Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Kjartan Kjartansson skrifar 1. september 2025 10:57 Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar ESB, þegar hún var stödd í Litháen nærri landamærunum að Belarús fyrr í dag. AP/Mindaugas Kulbis Flugmenn flugvélar Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, þurftu að styðjast við landabréf til þess að lenda vélinni í Búlgaríu vegna truflana á staðsetningarbúnaði hennar í gær. Rússar eru taldir hafa truflað gervihnattarmerki. Flugvélin hringsólaði yfir flugvelli í Plovdiv í Búlgaríu í um klukkustund eftir að staðsetningarbúnaður hennar varð gagnlaus skömmu fyrir lendingu, að sögn blaðsins Financial Times. Á endanum ákváðu flugmennirnir að lenda með aðstoð gamaldags landabréfa. Talsmaður framkvæmdastjórnarinnar segir AP-fréttastofunnar að grunur leiki á að Rússar hafi truflað staðsetningarbúnaðinn. „Við getum sannarlega staðfest að það voru GPS-truflanir. Við höfum fengið upplýsingar frá búlgörskum yfirvöldum um að þau gruni að þetta hafi verið greinilegar truflarnir Rússlands,“ sagði Arianna Podesta, talsmaðurinn. Búlgörsk yfirvöld segja að gervihnattarmerkið sem GPS-búnaður flugvélarinnar reiðir sig á hafi verið truflað. Merkið hafi tapast þegar flugvélin nálgaðist flugvöllinn. Heimsókn von der Leyen til Búlgaríu er hluti af ferðalagi hennar um landamærasvæði Evrópusambandsins að Rússlandi og Belarús. Podesta segir uppákomuna undirstrika mikilvægi heimsóknar von der Leyen í framlínuríki sambandsins í austri. Forsetinn hafi nú fengið smjörþefinn af daglegum ógnunum sem stafi frá Rússlandi og leppríkjum þess. Trufla gervihnattamerki yfir Eystrasalti Flugsamgöngur í Finnlandi nærri Eystrasalti hafa ítrekað spillst á undanförnum misserum vegna truflana Rússa á gervihnattarmerkjum. Þeir eru meðal annars sagðir beita þeim brögðum til þess að fela ferðir olíuflutningaskipta sem brjóta gegn viðskiptaþvingunum vestrænna ríkja gegn Rússland vegna innrásarinnar í Úkraínu. Sums staðar í Finnlandi hafa flugmálayfirvöld dregið fram gamaldags fjarlægðarvita sem gervihnattatæknin leysti af hólmi til þess að hjálpa flugvélum að lenda þegar truflanir eru á GPS-sambandi. Uppfært. Upphaflega sagði í fréttinni að atvikið hefði átt sér stað í morgun en það rétta er að það varð á sunnudag. Rússland Búlgaría Fréttir af flugi Evrópusambandið Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Erlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Fleiri fréttir Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Íbúar í Kína og Hong Kong búa sig undir Ragasa „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Frakkar viðurkenna Palestínu en Ísrael fordæmir „pólitískan sirkús“ Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Sjá meira
Flugvélin hringsólaði yfir flugvelli í Plovdiv í Búlgaríu í um klukkustund eftir að staðsetningarbúnaður hennar varð gagnlaus skömmu fyrir lendingu, að sögn blaðsins Financial Times. Á endanum ákváðu flugmennirnir að lenda með aðstoð gamaldags landabréfa. Talsmaður framkvæmdastjórnarinnar segir AP-fréttastofunnar að grunur leiki á að Rússar hafi truflað staðsetningarbúnaðinn. „Við getum sannarlega staðfest að það voru GPS-truflanir. Við höfum fengið upplýsingar frá búlgörskum yfirvöldum um að þau gruni að þetta hafi verið greinilegar truflarnir Rússlands,“ sagði Arianna Podesta, talsmaðurinn. Búlgörsk yfirvöld segja að gervihnattarmerkið sem GPS-búnaður flugvélarinnar reiðir sig á hafi verið truflað. Merkið hafi tapast þegar flugvélin nálgaðist flugvöllinn. Heimsókn von der Leyen til Búlgaríu er hluti af ferðalagi hennar um landamærasvæði Evrópusambandsins að Rússlandi og Belarús. Podesta segir uppákomuna undirstrika mikilvægi heimsóknar von der Leyen í framlínuríki sambandsins í austri. Forsetinn hafi nú fengið smjörþefinn af daglegum ógnunum sem stafi frá Rússlandi og leppríkjum þess. Trufla gervihnattamerki yfir Eystrasalti Flugsamgöngur í Finnlandi nærri Eystrasalti hafa ítrekað spillst á undanförnum misserum vegna truflana Rússa á gervihnattarmerkjum. Þeir eru meðal annars sagðir beita þeim brögðum til þess að fela ferðir olíuflutningaskipta sem brjóta gegn viðskiptaþvingunum vestrænna ríkja gegn Rússland vegna innrásarinnar í Úkraínu. Sums staðar í Finnlandi hafa flugmálayfirvöld dregið fram gamaldags fjarlægðarvita sem gervihnattatæknin leysti af hólmi til þess að hjálpa flugvélum að lenda þegar truflanir eru á GPS-sambandi. Uppfært. Upphaflega sagði í fréttinni að atvikið hefði átt sér stað í morgun en það rétta er að það varð á sunnudag.
Rússland Búlgaría Fréttir af flugi Evrópusambandið Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Erlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Fleiri fréttir Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Íbúar í Kína og Hong Kong búa sig undir Ragasa „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Frakkar viðurkenna Palestínu en Ísrael fordæmir „pólitískan sirkús“ Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Sjá meira