Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson skrifar 4. september 2025 07:02 Veðmál geta verið saklaus skemmtun – en þau geta líka eyðilagt trúverðugleika íþrótta og haft alvarleg áhrif á líf leikmanna. Ný könnun Íslensks toppfótbolta sýnir að meirihluti leikmanna í Bestu deild karla hefur tekið þátt í veðmálum og margir fundið fyrir vanlíðan vegna þeirra. Við bregðumst nú við með fræðslu sem mun verða skylda fyrir alla leikmenn. Á dögunum birti Willum Þór Þórsson, forseta Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands grein til að vekja athygli á vaxandi veðmálavæðingu íþrótta. Hann lagði áherslu á að málefnið snerti okkur öll í íþróttahreyfingunni. Ég tek heilshugar undir það. Hjá Íslenskum toppfótbolta – sem eru hagsmunasamtök félaga í efstu deildum karla og kvenna og standa að Bestu deild karla og kvenna – höfum við lengi lagt áherslu á að tryggja að deildirnar okkar séu „hreinar“ af veðmálasvindli og að þátttaka í veðmálum sé ábyrg. Ég vil því halda þessari mikilvægu umræðu áfram og segja frá því sem við höfum gert til að sporna við vandanum – og hvetja aðrar deildir og íþróttagreinar til að skoða eigin aðgerðir. Skemmtun eða skaði? Veðmál hafa fylgt íþróttum í áratugi. Fyrir marga eru þau skemmtun, en við verðum að horfast í augu við að afleiðingarnar geta líka verið alvarlegar. Í mörgum löndum hefur veðmálavæðing leitt til þess að trúverðugleiki úrslita er í hættu – því miður eru dæmi um að leikmenn, dómarar og aðrir innan íþróttanna hafa tekið við mútum eða ábendingum um að hagræða úrslitum. Okkur sem höfum metnað og ástríðu fyrir íslenskum íþróttum er ljóst að við megum ekki láta þetta gerast hér. Rannsókn meðal leikmanna Knattspyrna er sú íþrótt sem mest er veðjað á, bæði á Íslandi og erlendis. Þess vegna ákváðum við hjá ÍTF að kanna stöðuna sérstaklega í Bestu deild karla. Niðurstöðurnar voru áhyggjuefni: 75% leikmanna telja að tíðni veðmála meðal leikmanna sé mikil eða mjög mikil. 58% hafa sjálfir veðjað á fótboltaleiki. 10% hafa fundið fyrir vanlíðan vegna þátttöku í veðmálum. Þetta sýnir svart á hvítu að við verðum að bregðast við – ekki seinna en strax. Sænska leiðin – aðlöguð að Íslandi Við leituðum fyrirmynda erlendis og fundum lausn í Svíþjóð. Þar hefur verið þróuð fræðsla fyrir leikmenn um hagræðingu úrslita og ábyrga þátttöku í veðmálum. Fræðslan er gagnvirk, krefst þess að spurningum sé svarað og tryggir þannig að leikmenn tileinki sér efnið. Þessi fræðsla hefur nú verið þýdd á íslensku og aðlöguð að reglugerðum hérlendis. Fræðslan skiptist í tvo hluta: Hagræðing úrslita – hvað það er, hvernig þetta gerist og hvers vegna það eyðileggur íþróttina. Ábyrg þátttaka í veðmálum – áhættan, einkenni spilafíknar og hvar hægt er að leita hjálpar. Allt efnið er aðgengilegt á netinu fyrir leikmenn, bæði í síma og tölvu, svo leikmenn geti farið í gegnum fræðsluna þegar þeim hentar. Við höfum þegar kynnt efnið fyrir liðunum og fengið mjög jákvæð viðbrögð. Áætlunin til framtíðar er að gera eins og Svíar, að fræðslan verði skylda fyrir alla leikmenn sem vilja spila á efsta stigi í knattspyrnu á Íslandi. Þannig tryggjum við að allir sem stíga inn á völlinn hafi skýra mynd af áhættunni og ábyrgðinni. Hvatning til allra í íþróttahreyfingunni Við hjá Íslenskum toppfótbolta viljum standa vörð um trúverðugleika íþróttanna. Við viljum að fólk geti treyst því að úrslit ráðist á vellinum – ekki í símtali eða skilaboðum fyrir leik. Ég hvet því alla sem starfa innan íþróttahreyfingarinnar til að taka þátt í þessari umræðu og skoða hvaða ráðstafanir þeir geta gert í sínum greinum. Þetta snýst ekki bara um knattspyrnu, þetta snýst um heiðarleika, heilbrigði og framtíð íþróttanna á Íslandi. Við verðum að spila rétt úr stöðunni. Höfundur er framkvæmdastjóri Íslensks toppfótbolta (ÍTF). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjárhættuspil Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Veðmál geta verið saklaus skemmtun – en þau geta líka eyðilagt trúverðugleika íþrótta og haft alvarleg áhrif á líf leikmanna. Ný könnun Íslensks toppfótbolta sýnir að meirihluti leikmanna í Bestu deild karla hefur tekið þátt í veðmálum og margir fundið fyrir vanlíðan vegna þeirra. Við bregðumst nú við með fræðslu sem mun verða skylda fyrir alla leikmenn. Á dögunum birti Willum Þór Þórsson, forseta Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands grein til að vekja athygli á vaxandi veðmálavæðingu íþrótta. Hann lagði áherslu á að málefnið snerti okkur öll í íþróttahreyfingunni. Ég tek heilshugar undir það. Hjá Íslenskum toppfótbolta – sem eru hagsmunasamtök félaga í efstu deildum karla og kvenna og standa að Bestu deild karla og kvenna – höfum við lengi lagt áherslu á að tryggja að deildirnar okkar séu „hreinar“ af veðmálasvindli og að þátttaka í veðmálum sé ábyrg. Ég vil því halda þessari mikilvægu umræðu áfram og segja frá því sem við höfum gert til að sporna við vandanum – og hvetja aðrar deildir og íþróttagreinar til að skoða eigin aðgerðir. Skemmtun eða skaði? Veðmál hafa fylgt íþróttum í áratugi. Fyrir marga eru þau skemmtun, en við verðum að horfast í augu við að afleiðingarnar geta líka verið alvarlegar. Í mörgum löndum hefur veðmálavæðing leitt til þess að trúverðugleiki úrslita er í hættu – því miður eru dæmi um að leikmenn, dómarar og aðrir innan íþróttanna hafa tekið við mútum eða ábendingum um að hagræða úrslitum. Okkur sem höfum metnað og ástríðu fyrir íslenskum íþróttum er ljóst að við megum ekki láta þetta gerast hér. Rannsókn meðal leikmanna Knattspyrna er sú íþrótt sem mest er veðjað á, bæði á Íslandi og erlendis. Þess vegna ákváðum við hjá ÍTF að kanna stöðuna sérstaklega í Bestu deild karla. Niðurstöðurnar voru áhyggjuefni: 75% leikmanna telja að tíðni veðmála meðal leikmanna sé mikil eða mjög mikil. 58% hafa sjálfir veðjað á fótboltaleiki. 10% hafa fundið fyrir vanlíðan vegna þátttöku í veðmálum. Þetta sýnir svart á hvítu að við verðum að bregðast við – ekki seinna en strax. Sænska leiðin – aðlöguð að Íslandi Við leituðum fyrirmynda erlendis og fundum lausn í Svíþjóð. Þar hefur verið þróuð fræðsla fyrir leikmenn um hagræðingu úrslita og ábyrga þátttöku í veðmálum. Fræðslan er gagnvirk, krefst þess að spurningum sé svarað og tryggir þannig að leikmenn tileinki sér efnið. Þessi fræðsla hefur nú verið þýdd á íslensku og aðlöguð að reglugerðum hérlendis. Fræðslan skiptist í tvo hluta: Hagræðing úrslita – hvað það er, hvernig þetta gerist og hvers vegna það eyðileggur íþróttina. Ábyrg þátttaka í veðmálum – áhættan, einkenni spilafíknar og hvar hægt er að leita hjálpar. Allt efnið er aðgengilegt á netinu fyrir leikmenn, bæði í síma og tölvu, svo leikmenn geti farið í gegnum fræðsluna þegar þeim hentar. Við höfum þegar kynnt efnið fyrir liðunum og fengið mjög jákvæð viðbrögð. Áætlunin til framtíðar er að gera eins og Svíar, að fræðslan verði skylda fyrir alla leikmenn sem vilja spila á efsta stigi í knattspyrnu á Íslandi. Þannig tryggjum við að allir sem stíga inn á völlinn hafi skýra mynd af áhættunni og ábyrgðinni. Hvatning til allra í íþróttahreyfingunni Við hjá Íslenskum toppfótbolta viljum standa vörð um trúverðugleika íþróttanna. Við viljum að fólk geti treyst því að úrslit ráðist á vellinum – ekki í símtali eða skilaboðum fyrir leik. Ég hvet því alla sem starfa innan íþróttahreyfingarinnar til að taka þátt í þessari umræðu og skoða hvaða ráðstafanir þeir geta gert í sínum greinum. Þetta snýst ekki bara um knattspyrnu, þetta snýst um heiðarleika, heilbrigði og framtíð íþróttanna á Íslandi. Við verðum að spila rétt úr stöðunni. Höfundur er framkvæmdastjóri Íslensks toppfótbolta (ÍTF).
Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir Skoðun
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir Skoðun
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun