Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir og Svava Arnardóttir skrifa 8. september 2025 10:30 Það er skiljanlega áfall að heyra ástvini okkar lýsa sjálfsvígshugsunum eða -tilraunum. Það er engu að síður ótrúlega dýrmætt tækifæri því sum tala aldrei um þessa líðan og falla fyrir eigin hendi án þess að nokkurt okkar grunaði hvað væri í gangi. Það er nýtilkomið að við megum ræða geðheilsu, tilfinningar og vanlíðan opinskátt. Það ríkir hins vegar enn töluverð skömm um djúpa þjáningu og öngstræti. Það er því ekkert skrítið að það hellist yfir okkur alls kyns tilfinningar og hugsanir ef ástvinur íhugar sjálfsvíg. Viðkomandi tengir ekki endilega við það að langa til að deyja en finnst þau knúin til þess, þurfa þess eða geta einfaldlega ekki lifað lengur við óbreytt ástand. Sjálfsvígshugsanir og -tilraunir eru ekki eigingirni eða veikleiki. Einstaklingarnir þurfa ekki að læra aukna þrautseigju, enda hafa þau þraukað í erfiðum aðstæðum til langs tíma. Það er ekki heldur þörf á óumbeðnum ráðum eða að tekið sé fram fyrir hendurnar á fólki. Sjálfsvígshugsanir og -tilraunir eru ekki einkenni “geðsjúkdóms” heldur birtingarmynd þjáningar sem á sér ýmsar skýringar, t.d. áfallasögu, skort á viðunandi félagslegum tengslum, jaðarsetningu og fátækt. Við skiljum að aðstandendur grípi í ofangreint þar sem þau eru reiðubúin til að gera allt sem þau geta til að styðja ástvin í vanlíðan. Þessar leiðir geta hinsvegar skapað meiri skaða en ella, og því viljum við benda á hvað gæti verið hjálplegra. Umræða um dauðann, þjáningu og lífið getur verið afar krefjandi. Það þýðir hins vegar ekki að við ættum að vísa ástvinum okkar sjálfkrafa til fagaðila og loka á frekara samtal okkar á milli. Það er ómetanlegt að einhver sem stendur okkur nærri treystir okkur fyrir djúpum sársauka og við ættum að leggja okkur fram um að hlusta og vera til staðar. Það má tala um þessi mál án þess að vera með fagmenntun. Ástvinir geta veitt mannlega nálgun og átt opið samtal án fordæmingar. Það krefst þess að við þolum við í erfiðum aðstæðum, hlustum með opið hjarta og berum virðingu fyrir líðaninni. Það þarf ekki að leysa málin strax heldur skapa rými þar sem ástvinurinn finnur að við munum ekki yfirgefa þau, dæma né þvinga á neinn hátt. Það er hægt að lesa sér nánar til um hvað er hjálplegt í þessum aðstæðum í bókinni Boðaföll, nýjar nálganir í sjálfsvígsforvörnum. Hlutverk aðstandenda er flókið og þessi samtöl taka á. Aðstandendur eru oft á tíðum líka að takast á við erfiða líðan sjálf. Það er hjálplegt að leita sér stuðnings í jafningjahópi aðstandenda líkt og þeim sem boðið er upp á hjá Hugarafli og Pieta samtökunum. Við hjá Geðhjálp bjóðum líka upp á ókeypis ráðgjafaviðtöl sem hafa reynst mörgum ástvinum vel. Það má svo að sjálfsögðu tala við fagaðila sem þú treystir til að bera þetta með þér. Okkur er hvergi kennt hvernig á að tala um það þegar einhvern langar að deyja eða getur ekki hugsað sér að lifa lengur. Eina sem við höfum lært er ótti, þöggun og skömm gagnvart þessu málefni - sem er gríðarlega óhjálplegt. Tökum áskoruninni að eiga þessi samtöl þó við séum öll að læra inn á nýjan veruleika. Það er ólýsanlegt hversu frelsandi það er að geta hiklaust sagt nákvæmlega hvernig okkur líður og orða það án dóma, sviptinga, óumbeðinna ráða og þvingana. Aðstandendur, þið getið miklu meira en þið haldið. Við höfum trú á ykkur, stígum inn í þetta ferðalag saman. Svava er formaður Geðhjálpar og Sigurborg er ritari Geðhjálpar. Þær eru tveir af höfundum bókarinnar Boðaföll, nýjar nálganir í sjálfsvígsforvörnum (2021). Svava og Sigurborg eru með lifaða reynslu af öngstræti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Sjá meira
Það er skiljanlega áfall að heyra ástvini okkar lýsa sjálfsvígshugsunum eða -tilraunum. Það er engu að síður ótrúlega dýrmætt tækifæri því sum tala aldrei um þessa líðan og falla fyrir eigin hendi án þess að nokkurt okkar grunaði hvað væri í gangi. Það er nýtilkomið að við megum ræða geðheilsu, tilfinningar og vanlíðan opinskátt. Það ríkir hins vegar enn töluverð skömm um djúpa þjáningu og öngstræti. Það er því ekkert skrítið að það hellist yfir okkur alls kyns tilfinningar og hugsanir ef ástvinur íhugar sjálfsvíg. Viðkomandi tengir ekki endilega við það að langa til að deyja en finnst þau knúin til þess, þurfa þess eða geta einfaldlega ekki lifað lengur við óbreytt ástand. Sjálfsvígshugsanir og -tilraunir eru ekki eigingirni eða veikleiki. Einstaklingarnir þurfa ekki að læra aukna þrautseigju, enda hafa þau þraukað í erfiðum aðstæðum til langs tíma. Það er ekki heldur þörf á óumbeðnum ráðum eða að tekið sé fram fyrir hendurnar á fólki. Sjálfsvígshugsanir og -tilraunir eru ekki einkenni “geðsjúkdóms” heldur birtingarmynd þjáningar sem á sér ýmsar skýringar, t.d. áfallasögu, skort á viðunandi félagslegum tengslum, jaðarsetningu og fátækt. Við skiljum að aðstandendur grípi í ofangreint þar sem þau eru reiðubúin til að gera allt sem þau geta til að styðja ástvin í vanlíðan. Þessar leiðir geta hinsvegar skapað meiri skaða en ella, og því viljum við benda á hvað gæti verið hjálplegra. Umræða um dauðann, þjáningu og lífið getur verið afar krefjandi. Það þýðir hins vegar ekki að við ættum að vísa ástvinum okkar sjálfkrafa til fagaðila og loka á frekara samtal okkar á milli. Það er ómetanlegt að einhver sem stendur okkur nærri treystir okkur fyrir djúpum sársauka og við ættum að leggja okkur fram um að hlusta og vera til staðar. Það má tala um þessi mál án þess að vera með fagmenntun. Ástvinir geta veitt mannlega nálgun og átt opið samtal án fordæmingar. Það krefst þess að við þolum við í erfiðum aðstæðum, hlustum með opið hjarta og berum virðingu fyrir líðaninni. Það þarf ekki að leysa málin strax heldur skapa rými þar sem ástvinurinn finnur að við munum ekki yfirgefa þau, dæma né þvinga á neinn hátt. Það er hægt að lesa sér nánar til um hvað er hjálplegt í þessum aðstæðum í bókinni Boðaföll, nýjar nálganir í sjálfsvígsforvörnum. Hlutverk aðstandenda er flókið og þessi samtöl taka á. Aðstandendur eru oft á tíðum líka að takast á við erfiða líðan sjálf. Það er hjálplegt að leita sér stuðnings í jafningjahópi aðstandenda líkt og þeim sem boðið er upp á hjá Hugarafli og Pieta samtökunum. Við hjá Geðhjálp bjóðum líka upp á ókeypis ráðgjafaviðtöl sem hafa reynst mörgum ástvinum vel. Það má svo að sjálfsögðu tala við fagaðila sem þú treystir til að bera þetta með þér. Okkur er hvergi kennt hvernig á að tala um það þegar einhvern langar að deyja eða getur ekki hugsað sér að lifa lengur. Eina sem við höfum lært er ótti, þöggun og skömm gagnvart þessu málefni - sem er gríðarlega óhjálplegt. Tökum áskoruninni að eiga þessi samtöl þó við séum öll að læra inn á nýjan veruleika. Það er ólýsanlegt hversu frelsandi það er að geta hiklaust sagt nákvæmlega hvernig okkur líður og orða það án dóma, sviptinga, óumbeðinna ráða og þvingana. Aðstandendur, þið getið miklu meira en þið haldið. Við höfum trú á ykkur, stígum inn í þetta ferðalag saman. Svava er formaður Geðhjálpar og Sigurborg er ritari Geðhjálpar. Þær eru tveir af höfundum bókarinnar Boðaföll, nýjar nálganir í sjálfsvígsforvörnum (2021). Svava og Sigurborg eru með lifaða reynslu af öngstræti.
Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir Skoðun
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun
Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson Skoðun
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir Skoðun
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun
Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson Skoðun