Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Árni Sæberg skrifar 8. september 2025 14:48 Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir er dómsmálaráðherra. Vísir/Ívar Fannar Dómsmálaráðherra hefur birt drög að lagabreytingum í samráðsgátt, sem miða af því að afnema æviskipanir vararíkissaksóknara og varahéraðssaksóknara. Lagt er til að skipunartími verði fimm ár. Þá er lagt til að ráðning í embættin verði á ábyrgð yfirmanna viðkomandi stofnana frekar en ráðherra. „Ég tel að æviskipanir eigi ekki lengur rétt á sér nema örfá mjög mikilvæg embætti. Slík forréttindi eiga að heyra fortíðinni til. Við þurfum að færa stjórnsýsluna nær nútímanum og nær því sem er skynsamlegt,“ er haft eftir Þorbjörgu Sigríði Gunnlaugsdóttur dómsmálaráðherra í fréttatilkynningu þess efnis. Þar segir að breytingarnar muni ekki hafa áhrif á þá sem nú gegna embættum út skipunartíma þeirra. Enginn gegnir nú embætti vararíkissaksóknara eftir að Helgi Magnús Gunnarsson lét af embættinu á dögunum eftir langan aðdraganda. Kolbrún Benediktsdóttir er varahéraðssaksóknari í leyfi vegna tímabundinna starfa við Eurojust. „Í ljósi reynslunnar“ Í samráðsgátt segir að í ljósi reynslunnar og með hliðsjón af markmiðum ríkisstjórnarinnar um einföldun stjórnsýslu og hagræðingar leggi dómsmálaráðherra til að skipunartími vararíkissaksóknara og varahéraðssaksóknara verði fimm ár, í stað ótímabundinnar skipunar. Ásamt því að skipa í embætti vararíkissaksóknara og varahéraðssaksóknara sé ráðherra heimilt samkvæmt lögum að skipa í embætti aðstoðarríkislögreglustjóra og aðstoðarlögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum til fimm ára. Lagt sé til að ábyrgð á þeim skipunum sem hér um ræðir, það er í embætti vararíkissaksóknara, varahéraðssaksóknara, aðstoðarríkislögreglustjóra og aðstoðarlögreglustjóra, verði færð frá ráðherra til forstöðumanna viðkomandi embætta. Það myndi hafa í för með sér að ríkissaksóknara yrði heimilt að skipa vararíkissaksóknara við embættið og með sama hætti yrði héraðssaksóknara heimilt að skipa varahéraðssaksóknara við sitt embætti. Áfram yrði heimilt að skipa vararíkislögreglustjóra og aðstoðarlögreglustjóra hjá embætti lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum, en sú skipun yrði á forræði viðkomandi lögreglustjóra í stað ráðherra ef breytingarnar ná fram að ganga. Ábyrgð forstöðumanna skýr „Það er gríðarlega mikilvægt að bæði ákæruvaldið og lögreglan njóti trúverðugleika og trausts almennings. Nýleg reynsla sýnir nauðsyn breytinga hérna, það er algjörlega hafið yfir vafa. Með þessum breytingum verður ábyrgð forstöðumanna skýr en um leið tökum góð skref í átt að skilvirkari og einfaldari stjórnsýslu,“ er haft eftir dómsmálaráðherra. Áformin má nálgast í Samráðsgátt stjórnvalda og frestur til umsagnar er til og með 22. september næstkomandi. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Rekstur hins opinbera Viðreisn Mál Helga Magnúsar Gunnarssonar Lögreglan Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Fleiri fréttir Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Sjá meira
„Ég tel að æviskipanir eigi ekki lengur rétt á sér nema örfá mjög mikilvæg embætti. Slík forréttindi eiga að heyra fortíðinni til. Við þurfum að færa stjórnsýsluna nær nútímanum og nær því sem er skynsamlegt,“ er haft eftir Þorbjörgu Sigríði Gunnlaugsdóttur dómsmálaráðherra í fréttatilkynningu þess efnis. Þar segir að breytingarnar muni ekki hafa áhrif á þá sem nú gegna embættum út skipunartíma þeirra. Enginn gegnir nú embætti vararíkissaksóknara eftir að Helgi Magnús Gunnarsson lét af embættinu á dögunum eftir langan aðdraganda. Kolbrún Benediktsdóttir er varahéraðssaksóknari í leyfi vegna tímabundinna starfa við Eurojust. „Í ljósi reynslunnar“ Í samráðsgátt segir að í ljósi reynslunnar og með hliðsjón af markmiðum ríkisstjórnarinnar um einföldun stjórnsýslu og hagræðingar leggi dómsmálaráðherra til að skipunartími vararíkissaksóknara og varahéraðssaksóknara verði fimm ár, í stað ótímabundinnar skipunar. Ásamt því að skipa í embætti vararíkissaksóknara og varahéraðssaksóknara sé ráðherra heimilt samkvæmt lögum að skipa í embætti aðstoðarríkislögreglustjóra og aðstoðarlögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum til fimm ára. Lagt sé til að ábyrgð á þeim skipunum sem hér um ræðir, það er í embætti vararíkissaksóknara, varahéraðssaksóknara, aðstoðarríkislögreglustjóra og aðstoðarlögreglustjóra, verði færð frá ráðherra til forstöðumanna viðkomandi embætta. Það myndi hafa í för með sér að ríkissaksóknara yrði heimilt að skipa vararíkissaksóknara við embættið og með sama hætti yrði héraðssaksóknara heimilt að skipa varahéraðssaksóknara við sitt embætti. Áfram yrði heimilt að skipa vararíkislögreglustjóra og aðstoðarlögreglustjóra hjá embætti lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum, en sú skipun yrði á forræði viðkomandi lögreglustjóra í stað ráðherra ef breytingarnar ná fram að ganga. Ábyrgð forstöðumanna skýr „Það er gríðarlega mikilvægt að bæði ákæruvaldið og lögreglan njóti trúverðugleika og trausts almennings. Nýleg reynsla sýnir nauðsyn breytinga hérna, það er algjörlega hafið yfir vafa. Með þessum breytingum verður ábyrgð forstöðumanna skýr en um leið tökum góð skref í átt að skilvirkari og einfaldari stjórnsýslu,“ er haft eftir dómsmálaráðherra. Áformin má nálgast í Samráðsgátt stjórnvalda og frestur til umsagnar er til og með 22. september næstkomandi.
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Rekstur hins opinbera Viðreisn Mál Helga Magnúsar Gunnarssonar Lögreglan Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Fleiri fréttir Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Sjá meira