Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar 10. september 2025 14:32 Fyrir liggur hjá félags- og húsnæðismálaráðherra að stytta rétt atvinnuleitenda til bóta úr 30 mánuðum í 18 mánuði, þ.e. um heilt ár. Með þessu sparar ríkissjóður um 6000 milljónir króna á ári eins og skoða má í nýja fjárlagafrumvarpinu. Ekki er yfirleitt um 30 samfellda mánuði að ræða heldur tímabil í lífi atvinnuleitandans, en stundum þó langtímaatvinnuleysi. Um er að ræða mikið af ungu fólki sem og einstaklinga sem hafa aðeins árstíðabundin störf. Einnig einstalinga með erlendan bakgrunn, sem hafa ekki haft tækifæri á að ná tökum á íslenskri tungu. Það er fólk með sama bakgrunn og uppistaðan þeirra sem sinna láglaunastörfunum í landinu. Loks má horfa til þess að fólk getur líka verið vinnufært án þess að geta unnið hvaða starf sem er. Þessar aðgerðir eru án allra annarra aðgerða til að grípa þann hóp sem hefur nýtt réttinn. Atvinnuleysisbætur fyrir einstakling eru um 365.000 kr. fyrir skatt miðað við 100% bótarétt. Þegar honum er vísað frá er ekki um annað að gera en að leita til sveitafélags síns um framfærslu. Þar er framfærslueyririnn (ef framfærslu skyldi kalla) mismunandi eftir sveitafélögum en um 280.000 kr fyrir skatt. Eftir slíkar hremmingar tekur fjölda ára að rétta úr kútnum, ef það þá tekst. Hvaða bolmagn hafa sveitafélögin til þess að taka við þessum fjárútlátum? Og ekki síður til að sinna hópnum í atvinnuleit eða öðrum vanda sem einstaklingarnir kunna að standa frammi fyrir? Vinnumálastofnun hefur verkferla til að sinna atvinnuleitendum, fylgst er með virkni og atvinnuleit. Eftir mánuð einstaklings á atvinnuleyisskrá er gripið til sérstakra úrræða og með mun öflugri hætti hafi þeir verið 12 mánuði án vinnu. Ekki stendur til samfara þessum niðurskurði, að auðvelda fólki endurkomu á atvinnuleysisbætur. Ráðherra hyggst einnig breyta lágmarksskilyrðum fyrir greiðslu atvinnuleysisbóta þannig að atvinnuleitandi þurfi að hafa starfað á innlendum vinnumarkaði í a.m.k. 12 mánuði á ávinnslutímabili til að teljast tryggður innan kerfisins en í gildandi kerfi er gerð krafa um þátttöku á vinnumarkaði í 3 mánuði. Áætlað er að sú breyting lækki árleg útgjöld um 200 milljónir króna. Hvorki hefur verið haft samráð við verkalýðshreyfinguna um þessi mál né sveitafélögin. Leiðin til endurhæfingar, í þeim tilvikum sem hennar er e.t.v. þörf, hefur ekki verið gerð greiðari. Nú mælist atvinnuleysi á landinum3,8%, en við vitum ekki hversu lengi það varir. Félagsmálaráðherra virðist alveg sama um þúsundir einstaklinga í neyð, þetta frekar en að hrófla við fjármagnseigendum með meiri skattheimtu og öðrum auðmagnshöfum. Hún hefur steingleymt sínum minnsta bróður, alveg eins og henni er slétt sama um þá þúsundir ellilífeyrisþega sem lifa á ellilíífeyrinum einum sama, eða innan við 350.00 kr. á mánuði fyrir skatt. Hún hefur steingleymt að þessir einstaklingar þurfa líka fæði, klæði og húsnæði. Slétt sama í raun, enda eru þau svo fá, eins og forsætisráðherra hennar komst að orði í Kastljósi í vikunni. Birna Gunnlaugsdóttir er í kosningastjórn Sósíalistaflokks Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sósíalistaflokkurinn Mest lesið Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley Skoðun Skoðun Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Fyrir liggur hjá félags- og húsnæðismálaráðherra að stytta rétt atvinnuleitenda til bóta úr 30 mánuðum í 18 mánuði, þ.e. um heilt ár. Með þessu sparar ríkissjóður um 6000 milljónir króna á ári eins og skoða má í nýja fjárlagafrumvarpinu. Ekki er yfirleitt um 30 samfellda mánuði að ræða heldur tímabil í lífi atvinnuleitandans, en stundum þó langtímaatvinnuleysi. Um er að ræða mikið af ungu fólki sem og einstaklinga sem hafa aðeins árstíðabundin störf. Einnig einstalinga með erlendan bakgrunn, sem hafa ekki haft tækifæri á að ná tökum á íslenskri tungu. Það er fólk með sama bakgrunn og uppistaðan þeirra sem sinna láglaunastörfunum í landinu. Loks má horfa til þess að fólk getur líka verið vinnufært án þess að geta unnið hvaða starf sem er. Þessar aðgerðir eru án allra annarra aðgerða til að grípa þann hóp sem hefur nýtt réttinn. Atvinnuleysisbætur fyrir einstakling eru um 365.000 kr. fyrir skatt miðað við 100% bótarétt. Þegar honum er vísað frá er ekki um annað að gera en að leita til sveitafélags síns um framfærslu. Þar er framfærslueyririnn (ef framfærslu skyldi kalla) mismunandi eftir sveitafélögum en um 280.000 kr fyrir skatt. Eftir slíkar hremmingar tekur fjölda ára að rétta úr kútnum, ef það þá tekst. Hvaða bolmagn hafa sveitafélögin til þess að taka við þessum fjárútlátum? Og ekki síður til að sinna hópnum í atvinnuleit eða öðrum vanda sem einstaklingarnir kunna að standa frammi fyrir? Vinnumálastofnun hefur verkferla til að sinna atvinnuleitendum, fylgst er með virkni og atvinnuleit. Eftir mánuð einstaklings á atvinnuleyisskrá er gripið til sérstakra úrræða og með mun öflugri hætti hafi þeir verið 12 mánuði án vinnu. Ekki stendur til samfara þessum niðurskurði, að auðvelda fólki endurkomu á atvinnuleysisbætur. Ráðherra hyggst einnig breyta lágmarksskilyrðum fyrir greiðslu atvinnuleysisbóta þannig að atvinnuleitandi þurfi að hafa starfað á innlendum vinnumarkaði í a.m.k. 12 mánuði á ávinnslutímabili til að teljast tryggður innan kerfisins en í gildandi kerfi er gerð krafa um þátttöku á vinnumarkaði í 3 mánuði. Áætlað er að sú breyting lækki árleg útgjöld um 200 milljónir króna. Hvorki hefur verið haft samráð við verkalýðshreyfinguna um þessi mál né sveitafélögin. Leiðin til endurhæfingar, í þeim tilvikum sem hennar er e.t.v. þörf, hefur ekki verið gerð greiðari. Nú mælist atvinnuleysi á landinum3,8%, en við vitum ekki hversu lengi það varir. Félagsmálaráðherra virðist alveg sama um þúsundir einstaklinga í neyð, þetta frekar en að hrófla við fjármagnseigendum með meiri skattheimtu og öðrum auðmagnshöfum. Hún hefur steingleymt sínum minnsta bróður, alveg eins og henni er slétt sama um þá þúsundir ellilífeyrisþega sem lifa á ellilíífeyrinum einum sama, eða innan við 350.00 kr. á mánuði fyrir skatt. Hún hefur steingleymt að þessir einstaklingar þurfa líka fæði, klæði og húsnæði. Slétt sama í raun, enda eru þau svo fá, eins og forsætisráðherra hennar komst að orði í Kastljósi í vikunni. Birna Gunnlaugsdóttir er í kosningastjórn Sósíalistaflokks Íslands.
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun