Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Kjartan Kjartansson skrifar 2. september 2025 15:19 Frá Linnanmaan-sundlauginni í Oulu þar sem talið var að kúkur hefði fundist sex sinnum í sumar. Málið virðist þó ekki hafa verið svo einfalt. Oulu-borg Stjórnendur sundlaugar í Oulu í Finnlandi fullyrða að enginn „raðsundlaugakúkari“ hafi vísvitandi og ítrekað kúkað í laugina í sumar. Bæjaryfirvöld kærðu athæfið til lögreglu en nú er talið að í nokkrum tilfellum hafi ekki verið um kúk að ræða heldur blautan pappa. Fréttir af meintum sundlaugarníðingi í finnsku borginni hafa farið víða, sérstaklega eftir kæru bæjaryfirvalda. Hún var lögð fram eftir að loka þurfti lauginni sex sinnum í júlí eftir að saur fannst í lauginni og á bakka hennar. Nú segir finnska blaðið Helsingin Sanomat að enginn „raðsundlaugarkúkari“, eins og hann var nefndur í fjölmiðlum, hafi gengið laus í raun og veru. Í tveimur tilfellum af sex telji starfsmenn laugarinnar að það hafi verið blautur pappi sem fannst á bakkanum. Pappinn hafi líklega komið aftan af spjaldi sem sundþjálfarar nota til þess að tússa á þegar æfingar eru stundaðar í keppnislaug. Endar hans hafi dottið af og lent á bakkanum. Starfsmennirnir staðfestu að pappinn líktist verulega skít eftir að hann var geymdur í vatnsglasi. Blaðamaður finnska dagblaðsins segir líkindin óneitanleg. Vonast til þess að fólk láti strax vita af óhöppum Hin fjögur skiptin eru enn óupplýst en þar er talið að um raunverulegan kúk hafi verið að ræða. Erkko Korpela, yfirmaður sundlauga Oulu-borgar, segir ekkert benda til þess að einhver hafi kúkað viljandi í laugina. Það gerist um það bil mánaðarlega að kúkur finnist í vaðlaugum barna og í æfingalaugum fyrir aldraða og fatlaða. Foreldrar ungra barna láti yfirleitt vita af börn þeirra kúki í laugina. Öðru máli gegni um börn á skólaaldri. Þau vilji ekki endilega viðurkenna ef þau lendi í slíku slysi enda þyki það vandræðalegt. Vitað er að skólabörn voru í lauginni fyrir þau skipti sem kúkur fannst í henni. Antti Janesaro, sundkennari hjá Oulu-borg, segist vonast til þess að þeir sem lendi í slíkum óhöppum láti strax vita. Laugarstarfsmenn dæmi engan, þeir vilji aðeins tryggja öryggi og hreinlæti. „Það er enginn þörf á því að skella skuldinni á einhvern,“ segir hann. Í fréttafárinu í kringum meinta raðkúkarinn nú var rifjað upp að viðlíka ógn vomaði yfir borginni árið 2018. Þá lék grunur á því að einhver hefði ítrekað gert þarfir sínar í Raksila-sundlaugina. Eigandi þeirrar laugar segir að sökudólgurinn þá hafi verið ungmenni með meltingarvandamál. Finnland Sundlaugar og baðlón Erlend sakamál Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Erlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Fleiri fréttir Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Sjá meira
Fréttir af meintum sundlaugarníðingi í finnsku borginni hafa farið víða, sérstaklega eftir kæru bæjaryfirvalda. Hún var lögð fram eftir að loka þurfti lauginni sex sinnum í júlí eftir að saur fannst í lauginni og á bakka hennar. Nú segir finnska blaðið Helsingin Sanomat að enginn „raðsundlaugarkúkari“, eins og hann var nefndur í fjölmiðlum, hafi gengið laus í raun og veru. Í tveimur tilfellum af sex telji starfsmenn laugarinnar að það hafi verið blautur pappi sem fannst á bakkanum. Pappinn hafi líklega komið aftan af spjaldi sem sundþjálfarar nota til þess að tússa á þegar æfingar eru stundaðar í keppnislaug. Endar hans hafi dottið af og lent á bakkanum. Starfsmennirnir staðfestu að pappinn líktist verulega skít eftir að hann var geymdur í vatnsglasi. Blaðamaður finnska dagblaðsins segir líkindin óneitanleg. Vonast til þess að fólk láti strax vita af óhöppum Hin fjögur skiptin eru enn óupplýst en þar er talið að um raunverulegan kúk hafi verið að ræða. Erkko Korpela, yfirmaður sundlauga Oulu-borgar, segir ekkert benda til þess að einhver hafi kúkað viljandi í laugina. Það gerist um það bil mánaðarlega að kúkur finnist í vaðlaugum barna og í æfingalaugum fyrir aldraða og fatlaða. Foreldrar ungra barna láti yfirleitt vita af börn þeirra kúki í laugina. Öðru máli gegni um börn á skólaaldri. Þau vilji ekki endilega viðurkenna ef þau lendi í slíku slysi enda þyki það vandræðalegt. Vitað er að skólabörn voru í lauginni fyrir þau skipti sem kúkur fannst í henni. Antti Janesaro, sundkennari hjá Oulu-borg, segist vonast til þess að þeir sem lendi í slíkum óhöppum láti strax vita. Laugarstarfsmenn dæmi engan, þeir vilji aðeins tryggja öryggi og hreinlæti. „Það er enginn þörf á því að skella skuldinni á einhvern,“ segir hann. Í fréttafárinu í kringum meinta raðkúkarinn nú var rifjað upp að viðlíka ógn vomaði yfir borginni árið 2018. Þá lék grunur á því að einhver hefði ítrekað gert þarfir sínar í Raksila-sundlaugina. Eigandi þeirrar laugar segir að sökudólgurinn þá hafi verið ungmenni með meltingarvandamál.
Finnland Sundlaugar og baðlón Erlend sakamál Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Erlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Fleiri fréttir Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Sjá meira