Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar 4. september 2025 15:29 Undanfarna daga hefur verið mikil umræða um ákveðinn minnihlutahóp. minn minnihlutahóp. Ég er sár og svekktur að við skulum ennþá vera á þessum stað. Ég hef tekið eftir því að fólk skrifar í reiði frá báðum áttum með alskonar skoðanir. Það er bara þannig að það gengur ekki. Þegar fólk talar saman í reiði og hroka, þá meðtekur maður ekki þær upplýsingar sem hinn einstaklingurinn vil deila. Þess vegna vil ég benda á að ALLIR, skulu bera virðingu fyrir skoðunum annara og taki tillits til fólks. Skoðanir eru alskonar. Ég er búinn að lesa mikið af kommentakerfum og miðlum og heyra endalausar skoðanir en hef tekið eftir því að í þeim flestum er fólk reitt, með hroka og jafnvel dónalegt. Meirasegja hinseginfólk sjálft. Ég sem trans strákur skil hundrað prósent þessa reiði og ég er afskaplega þakklátur fyrir allan stuðningin frá þeim sem hafa staðið upp fyrir mínu litla samfélagi. Hinsvegar vil ég biðja ykkur öll bæði sem eru að stiðja okkur og þeir sem ekki, að tala fallega og rólega. Það er óþarfi að kasta á milli ljótum orðum og það hjálpar ekki neinum. Sérstaklega ef við hinsegin fólk erum að tala með hroka og nota ljót orð, þá gæti það verið notað gegn okkur og fólk sem styður okkur ekki gæti málað okkur sem dóna. Snorri másson deildi sínum skoðunum. Ég er skil hvert hann er að fara að hlutatil, þetta með að maður sé talinn hómófóbískur fyrir að spurja spurninga eða nota óvart vitlaust fornafn. Ég er sammála að því að svo lengi sem fólk spyr fallega og út frá forvitni og fræðslu, ætti maður ekki að vera móðgaður. Við hinseginfólk eigum ekki að vera móðguð eða saka einstaklinginn um fordóma þegar fólk er að spurja upp á skilning. Sumir hinsegin einstaklingar taka því illa og svara síðan með hroka en það í rauninni eiðileggur svolítið okkar orðspor. Hinsvegar ef þetta eru beinar ljótar , fordómafullar og móðgandi spurningar, þá er í lagi að segja að þessi spurning hafi sárnað, en passa samt upp á orðanotkun og framkomu. Annars er ég alls ekki sammála að honum Snorra og finnst hann vera að bulla upp í loftið. AUÐVITAÐ má fólk hafa sínar skoðanir á hlutunum, hinsvegar er tilvera hóps í samfélagi ekki skoðun heldur staðreynd. Mín tilvera sem trans strákur er ekki „hugmyndafræði“ heldur staðreynd. Ég er strákur og hef alltaf verið. Mér var úthlutað kyneinkenni stelpu við fæðingu, ólst upp sem stelpa en áttaði mig á því að það var bara ekki ég. Ég var 12 ára þegar ég komst að þessu. Að búa í samfélagi með svona miklu hatri er erfitt og þá sérstaklega í þessari stöðu. Ég og mínir jafnaldrar fengum litla sem enga fræðslu um að vera trans í grunnskóla sem leiddi til þess að enginn skildi neitt og var því með fordóma gagnvart mér og öðrum sem eru eins og ég. Hinsegin fræðsla,kynfræðsla og jafnvel kynjafræði er einhvað sem þarf að vera kennt í grunnskólum. Það er engin spurning. Að kenna börnum ungum og útskýra fyrir þeim að fólk er allskonar, minnkar líkur á fordómum og hatri eftir því sem þau eldast. Í vor fór ég í viðtal við vísi og ísland í dag og deildi minni reynslu sem trans strákur á unglingsárum. Ég hef fengið alskonar móttökur við því bæði stuðning og hatur en sem betur fer meira jákvætt en neikvætt. Ég hef líka heyrt að ég hef náð að pota í öxlina á fólki sem hafði ekki skilning á þessum málum og geta loksins skilið hvernig ég upplifi sjálfann mig og heiminn. Þar sjáum við að með því að tala rólega og útskýra er lykillinn af skylningi. Fordómar koma frá fáfræði og það er staðreynd. Minn helsti punktur hér er að við þurfum öll að bera virðingu fyrir öllum. Ekki skjóta neinar skoðanir niður með dónaskap eða ráðast á einstaklinginn. Plís. Ég held að allir hefðu smá gott af því að setjast niður með kaffibolla og smákökur og ræða málin rólega. Það er allt í lagi að hafa öðruvísi skoðanir. Mér er allveg sama ef þér líkar ekki við mig útaf minni kynvitund og kyntjáningu svo lengi sem þú ert ekki að hrauna þeirri skoðun yfir mig og aðra. Ef þín skoðun er að ég muni aldrei verða „alvöru strákur“ þá bara ókei en ég vil ekki fá að heyra það því að þú hefur rangt fyrir þér. Komdu þá allavega með góð rök. Svo lengi sem mitt fólk er virt og notuð séu rétt fornöfn á þau, er mér alveg sama hvað er í gangi í kollinum þínum. Ef þú hefur ekkert fallegt að segja, þá ekki segja neitt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Undanfarna daga hefur verið mikil umræða um ákveðinn minnihlutahóp. minn minnihlutahóp. Ég er sár og svekktur að við skulum ennþá vera á þessum stað. Ég hef tekið eftir því að fólk skrifar í reiði frá báðum áttum með alskonar skoðanir. Það er bara þannig að það gengur ekki. Þegar fólk talar saman í reiði og hroka, þá meðtekur maður ekki þær upplýsingar sem hinn einstaklingurinn vil deila. Þess vegna vil ég benda á að ALLIR, skulu bera virðingu fyrir skoðunum annara og taki tillits til fólks. Skoðanir eru alskonar. Ég er búinn að lesa mikið af kommentakerfum og miðlum og heyra endalausar skoðanir en hef tekið eftir því að í þeim flestum er fólk reitt, með hroka og jafnvel dónalegt. Meirasegja hinseginfólk sjálft. Ég sem trans strákur skil hundrað prósent þessa reiði og ég er afskaplega þakklátur fyrir allan stuðningin frá þeim sem hafa staðið upp fyrir mínu litla samfélagi. Hinsvegar vil ég biðja ykkur öll bæði sem eru að stiðja okkur og þeir sem ekki, að tala fallega og rólega. Það er óþarfi að kasta á milli ljótum orðum og það hjálpar ekki neinum. Sérstaklega ef við hinsegin fólk erum að tala með hroka og nota ljót orð, þá gæti það verið notað gegn okkur og fólk sem styður okkur ekki gæti málað okkur sem dóna. Snorri másson deildi sínum skoðunum. Ég er skil hvert hann er að fara að hlutatil, þetta með að maður sé talinn hómófóbískur fyrir að spurja spurninga eða nota óvart vitlaust fornafn. Ég er sammála að því að svo lengi sem fólk spyr fallega og út frá forvitni og fræðslu, ætti maður ekki að vera móðgaður. Við hinseginfólk eigum ekki að vera móðguð eða saka einstaklinginn um fordóma þegar fólk er að spurja upp á skilning. Sumir hinsegin einstaklingar taka því illa og svara síðan með hroka en það í rauninni eiðileggur svolítið okkar orðspor. Hinsvegar ef þetta eru beinar ljótar , fordómafullar og móðgandi spurningar, þá er í lagi að segja að þessi spurning hafi sárnað, en passa samt upp á orðanotkun og framkomu. Annars er ég alls ekki sammála að honum Snorra og finnst hann vera að bulla upp í loftið. AUÐVITAÐ má fólk hafa sínar skoðanir á hlutunum, hinsvegar er tilvera hóps í samfélagi ekki skoðun heldur staðreynd. Mín tilvera sem trans strákur er ekki „hugmyndafræði“ heldur staðreynd. Ég er strákur og hef alltaf verið. Mér var úthlutað kyneinkenni stelpu við fæðingu, ólst upp sem stelpa en áttaði mig á því að það var bara ekki ég. Ég var 12 ára þegar ég komst að þessu. Að búa í samfélagi með svona miklu hatri er erfitt og þá sérstaklega í þessari stöðu. Ég og mínir jafnaldrar fengum litla sem enga fræðslu um að vera trans í grunnskóla sem leiddi til þess að enginn skildi neitt og var því með fordóma gagnvart mér og öðrum sem eru eins og ég. Hinsegin fræðsla,kynfræðsla og jafnvel kynjafræði er einhvað sem þarf að vera kennt í grunnskólum. Það er engin spurning. Að kenna börnum ungum og útskýra fyrir þeim að fólk er allskonar, minnkar líkur á fordómum og hatri eftir því sem þau eldast. Í vor fór ég í viðtal við vísi og ísland í dag og deildi minni reynslu sem trans strákur á unglingsárum. Ég hef fengið alskonar móttökur við því bæði stuðning og hatur en sem betur fer meira jákvætt en neikvætt. Ég hef líka heyrt að ég hef náð að pota í öxlina á fólki sem hafði ekki skilning á þessum málum og geta loksins skilið hvernig ég upplifi sjálfann mig og heiminn. Þar sjáum við að með því að tala rólega og útskýra er lykillinn af skylningi. Fordómar koma frá fáfræði og það er staðreynd. Minn helsti punktur hér er að við þurfum öll að bera virðingu fyrir öllum. Ekki skjóta neinar skoðanir niður með dónaskap eða ráðast á einstaklinginn. Plís. Ég held að allir hefðu smá gott af því að setjast niður með kaffibolla og smákökur og ræða málin rólega. Það er allt í lagi að hafa öðruvísi skoðanir. Mér er allveg sama ef þér líkar ekki við mig útaf minni kynvitund og kyntjáningu svo lengi sem þú ert ekki að hrauna þeirri skoðun yfir mig og aðra. Ef þín skoðun er að ég muni aldrei verða „alvöru strákur“ þá bara ókei en ég vil ekki fá að heyra það því að þú hefur rangt fyrir þér. Komdu þá allavega með góð rök. Svo lengi sem mitt fólk er virt og notuð séu rétt fornöfn á þau, er mér alveg sama hvað er í gangi í kollinum þínum. Ef þú hefur ekkert fallegt að segja, þá ekki segja neitt.
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar