Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar 3. september 2025 10:46 Við lestur á mannréttindakafla stjórnarskrárinnar má vera ljóst að einstaklingsfrelsi er hornsteinn í okkar stjórnskipan. Eitt skýrasta dæmið um það er að skoðanafrelsi er fortakslaust, sbr. 1. mgr. 73. gr. stjórnarskrárinnar þar sem segir að allir menn séu frjálsir skoðana sinna og sannfæringar. Einstaklingsfrelsið útheimtir umburðarlyndi eins og hið fortakslausa skoðanafrelsi allra er skýrt dæmi um. Í nútímasamfélagi er viðbúið að sumir einstaklingar muni hafa skoðun sem öðrum einstaklingum líkar illa. Hinir síðarnefndu þurfa einfaldlega að þola óvinsælar skoðanir. Þetta virkar hins vegar í báðar áttir. Þannig eiga menn enga heimtingu á því að öðrum mönnum líki skoðun þeirra fyrrnefndu. Einstaklingsfrelsi og umburðarlyndi eru þannig tvær hliðar á sama peningnum. Umburðarlyndi, t.d. að umbera skoðanir sem manni líkar ekki við, er gjaldið sem þarf að greiða fyrir að búa í vestrænu lýðræðisríki. Undanfarið hafa komið upp dæmi þar sem reynir á umburðarlyndið og einstaklingsfrelsið. Í fyrsta lagi þegar mótmælendur meinuðu prófessor frá Ísrael að halda erindi um lífeyrismál í fyrirlestrasal Þjóðminjasafnsins 6. ágúst sl. Tvær góðar greinar hafa síðan verið birtar um það atvik. Róbert H. Haraldsson, prófessor í heimspeki við Háskóla Íslands og fyrrverandi kennslustjóri skólans, ritaði grein á Vísi 26. ágúst 2025 sem nefnist Skýr stefna um málfrelsi. Þar færir Róbert sannfærandi rök fyrir því að framganga mótmælendanna hafi verið ólíðandi. Davíð Þór Björgvinsson, hæstaréttarlögmaður og prófessor í lögfræði við HA, ritaði nýlega grein á Eyjuna á dv.is sem nefnist Rétturinn til fundarfriðar. Þar færir Davíð rök fyrir því að í rétti manns til málfrelsis og til að mótmæla felist ekki réttur til að hleypa upp löglegum fundum annarra og eyðileggja þá. Um það vitni margir dómar Mannréttindadómstóls Evrópu. Mótmælendurnir hefðu því betur sýnt umburðarlyndi fyrir skoðana-, tjáningar- og fundarfrelsi fundarmanna í stað þess að eyðileggja löglegan fund um lífeyrismál. Mótmælendunum var í lófa lagið að sniðganga fundinn og láta óánægju sína þannig í ljós. Það neyddi þá enginn til að sitja fundinn. Í öðru lagi hefur sprottið umræða í kjölfar Kastljósþáttar sem sýndur var 1. september sl. þar sem til umræðu var bakslag sem hafi orðið í málefnum hinsegin fólks. Í kjölfar þáttarins hafa ýmsir lýst óánægju sinni, m.a. með þær skoðanir sem Snorri Másson, þingmaður Miðflokksins, viðraði í þættinum. Nú reynir á umburðarlyndið og þar með hvort fólk vilji búa í samfélagi sem hefur einstaklingsfrelsi í hávegum. Ekki þarf að efast um að Snorri hafi eins og allir aðrir fortakslausan rétt til sinna skoðana. Þeir sem eru ósammála Snorra þurfa ekki að hlusta á hann eða kjósa hann og mega hafa þá skoðun á honum sem þeim sýnist. Enginn hefur hins vegar rétt til að banna skoðanir Snorra eða koma í veg fyrir að hann geti tjáð sig, sbr. dæmið um ísraelska fræðimanninn. Þegar menn tjá skoðanir sínar þurfa þeir að bera ábyrgð á tjáningu sinni, sbr. 2. mgr. 73. gr. stjórnarskrárinnar. Telji gagnrýnendur Snorra að hann hafi brotið gegn rétti annarra með því að tjá skoðanir sínar opinberlega, þá hvílir sönnunarbyrðin um það á gagnrýnendunum. Ekki verður séð að Snorri hafi lagt til að einhverjir ættu ekki að njóta einstaklingsfrelsis eða að hann sé óumburðarlyndur gagnvart skoðunum annarra þótt hann gagnrýni þær. Að lokum skal bent á heilbrigða mælistiku sem menn geta notað til að prófa eigið umburðarlyndi, eða mögulegan skort á því. Mælistikan er eftirfarandi: menn bera sjálfir ábyrgð á eigin hegðun, hugsun eða tilfinningum. Í þessu felst að ef einhverjum líður t.d. illa og rekur það til þess að Snorri Másson, eða hver sem er annar, hafi tiltekna skoðun á einhverju málefni, þá fer hinn sami villu vegar. Snorri Másson ber ekki ábyrgð á tilfinningum annarra bara fyrir það eitt að hafa skoðun og tjá hana. Að sama skapi bera gagnrýnendur Snorra sjálfir ábyrgð á viðbrögðum sínum og ummælum við skoðunum Snorra og tjáningu hans á þeim. Höfundur er lögfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Við lestur á mannréttindakafla stjórnarskrárinnar má vera ljóst að einstaklingsfrelsi er hornsteinn í okkar stjórnskipan. Eitt skýrasta dæmið um það er að skoðanafrelsi er fortakslaust, sbr. 1. mgr. 73. gr. stjórnarskrárinnar þar sem segir að allir menn séu frjálsir skoðana sinna og sannfæringar. Einstaklingsfrelsið útheimtir umburðarlyndi eins og hið fortakslausa skoðanafrelsi allra er skýrt dæmi um. Í nútímasamfélagi er viðbúið að sumir einstaklingar muni hafa skoðun sem öðrum einstaklingum líkar illa. Hinir síðarnefndu þurfa einfaldlega að þola óvinsælar skoðanir. Þetta virkar hins vegar í báðar áttir. Þannig eiga menn enga heimtingu á því að öðrum mönnum líki skoðun þeirra fyrrnefndu. Einstaklingsfrelsi og umburðarlyndi eru þannig tvær hliðar á sama peningnum. Umburðarlyndi, t.d. að umbera skoðanir sem manni líkar ekki við, er gjaldið sem þarf að greiða fyrir að búa í vestrænu lýðræðisríki. Undanfarið hafa komið upp dæmi þar sem reynir á umburðarlyndið og einstaklingsfrelsið. Í fyrsta lagi þegar mótmælendur meinuðu prófessor frá Ísrael að halda erindi um lífeyrismál í fyrirlestrasal Þjóðminjasafnsins 6. ágúst sl. Tvær góðar greinar hafa síðan verið birtar um það atvik. Róbert H. Haraldsson, prófessor í heimspeki við Háskóla Íslands og fyrrverandi kennslustjóri skólans, ritaði grein á Vísi 26. ágúst 2025 sem nefnist Skýr stefna um málfrelsi. Þar færir Róbert sannfærandi rök fyrir því að framganga mótmælendanna hafi verið ólíðandi. Davíð Þór Björgvinsson, hæstaréttarlögmaður og prófessor í lögfræði við HA, ritaði nýlega grein á Eyjuna á dv.is sem nefnist Rétturinn til fundarfriðar. Þar færir Davíð rök fyrir því að í rétti manns til málfrelsis og til að mótmæla felist ekki réttur til að hleypa upp löglegum fundum annarra og eyðileggja þá. Um það vitni margir dómar Mannréttindadómstóls Evrópu. Mótmælendurnir hefðu því betur sýnt umburðarlyndi fyrir skoðana-, tjáningar- og fundarfrelsi fundarmanna í stað þess að eyðileggja löglegan fund um lífeyrismál. Mótmælendunum var í lófa lagið að sniðganga fundinn og láta óánægju sína þannig í ljós. Það neyddi þá enginn til að sitja fundinn. Í öðru lagi hefur sprottið umræða í kjölfar Kastljósþáttar sem sýndur var 1. september sl. þar sem til umræðu var bakslag sem hafi orðið í málefnum hinsegin fólks. Í kjölfar þáttarins hafa ýmsir lýst óánægju sinni, m.a. með þær skoðanir sem Snorri Másson, þingmaður Miðflokksins, viðraði í þættinum. Nú reynir á umburðarlyndið og þar með hvort fólk vilji búa í samfélagi sem hefur einstaklingsfrelsi í hávegum. Ekki þarf að efast um að Snorri hafi eins og allir aðrir fortakslausan rétt til sinna skoðana. Þeir sem eru ósammála Snorra þurfa ekki að hlusta á hann eða kjósa hann og mega hafa þá skoðun á honum sem þeim sýnist. Enginn hefur hins vegar rétt til að banna skoðanir Snorra eða koma í veg fyrir að hann geti tjáð sig, sbr. dæmið um ísraelska fræðimanninn. Þegar menn tjá skoðanir sínar þurfa þeir að bera ábyrgð á tjáningu sinni, sbr. 2. mgr. 73. gr. stjórnarskrárinnar. Telji gagnrýnendur Snorra að hann hafi brotið gegn rétti annarra með því að tjá skoðanir sínar opinberlega, þá hvílir sönnunarbyrðin um það á gagnrýnendunum. Ekki verður séð að Snorri hafi lagt til að einhverjir ættu ekki að njóta einstaklingsfrelsis eða að hann sé óumburðarlyndur gagnvart skoðunum annarra þótt hann gagnrýni þær. Að lokum skal bent á heilbrigða mælistiku sem menn geta notað til að prófa eigið umburðarlyndi, eða mögulegan skort á því. Mælistikan er eftirfarandi: menn bera sjálfir ábyrgð á eigin hegðun, hugsun eða tilfinningum. Í þessu felst að ef einhverjum líður t.d. illa og rekur það til þess að Snorri Másson, eða hver sem er annar, hafi tiltekna skoðun á einhverju málefni, þá fer hinn sami villu vegar. Snorri Másson ber ekki ábyrgð á tilfinningum annarra bara fyrir það eitt að hafa skoðun og tjá hana. Að sama skapi bera gagnrýnendur Snorra sjálfir ábyrgð á viðbrögðum sínum og ummælum við skoðunum Snorra og tjáningu hans á þeim. Höfundur er lögfræðingur.
Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir Skoðun
Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson Skoðun
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir Skoðun
Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson Skoðun