Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar 11. september 2025 08:02 Það er mikilvægt að styðja við hinsegin samfélagið, standa vörð um mannréttindi og koma fram af virðingu við hvert annað. Við viljum byggja Hafnarfjörð sem er ekki aðeins fallegur að sjá, heldur líka sterkur í innviðum sínum, samfélag þar sem allir geta verið þeir sjálfir, án þess að þurfa að óttast fordóma eða mismunun. Með stolti rifjum við upp að Hafnarfjörður var með fyrstu sveitarfélögum á Íslandi til að gera samning við Samtökin 78 um hinsegin fræðslu. Það eru nú orðin 10 ár síðan við tókum það skref, og það hefur reynst afar dýrmætt. Fræðslan hefur opnað augu okkar, hjálpað okkur að sjá fjölbreytileikann sem styrkleika og kennt okkur að umburðarlyndi og virðing eru ekki sjálfsögð, þau þurfa að vera ræktuð, dag eftir dag. Heimili utan heimilisins Við getum líka verið stolt af því að hér í Hafnarfirði er starfrækt Hinsegin félagsmiðstöð. Hún er ekki bara húsnæði eða dagskrá á blaði, hún er öruggt rými, heimili utan heimilis, þar sem ungt fólk fær að finna fyrir stuðningi, vináttu og viðurkenningu. Þar fá þau tækifæri til að kynnast, tjá sig, spyrja spurninga og fá svör sem skipta máli. En við þurfum líka að horfast í augu við að það hefur orðið bakslag í þessari baráttu, bæði hér heima og erlendis. Við heyrum raddir sem reyna að draga úr réttindum hinsegin fólks, og við sjáum fordóma sem við héldum að væru á undanhaldi, en hafa aftur skotið upp kollinum. Þetta minnir okkur á að mannréttindi eru aldrei sjálfgefin. Þau þurfa að vera vörðuð á hverjum degi. Þau þurfa að vera staðfest með orðum, en enn frekar með aðgerðum. Þess vegna er svo mikilvægt að við í Hafnarfirði höldum áfram að vera leiðandi. Að við látum ekki undan þrýstingi eða þögn, heldur sýnum að hér er samfélag sem stendur þétt saman, óháð kynhneigð eða kynvitund. Við eigum að vera rödd sem hvetur til umburðarlyndis, fræðslu og virðingar, ekki aðeins fyrir okkar eigin bæ, heldur sem fordæmi fyrir önnur sveitarfélög. Mannréttindi fyrir okkur öll Þessi verkefni, fræðslan, félagsmiðstöðin og allt sem við höfum byggt upp í sameiningu, eru ekki bara fyrir þá sem tilheyra hinsegin samfélaginu. Þau eru fyrir okkur öll. Þau gera okkur að betra bæjarfélagi, þau efla samkennd, þau brjóta niður fordóma og þau gera okkur kleift að búa í samfélagi þar sem við njótum öryggis og virðingar hvert af öðru. Þegar einstaklingar fá að blómstra, þá blómstrar samfélagið allt. Við getum verið stolt af leiðinni sem við höfum farið, en við megum ekki gleyma því að vegferðin er ekki búin. Við þurfum áfram að vera leiðandi, áfram að standa með mannréttindum, áfram að tryggja að börn og ungmenni okkar fái fræðslu sem byggir á virðingu og fjölbreytileika, og áfram að skapa rými þar sem fólk upplifir sig öruggt og samþykkt. Látum Hafnarfjörð vera stað þar sem við öll finnum að við erum velkomin. Það er okkar ábyrgð, og það er okkar tækifæri. Höfundur er bæjarstjóri Hafnarfjarðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Valdimar Víðisson Hafnarfjörður Hinsegin Mest lesið Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez skrifar Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann skrifar Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Njáll Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Það er mikilvægt að styðja við hinsegin samfélagið, standa vörð um mannréttindi og koma fram af virðingu við hvert annað. Við viljum byggja Hafnarfjörð sem er ekki aðeins fallegur að sjá, heldur líka sterkur í innviðum sínum, samfélag þar sem allir geta verið þeir sjálfir, án þess að þurfa að óttast fordóma eða mismunun. Með stolti rifjum við upp að Hafnarfjörður var með fyrstu sveitarfélögum á Íslandi til að gera samning við Samtökin 78 um hinsegin fræðslu. Það eru nú orðin 10 ár síðan við tókum það skref, og það hefur reynst afar dýrmætt. Fræðslan hefur opnað augu okkar, hjálpað okkur að sjá fjölbreytileikann sem styrkleika og kennt okkur að umburðarlyndi og virðing eru ekki sjálfsögð, þau þurfa að vera ræktuð, dag eftir dag. Heimili utan heimilisins Við getum líka verið stolt af því að hér í Hafnarfirði er starfrækt Hinsegin félagsmiðstöð. Hún er ekki bara húsnæði eða dagskrá á blaði, hún er öruggt rými, heimili utan heimilis, þar sem ungt fólk fær að finna fyrir stuðningi, vináttu og viðurkenningu. Þar fá þau tækifæri til að kynnast, tjá sig, spyrja spurninga og fá svör sem skipta máli. En við þurfum líka að horfast í augu við að það hefur orðið bakslag í þessari baráttu, bæði hér heima og erlendis. Við heyrum raddir sem reyna að draga úr réttindum hinsegin fólks, og við sjáum fordóma sem við héldum að væru á undanhaldi, en hafa aftur skotið upp kollinum. Þetta minnir okkur á að mannréttindi eru aldrei sjálfgefin. Þau þurfa að vera vörðuð á hverjum degi. Þau þurfa að vera staðfest með orðum, en enn frekar með aðgerðum. Þess vegna er svo mikilvægt að við í Hafnarfirði höldum áfram að vera leiðandi. Að við látum ekki undan þrýstingi eða þögn, heldur sýnum að hér er samfélag sem stendur þétt saman, óháð kynhneigð eða kynvitund. Við eigum að vera rödd sem hvetur til umburðarlyndis, fræðslu og virðingar, ekki aðeins fyrir okkar eigin bæ, heldur sem fordæmi fyrir önnur sveitarfélög. Mannréttindi fyrir okkur öll Þessi verkefni, fræðslan, félagsmiðstöðin og allt sem við höfum byggt upp í sameiningu, eru ekki bara fyrir þá sem tilheyra hinsegin samfélaginu. Þau eru fyrir okkur öll. Þau gera okkur að betra bæjarfélagi, þau efla samkennd, þau brjóta niður fordóma og þau gera okkur kleift að búa í samfélagi þar sem við njótum öryggis og virðingar hvert af öðru. Þegar einstaklingar fá að blómstra, þá blómstrar samfélagið allt. Við getum verið stolt af leiðinni sem við höfum farið, en við megum ekki gleyma því að vegferðin er ekki búin. Við þurfum áfram að vera leiðandi, áfram að standa með mannréttindum, áfram að tryggja að börn og ungmenni okkar fái fræðslu sem byggir á virðingu og fjölbreytileika, og áfram að skapa rými þar sem fólk upplifir sig öruggt og samþykkt. Látum Hafnarfjörð vera stað þar sem við öll finnum að við erum velkomin. Það er okkar ábyrgð, og það er okkar tækifæri. Höfundur er bæjarstjóri Hafnarfjarðar.
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun