á aðgengi sem tekur tillit til þeirra þarfa. Enda gagnast gott aðgengi öllum. Bílakjallarar eru sérlega góðir fyrir hreyfihamlað fólk enda innangengir og í flestum tilfellum einfalt að fara með lyftu upp á hæðir blokka, en bílastæðahús þar sem t.d. hjólastólanotandi þarf að koma sér 40-100 metra í hverskyns óveðrum er ómöguleg hugmynd, jafnvel þó fólk sé bara á staf eða með hækju. Eins er svokallaður grassteinn ekki boðlegur fólki sem nýtir stafi, hækjur, göngugrindur og hjólastóla. Það þarf að hugsa fyrir þessum málum en ekki hunsa þau. Það er því í besta falli sorglegt að sjá að fólk sem starfar að skipulagsmálum, hönnun og eftirliti með byggingum hjá sveitarfélögum sé ekki starfi sínu vaxið og líti fram hjá þeirri staðreynd að byggingar skuli vera unnar skv. algildri hönnun með aðgengileika í huga. Við sitjum uppi með gamlar byggingar þar sem ekki var gert ráð fyrir hreyfihömluðu fólki, má þar nefna margra hæða lyftulausar blokkir, óupphituð bílastæði eða engin bílastæði fyrir fatlaða og háa kantsteina frá bílastæði upp á gangstétt. Allskonar verslana- og þjónustuhúsnæði að ekki sé minnst á skóla, sem ekki eru hönnuð fyrir hreyfihamlaða nemendur, hreyfihamlaða foreldra né hreyfihamlaða kennara og skólastjórnendur. Þessar byggingar eru vandræðabyggingar í dag og kostnaðarsamt að lagfæra. Það er hinsvegar ekki kostnaðarsamt að byggja eftir algildri hönnun, lögum og reglugerðum það er einfaldlega best fyrir samfélagið í dag og til allrar framtíðar að gert sé ráð fyrir og tekið sé tillit til hreyfihamlaðs fólks. Mismunun á sér margar myndir, það er ekki fallegt að útiloka stóra samfélagshópa með því að svíkjast um að fara að lögum og reglum með sérhagsmuni þeirra getumeiri að leiðarljósi. Við förum nefnilega ekki öll um á fótum og mörg geta alls ekki gengið langar leiðir, þess vegna er 25 metra reglan tilkomin, til að tryggja að hreyfihamlað fólk þurfi að hámarki að fara 25 metra frá bílastæði að inngangi. Þess vegna er tilgreint í byggingareglugerð að halli gangbrautar í hæðarmismunar skuli vera 1:20 og að við hverja 60 cm hæðaraukningu skuli vera hvíldarpallur. Sjálfsbjörg vill árétta að markmið reglugerðar 112/2012 er m.a. ‚,að tryggja aðgengi fyrir alla‘‘. Sjálfsbjörg lsh. skorar á stjórnvöld og skipulagsyfirvöld borgarinnar að standa ekki að mismunun og hunsa hreyfihamlað fólk, heldur virða réttindi borgaranna, lög og reglur og byggja borg þar sem öll geta notið. Aðgengi er forsenda þátttöku og virkni svo einfalt er það! Þuríður Harpa Sigurðardóttir Formaður Sjálfsbjargar landssambands hreyfihamlaðra
Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar
Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar