Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar 4. september 2025 08:32 Skautun eða pólaríseringin, einsog margir kalla hana á ensku, sækir í sig veðrið þegar ágreiningur myndast — og hún blómstrar þegar gagnrýnin og fordæmingin sem fylgir henni hefst. Hún minnir einna helst á hest með blöðkur fyrir augunum sem dregur vagn en sér aðeins eigin snoppu og veginn framundan, enda er ferðinni stýrt af knapanum. Skoðun er ekki lengur opinn gluggi — hún er hnífur. Hún sker rýmið í tvennt: rétt og rangt, með og á móti. Og í því rými er varla pláss fyrir spurningar, aðeins fordæmingar. Í dag er skoðun brynja. Hún heldur utan um sjálfsmyndina en lokar á samtalið. Skoðun sem sannleikur Í samfélaginu fær skoðunin fljótt sess sannleikans. Því hærra sem hún er hrópuð á torgum, því þyngra vegur hún. Fjölmiðlar lifa á henni, pólitíkin þrífst á henni, netið nærist á eldi hennar. Við erum kölluð til leiks — ekki til samtals. Við fylkjum okkur í lið á bak við slagorð og yfirlýsingar. Það er eins og allt samfélagið sé vagninn, dreginn áfram af hesti með blöðkur og svipu knapans. Á ferðalaginu gefur enginn sér tíma til að skoða landslagið og sjá allt sem það hefur að geyma. : Við sjáum aðeins vegginn á milli hópanna.. Umræðuvélin Skoðanir eru eldsneyti í umræðuvélina. Þær hringsnúast á samfélagsmiðlum, í athugasemdakerfum, í útvarpi, í pontu Alþingis. Hver um sig ætlar að slá í gegn, skora stig, færa fólk nær sínum hópi — fjær hinum. Við tölum ekki lengur saman, við keppum. Orðin eru pílur án skífu — þau rista aðeins gjá á milli andstæðra póla. Og hvað verður svo um það sem liggur á milli? Þögnina. Spurningarnar sem enginn leyfir sér að spyrja. Næmnina sem finnur ekki samastað í átakarýminu. Þannig hleður samfélagið múra úr skoðunum og kallar þá lýðræðislega umræðu. Þegar olían klárast En þegar olían klárast — þegar skautunin hefur brennt upp traust, tæmt orð af innihaldi og skilgreint samtal sem átök — hvað stendur þá eftir? Tómur vagninn. Hesturinn með blöðkurnar sem sér ekkert annað. Og við, sem sitjum í vagninum, með tilfinningu um að hafa ferðast um langan veg án þess að hafa hreyfst úr stað. Önnur leið En það er til önnur leið. Skoðanir eru ekki heildarmynd samfélagsins. Þær sýna aðeins hvar það stendur tímabundið á ákveðnum punkti. Samfélagið sjálft er óendanleg og öflug lifandi hreyfing. Að festa tilvist manns við eina skoðun og segja „svona er hann, við hverju er að búast” er útilokað að hann kunni líka að vera eitthvað annað. Það er gott að hafa skoðanir - en þær mega ekki leiða okkur í gönur eða í blindgötu. Skoðunin er farartæki, ekki herra. Þegar umræðan snýst ekki um stimpla og fordæmingu heldur um efnið sjálft, opnast rými fyrir lærdóm, breytingu og dýpri skilning. Hver hefur ekki haft skoðun sem tók breytingum ? Og hver hefur ekki gengið einum of langt við að reyna að troða eigin skoðunum upp á aðra? Í dag er það leikur í pólitíkinni — að nappa einhvern sem sagði eitt fyrir fimm árum og annað í dag. Eins og það sé glæpur að þroskast og breytast. Samtal í stað átaka Kannski er raunverulegt samtal ekki barátta skoðana, heldur forvitni um manneskjuna sem talar. Ekki: „Hvað stendur þú fyrir?“ Heldur: „Hvernig sérðu þetta núna” Þegar við slökkvum eldinn og losum blöðkurnar af hestinum, kemur í ljós landslagið sem var alltaf þarna. Og þar er pláss fyrir fleiri en tvö sjónarhorn. Þar erum við ekki andstæð lið, heldur fólk sem þarf á raunverulegu samtali að halda. Höfundur er heildrænn ráðgjafi og meistaranemi í heildrænum læknavísindum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Skautun eða pólaríseringin, einsog margir kalla hana á ensku, sækir í sig veðrið þegar ágreiningur myndast — og hún blómstrar þegar gagnrýnin og fordæmingin sem fylgir henni hefst. Hún minnir einna helst á hest með blöðkur fyrir augunum sem dregur vagn en sér aðeins eigin snoppu og veginn framundan, enda er ferðinni stýrt af knapanum. Skoðun er ekki lengur opinn gluggi — hún er hnífur. Hún sker rýmið í tvennt: rétt og rangt, með og á móti. Og í því rými er varla pláss fyrir spurningar, aðeins fordæmingar. Í dag er skoðun brynja. Hún heldur utan um sjálfsmyndina en lokar á samtalið. Skoðun sem sannleikur Í samfélaginu fær skoðunin fljótt sess sannleikans. Því hærra sem hún er hrópuð á torgum, því þyngra vegur hún. Fjölmiðlar lifa á henni, pólitíkin þrífst á henni, netið nærist á eldi hennar. Við erum kölluð til leiks — ekki til samtals. Við fylkjum okkur í lið á bak við slagorð og yfirlýsingar. Það er eins og allt samfélagið sé vagninn, dreginn áfram af hesti með blöðkur og svipu knapans. Á ferðalaginu gefur enginn sér tíma til að skoða landslagið og sjá allt sem það hefur að geyma. : Við sjáum aðeins vegginn á milli hópanna.. Umræðuvélin Skoðanir eru eldsneyti í umræðuvélina. Þær hringsnúast á samfélagsmiðlum, í athugasemdakerfum, í útvarpi, í pontu Alþingis. Hver um sig ætlar að slá í gegn, skora stig, færa fólk nær sínum hópi — fjær hinum. Við tölum ekki lengur saman, við keppum. Orðin eru pílur án skífu — þau rista aðeins gjá á milli andstæðra póla. Og hvað verður svo um það sem liggur á milli? Þögnina. Spurningarnar sem enginn leyfir sér að spyrja. Næmnina sem finnur ekki samastað í átakarýminu. Þannig hleður samfélagið múra úr skoðunum og kallar þá lýðræðislega umræðu. Þegar olían klárast En þegar olían klárast — þegar skautunin hefur brennt upp traust, tæmt orð af innihaldi og skilgreint samtal sem átök — hvað stendur þá eftir? Tómur vagninn. Hesturinn með blöðkurnar sem sér ekkert annað. Og við, sem sitjum í vagninum, með tilfinningu um að hafa ferðast um langan veg án þess að hafa hreyfst úr stað. Önnur leið En það er til önnur leið. Skoðanir eru ekki heildarmynd samfélagsins. Þær sýna aðeins hvar það stendur tímabundið á ákveðnum punkti. Samfélagið sjálft er óendanleg og öflug lifandi hreyfing. Að festa tilvist manns við eina skoðun og segja „svona er hann, við hverju er að búast” er útilokað að hann kunni líka að vera eitthvað annað. Það er gott að hafa skoðanir - en þær mega ekki leiða okkur í gönur eða í blindgötu. Skoðunin er farartæki, ekki herra. Þegar umræðan snýst ekki um stimpla og fordæmingu heldur um efnið sjálft, opnast rými fyrir lærdóm, breytingu og dýpri skilning. Hver hefur ekki haft skoðun sem tók breytingum ? Og hver hefur ekki gengið einum of langt við að reyna að troða eigin skoðunum upp á aðra? Í dag er það leikur í pólitíkinni — að nappa einhvern sem sagði eitt fyrir fimm árum og annað í dag. Eins og það sé glæpur að þroskast og breytast. Samtal í stað átaka Kannski er raunverulegt samtal ekki barátta skoðana, heldur forvitni um manneskjuna sem talar. Ekki: „Hvað stendur þú fyrir?“ Heldur: „Hvernig sérðu þetta núna” Þegar við slökkvum eldinn og losum blöðkurnar af hestinum, kemur í ljós landslagið sem var alltaf þarna. Og þar er pláss fyrir fleiri en tvö sjónarhorn. Þar erum við ekki andstæð lið, heldur fólk sem þarf á raunverulegu samtali að halda. Höfundur er heildrænn ráðgjafi og meistaranemi í heildrænum læknavísindum.
Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir Skoðun
Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson Skoðun
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir Skoðun
Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson Skoðun