Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar 5. september 2025 10:31 Við búum á bestu tímum. Við búum betur í dag en kóngar og keisarar bjuggu við í gegnum aldirnar. Forfeður og formæður okkar hefðu ekki getað ímyndað sér þær aðstæður sem við búum við. Upphituð hús, rafmagn sem knýr alls kyns munað og jarðarber allt árið um kring. Ekki eru liðnar margar kynslóðir síðan hungur, barnadauði og dauði af barnsförum voru hluti af daglegum veruleika okkar. Vissulega eru lífsgæði betri í sumum löndum en öðrum. Þar erum við, sem búum á Íslandi, sérstaklega lánsöm. Við búum í samfélagi tækifæra og lífsgæða. Þrátt fyrir það þá birtast okkur reiði, hræðsla og hatur, sem eru í hróplegri mótsögn við þann veruleika sem við búum við. Við sjáum þróun í löndum í kringum okkur þar sem fólk leitar í ,,sterka” leiðtoga sem boða einföld svör og afturhvarf til fyrri tíma sem aldrei voru til. Hegðun sem á sér hliðstæðu á tímum kreppu, ófriðar og hungursneyða. Samfélag byggir ekki á einföldum lausnum og „sterkir“ leiðtogar hafa sögulega reynst illa. Hvers vegna birtist hóphegðun okkur á tímum fordæmalausra lífsgæða? Er það vegna samfélagsbreytinga eða vegna þess að einhver er með aðra kynvitund eða kynhneigð? Varla. Um einn af hverjum fimm á vinnumarkaði er af erlendum uppruna og mikilvægur hluti hagkerfisins og samfélagsins. Kynhneigð og kynvitund einstaklinga hafa engin áhrif á daglegt líf annara. Það er rökrétt, en tilfinningar segja svo aðra sögu. Ef við búum á bestu tímum, hvers vegna upplifa margir sig á síðustu og verstu tímum? Á samfélagsmiðlum birtist stöðug umræða um hvernig allt sé að fara til fjandans, hitt og þetta sé rót vandans og fólk leitast eftir því að verða reitt og finna skotspón reiði sinnar. Í því samhengi er enginn alveg saklaus. Fólk sem telur sig málsvara umburðalyndis og jákvæðni ræðst með heift á mann sem er því ósammála. Gagnrýnir mann fyrir umræðu, með sambærilegri umræðu en þykist á sama tíma vera betra. Í vikunni sýndi RÚV þátt um hatur og það sló mig að til sé hópur fólks sem sendir öðru fólki ógeðfelld skilaboð um að réttast væri að ráðast á það, nauðga og drepa. Aftur leika samfélagsmiðlar stórt hlutverk. Reitt fólk hefur tækifæri til að nálgast annað fólk bak við lyklaborð í skjóli heimilisins og fá útrás fyrir reiði sína með orðalagi sem er engum sæmandi og hefur þann eina tilgang að særa og hræða. Þar liggur hundurinn grafinn. Samfélagsmiðlar eru orðnir veigamikill hluti af lífi okkar og kynda undir skautun. Þeir sem eru ekki sammála verða óvinir. Samfélagsmiðlar hafa hag af þessu fyrirkomulagi. Miklu máli skiptir að halda fólki í greipum miðilsins. Vel má hagnast á því að ýta undir reiði og móðgunartilfinningu og skapa vettvang fyrir tilfinningarlega útrás. Hugsum um þetta í augnablik áður en við missum okkur í reiði eða látum undan þörf fyrir að móðgast. Við leyfum stórfyrirtækjum að stýra hegðun okkar og græða á henni. Reynum að forðast það að falla í þessa gildru. Við búum á bestu tímum mannkynssögunar en það er ekki sá sem gagnast samfélagsmiðlar halda á lofti. Verum meðvituð um það. Vörumst allt það sem elur á reiði og fordómum. Samfélag er flókið og umburðarlyndi er farsælast til að skapa gott samfélag. Njótum þess að búa á bestu tímum og eyðum ekki orku og athygli í reiði, hatur og skautun. Höfundur er fjölskyldufaðir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samfélagsmiðlar Mest lesið Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Við búum á bestu tímum. Við búum betur í dag en kóngar og keisarar bjuggu við í gegnum aldirnar. Forfeður og formæður okkar hefðu ekki getað ímyndað sér þær aðstæður sem við búum við. Upphituð hús, rafmagn sem knýr alls kyns munað og jarðarber allt árið um kring. Ekki eru liðnar margar kynslóðir síðan hungur, barnadauði og dauði af barnsförum voru hluti af daglegum veruleika okkar. Vissulega eru lífsgæði betri í sumum löndum en öðrum. Þar erum við, sem búum á Íslandi, sérstaklega lánsöm. Við búum í samfélagi tækifæra og lífsgæða. Þrátt fyrir það þá birtast okkur reiði, hræðsla og hatur, sem eru í hróplegri mótsögn við þann veruleika sem við búum við. Við sjáum þróun í löndum í kringum okkur þar sem fólk leitar í ,,sterka” leiðtoga sem boða einföld svör og afturhvarf til fyrri tíma sem aldrei voru til. Hegðun sem á sér hliðstæðu á tímum kreppu, ófriðar og hungursneyða. Samfélag byggir ekki á einföldum lausnum og „sterkir“ leiðtogar hafa sögulega reynst illa. Hvers vegna birtist hóphegðun okkur á tímum fordæmalausra lífsgæða? Er það vegna samfélagsbreytinga eða vegna þess að einhver er með aðra kynvitund eða kynhneigð? Varla. Um einn af hverjum fimm á vinnumarkaði er af erlendum uppruna og mikilvægur hluti hagkerfisins og samfélagsins. Kynhneigð og kynvitund einstaklinga hafa engin áhrif á daglegt líf annara. Það er rökrétt, en tilfinningar segja svo aðra sögu. Ef við búum á bestu tímum, hvers vegna upplifa margir sig á síðustu og verstu tímum? Á samfélagsmiðlum birtist stöðug umræða um hvernig allt sé að fara til fjandans, hitt og þetta sé rót vandans og fólk leitast eftir því að verða reitt og finna skotspón reiði sinnar. Í því samhengi er enginn alveg saklaus. Fólk sem telur sig málsvara umburðalyndis og jákvæðni ræðst með heift á mann sem er því ósammála. Gagnrýnir mann fyrir umræðu, með sambærilegri umræðu en þykist á sama tíma vera betra. Í vikunni sýndi RÚV þátt um hatur og það sló mig að til sé hópur fólks sem sendir öðru fólki ógeðfelld skilaboð um að réttast væri að ráðast á það, nauðga og drepa. Aftur leika samfélagsmiðlar stórt hlutverk. Reitt fólk hefur tækifæri til að nálgast annað fólk bak við lyklaborð í skjóli heimilisins og fá útrás fyrir reiði sína með orðalagi sem er engum sæmandi og hefur þann eina tilgang að særa og hræða. Þar liggur hundurinn grafinn. Samfélagsmiðlar eru orðnir veigamikill hluti af lífi okkar og kynda undir skautun. Þeir sem eru ekki sammála verða óvinir. Samfélagsmiðlar hafa hag af þessu fyrirkomulagi. Miklu máli skiptir að halda fólki í greipum miðilsins. Vel má hagnast á því að ýta undir reiði og móðgunartilfinningu og skapa vettvang fyrir tilfinningarlega útrás. Hugsum um þetta í augnablik áður en við missum okkur í reiði eða látum undan þörf fyrir að móðgast. Við leyfum stórfyrirtækjum að stýra hegðun okkar og græða á henni. Reynum að forðast það að falla í þessa gildru. Við búum á bestu tímum mannkynssögunar en það er ekki sá sem gagnast samfélagsmiðlar halda á lofti. Verum meðvituð um það. Vörumst allt það sem elur á reiði og fordómum. Samfélag er flókið og umburðarlyndi er farsælast til að skapa gott samfélag. Njótum þess að búa á bestu tímum og eyðum ekki orku og athygli í reiði, hatur og skautun. Höfundur er fjölskyldufaðir.
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar