Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson skrifar 2. september 2025 12:02 Hvernig sér tvívíddarvera kúlu? Við getum ímyndað okkur að kúlan líði í gegnum tvívíddina, svo tvívíddarveran sér fyrst punk, sem verður svo að litlum hring, og svo stærri, fer svo minnkandi og endar með punkti. Tvívíddarveran ályktar því sem svo að fyrirbærið sé stundum punktur og stundum misstór hringur. Hún er mjög nákvæm, rökföst og vísindaleg í athugunum sínum og færir fyrir því góð rök – miðað við sínar forsendur. Svona eins og Snorri Másson í Kastljósinu á dögunum. Árið 1949 sagði Simone de Beauvoir „Manneskja fæðist ekki kona, heldur verður hún kona“. Þessi fullyrðing gengur út frá því að við erum fyrst og fremst vitund – jú í líkama, en þessi líkami skilgreinir okkur ekki nema að hluta til. Þar með þarf ég ekki að fara út í líffræðilegar röksemdir um mun fjölbreyttari veruleika sem er til staðar í líffræðilegum skilgreiningum á kyni, sem mætti einnig nota ef sú væri raunin. Skilgreining mín á sjálfum mér er síbreytilegt fyrirbæri frá degi til dags, stundum út frá hlutverkum mínum, eiginleikum, sem geta verið „karllægir“ eða „kvenlægir“ eða eitthvað þar á milli og stundum út frá líkama mínum, en þetta tvennt þarf þó ekki að fara saman. Ég er dálítið hugsi yfir þráhyggju Snorra og félaga í að taka fyrir örsmáa hópa í íslensku samfélagi, sem færa má góð rök fyrir að eigi undir högg að sækja: Transfólk og múslimar. Nálgun hans við þau síðarnefndu er efni í aðra grein. Er þetta liður í pólitískri fléttu eða einlæg óttablandin skoðun? Ég er ekki viss. En í öllu falli; með Snorra höfum við eignast okkar Don Kíkóta í íslenskri pólitík – með Sigmund Davíð sem hans Sansho Pansa í baráttu við þau vindmylluvandamál sem sturtuklefar kvenna og gildi múslima eru í íslensku samfélagi. Hann upplifir sig sem krossfara gegn skoðanakúgun – jú, það má alveg samþykkja að stöku rödd hafi farið yfir strikið, en yfirleitt raddir sem hafa minna vægi en hans eigin. Það að fólk tjái andstæðar skoðanir er ekki skoðanakúgun. Og hann á vissulega nokkurn hljómgrunn hjá hópi fólki sem er hluti af óttabylgju um allan heim. Fólki sem finnst það hafa verið skilið eftir, efnahagslega og menningarlega, og fálmar eftir gildum gamalla tíma, drukknandi í framþróun sem enginn skilur almennilega. Ég kann enga patentlausn á þessu, en veit fyrir víst að lausnin á minni þjáningu er ekki sú að valda minnihlutahópum í samfélaginu aukinni þjáningu. Höfundur er framkvæmdastjóri Múltikúlti íslensku. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Miðflokkurinn Hinsegin Málefni trans fólks Mest lesið Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið Gunnar Ármannsson, Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson Skoðun Skoðun Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson skrifar Sjá meira
Hvernig sér tvívíddarvera kúlu? Við getum ímyndað okkur að kúlan líði í gegnum tvívíddina, svo tvívíddarveran sér fyrst punk, sem verður svo að litlum hring, og svo stærri, fer svo minnkandi og endar með punkti. Tvívíddarveran ályktar því sem svo að fyrirbærið sé stundum punktur og stundum misstór hringur. Hún er mjög nákvæm, rökföst og vísindaleg í athugunum sínum og færir fyrir því góð rök – miðað við sínar forsendur. Svona eins og Snorri Másson í Kastljósinu á dögunum. Árið 1949 sagði Simone de Beauvoir „Manneskja fæðist ekki kona, heldur verður hún kona“. Þessi fullyrðing gengur út frá því að við erum fyrst og fremst vitund – jú í líkama, en þessi líkami skilgreinir okkur ekki nema að hluta til. Þar með þarf ég ekki að fara út í líffræðilegar röksemdir um mun fjölbreyttari veruleika sem er til staðar í líffræðilegum skilgreiningum á kyni, sem mætti einnig nota ef sú væri raunin. Skilgreining mín á sjálfum mér er síbreytilegt fyrirbæri frá degi til dags, stundum út frá hlutverkum mínum, eiginleikum, sem geta verið „karllægir“ eða „kvenlægir“ eða eitthvað þar á milli og stundum út frá líkama mínum, en þetta tvennt þarf þó ekki að fara saman. Ég er dálítið hugsi yfir þráhyggju Snorra og félaga í að taka fyrir örsmáa hópa í íslensku samfélagi, sem færa má góð rök fyrir að eigi undir högg að sækja: Transfólk og múslimar. Nálgun hans við þau síðarnefndu er efni í aðra grein. Er þetta liður í pólitískri fléttu eða einlæg óttablandin skoðun? Ég er ekki viss. En í öllu falli; með Snorra höfum við eignast okkar Don Kíkóta í íslenskri pólitík – með Sigmund Davíð sem hans Sansho Pansa í baráttu við þau vindmylluvandamál sem sturtuklefar kvenna og gildi múslima eru í íslensku samfélagi. Hann upplifir sig sem krossfara gegn skoðanakúgun – jú, það má alveg samþykkja að stöku rödd hafi farið yfir strikið, en yfirleitt raddir sem hafa minna vægi en hans eigin. Það að fólk tjái andstæðar skoðanir er ekki skoðanakúgun. Og hann á vissulega nokkurn hljómgrunn hjá hópi fólki sem er hluti af óttabylgju um allan heim. Fólki sem finnst það hafa verið skilið eftir, efnahagslega og menningarlega, og fálmar eftir gildum gamalla tíma, drukknandi í framþróun sem enginn skilur almennilega. Ég kann enga patentlausn á þessu, en veit fyrir víst að lausnin á minni þjáningu er ekki sú að valda minnihlutahópum í samfélaginu aukinni þjáningu. Höfundur er framkvæmdastjóri Múltikúlti íslensku.
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun